Erlent

Landamæraeftirlit ef samningar nást ekki

Ari Brynjólfsson skrifar
Jean Claude Juncker fráfarandi forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Jean Claude Juncker fráfarandi forseti framkvæmdastjórnar ESB. vísir/getty
Koma verður á landamæraeftirliti milli Írlands og Norður-Írlands ef ekki verður samið um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, í viðtali við Sky í gær.

Þar hafnaði hann einnig alfarið því að ESB beri einhverja ábyrgð ef illa fer við útgönguna, það hafi „ekki verið ESB sem fann upp Brexit“.

Landamærin á Írlandi hafa verið eitt helsta þrætueplið í tengslum við útgönguna. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur hafnað því að hafa svokallaða baktryggingu á landamærunum. Dominic Raab utanríkisráðherra tekur í sama streng og segir það ótækt að aðrar reglur verði í gildi á NorðurÍrlandi en annars staðar í landinu.

Unnið sé hörðum höndum að samkomulagi við ESB í þá átt. Juncker segir ESB hins vegar verða að tryggja eigið öryggi. „ Dýr sem kemur frá Norður-Írlandi til Írlands án landamæraeftirlits er komið eftirlitslaust inn í ESB. Það mun ekki gerast. Við verðum að verja heilbrigði og öryggi þegna okkar.“


Tengdar fréttir

Samþykktu að veita Bretum enn meiri frest

Nú þegar hefur útgöngu Breta verið frestað tvisvar sinnum áður og mun sú þriðja einungis standa breskum stjórnvöldum til boða að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×