Suarez og Coutinho stilltu sér upp fyrir framan Liverpool merkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2019 13:15 Luis Suárez og Philippe Coutinho fagna saman marki hjá Liverpool. Getty/Andrew Powell Luis Suárez og Philippe Coutinho munu í kvöld reyna að gera sitt til að enda Evrópuævintýri Liverpool í Meistaradeildinni þegar þeir mæta sínum gömlu félögum og á sinn gamla heimavöll. Barcelona mætir á Anfield í kvöld með 3-0 forskot frá því í fyrri leiknum og Liverpool þarf því 4-0 sigur til að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það verður afar erfitt á móti frábæru fótboltaliðið þótt að Evrópukvöld á Anfield séu náttúrulega engu lík. Leikur Liverpool og Barcelona hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30. Þeir Luis Suárez og Philippe Coutinho eru báðir fyrrum leikmenn Liverpool sem félagið seldi fyrir mikinn pening til spænska liðsins. Kapparnir þekkja vel til á Anfield og hér fyrir neðan má sjá þegar Suarez og Coutinho stilltu sér upp fyrir framan Liverpool merkið. Barcelona birti myndina síðan á samfélagsmiðlum sínum.Anfield@LuisSuarez9 & @Phil_Coutinho Let’s do this! pic.twitter.com/AHdH9Tj8ui — FC Barcelona (@FCBarcelona) May 7, 2019Luis Suárez fór frá Liverpool til Barcelona í júlí 2014 fyrir tæpar 65 milljónir punda og Philippe Coutinho fór sömu leið í janúar 2018 fyrir 105 milljónir punda. Barcelona gæti þó endað á því að borga Liverpool 142 milljónir punda fyrir Coutinho. Luis Suárez skoraði 82 mörk í 133 leikjum fyrir Liverpool í öllum keppnum frá 2011 til 2014 þar af 69 mörk í 110 deildarleikjum. Hann hefur síðan skoraði 177 mörk í 246 leikjum fyrir Barcelona. Philippe Coutinho skoraði 54 mörk í 201 leik fyrir Liverpool í öllum keppnum frá 2013 til 2017 þar af 41 mark í 152 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. hann hefur skorað 21 mark í 73 leikjum með Barcelona liðinu. Hér fyrir neðan má einnig sjá myndir af Barcelona liðinu æfa á Anfield. [INSIDE VIEW] The team's first hours in before tonight's big game! #LFCBarça — FC Barcelona (@FCBarcelona) May 7, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Luis Suárez og Philippe Coutinho munu í kvöld reyna að gera sitt til að enda Evrópuævintýri Liverpool í Meistaradeildinni þegar þeir mæta sínum gömlu félögum og á sinn gamla heimavöll. Barcelona mætir á Anfield í kvöld með 3-0 forskot frá því í fyrri leiknum og Liverpool þarf því 4-0 sigur til að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það verður afar erfitt á móti frábæru fótboltaliðið þótt að Evrópukvöld á Anfield séu náttúrulega engu lík. Leikur Liverpool og Barcelona hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30. Þeir Luis Suárez og Philippe Coutinho eru báðir fyrrum leikmenn Liverpool sem félagið seldi fyrir mikinn pening til spænska liðsins. Kapparnir þekkja vel til á Anfield og hér fyrir neðan má sjá þegar Suarez og Coutinho stilltu sér upp fyrir framan Liverpool merkið. Barcelona birti myndina síðan á samfélagsmiðlum sínum.Anfield@LuisSuarez9 & @Phil_Coutinho Let’s do this! pic.twitter.com/AHdH9Tj8ui — FC Barcelona (@FCBarcelona) May 7, 2019Luis Suárez fór frá Liverpool til Barcelona í júlí 2014 fyrir tæpar 65 milljónir punda og Philippe Coutinho fór sömu leið í janúar 2018 fyrir 105 milljónir punda. Barcelona gæti þó endað á því að borga Liverpool 142 milljónir punda fyrir Coutinho. Luis Suárez skoraði 82 mörk í 133 leikjum fyrir Liverpool í öllum keppnum frá 2011 til 2014 þar af 69 mörk í 110 deildarleikjum. Hann hefur síðan skoraði 177 mörk í 246 leikjum fyrir Barcelona. Philippe Coutinho skoraði 54 mörk í 201 leik fyrir Liverpool í öllum keppnum frá 2013 til 2017 þar af 41 mark í 152 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. hann hefur skorað 21 mark í 73 leikjum með Barcelona liðinu. Hér fyrir neðan má einnig sjá myndir af Barcelona liðinu æfa á Anfield. [INSIDE VIEW] The team's first hours in before tonight's big game! #LFCBarça — FC Barcelona (@FCBarcelona) May 7, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira