Íslenski boltinn

Sannkölluð japönsk kurteisi hjá Sindramönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Knattspyrnufólk í Sindra.
Knattspyrnufólk í Sindra. Mynd/Fésbókin/Aðdáendasíða Mfl. Sindra
Hornfirðingar geta verið stoltir af sínum mönnum þrátt fyrir 3-1 tap í fyrsta leik liðsins í 3. deild karla í fótbolta.

Talsvert hefur verið fjallað um fyrirmyndarframkomu japanskra landsliðsmanna og japanskra áhorfenda á stórmótum í knattspyrnu á síðustu árum.

Japanir eru orðnir þekktir fyrir að ganga vel um búningsklefa og áhorfendastúkur á ferðum sínum erlendis.

Þetta hefur orðið heimsfrétt því oftar en ekki þarf starfsfólk að hafa mikið fyrir því að þrífa búningsklefa liða eftir leiki.

Þetta er þannig á Íslandi eins og annars staðar í heiminum en ekki allstaðar. Sum íslensk félög kunna sig betur en önnur.

Sindramenn sýndu þannig sannkallaða japanska kurteisi þegar þeir heimsóttu Sandgerði um helgina.

„Þegar starfsfólk okkar (sjálfboðaliðar) fór inn í gestaklefann að viðureign lokinni blasti þessi sjón við. Til algjörrar fyrirmyndar hjá Sindramönnum og öðrum liðum til eftirbreytni," segir á fésbókarsíðu Reynis úr Sandgerði.

Hér fyrir neðan má sjá þessa flottu kveðju Reynismanna sem kunna gott að meta.



Ingvi Ingólfsson er spilandi þjálfari Sindraliðsins en Jón Guðni Sigurðsson stýrði liðinu af bekknum. Þorlákur Helgi Pálmason er fyrirliði Hornafjarðarliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×