Gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum eftir brunann Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2019 18:45 Íbúar að Sléttuvegi sjö, þar sem eldur kom upp í bílageymslu í gær, gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum. Tíu bílar voru í bílageymslunni og óljóst hvort þeir séu ónýtir en tjónið er umtalsvert. Margir íbúanna sjá fram á erfiðleika með að koma sér á milli staða. Bruninn í bílageymslu fjölbýlishússins að Sléttuvegi 7 í gær hefur sett marga íbúa hússins í nokkuð erfiða stöðu. Húsið er á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands og margir íbúanna hreyfihamlaðir. Mörgum þeirra var brugðið við þegar eldurinn uppgötvaðist enda margir sem reiða sig á sérútbúin ökutæki til þess að komast ferða sinna. „Þarna inni eru fæturnir mínir og það sem ég nota til alls sem ég geri utan íbúðar,“ segir Hilmar Guðmundsson, íbúi í húsinu.Urðuð þið snemma vör við að eldur væri í bílageymslunni? „Já ég stóð við eldhúsgluggann og það var farið að væla í brunaviðvörunarkerfinu og ég stóð við eldhúsgluggann og sá að það steig reykur hérna upp úr lúgu hérna og ég öskraði bara þetta er bílageymslan. Þegar þeir skáru þetta, það var bara hryllingur, það var bara mökkur,“ segir Anna Sigríður Antonsdóttir, sem einnig býr í húsinu.Hilmar Guðmundsson og Anna Sigríður Antonsdóttir, íbúar í húsinuVísir/Stöð2Lögreglan var þá komin á vettvang og slökkvilið rétt ókomið en skamman tíma tók að komast inn. Inni í bílageymslunni voru tíu bílar auk annarra tækja sem hreyfihamlaðir reiða sig á og ljóst að tjónið er mikið. „Tjónið hjá okkur er það að við vitum ekki neitt. nákvæmlega ekki neitt. Ef að bílinn er ónýtur þá tekur það sex til átta mánuði að fá nýja bíl og að eiga við Reykjavíkurborg um að ferðast á meðan, það getur verið snúið. Það er mín reynsla af þeim,“ segir Hilmar.Hvernig hafa viðbrögð húsfélagsins verið eftir brunann í gær? „Engin. Við höfum ekki heyrt í neinum. Ekki húsfélaginu, ekki tryggingunum. Við heyrðum í einum lögreglumanni í gær og þar með er sagan sögð,“ segir Hilmar. Þau segja hljóðið í íbúum hússin dauft enda margir í sömu stöðu. Þær upplýsingar hafa fengist að eldur hafi logað meðal annars í dekkjum í bílageymslunni en íbúar segjast hafa kvartað ítrekað undan rusla- og dótasöfnun í geymslunni. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastsjóri Brynju, húsfélagsVísir/Stöð2Framkvæmdastjóri Brynju húsfélags kannast ekki við að þær kvartanir hafi borist og segir reglur skýrar. „Við munum funda strax í fyrramálið við tryggingafélagið okkar og fara yfir málin og vonandi verðum við með einhver svör þegar að við erum búnir að funda með tryggingafélaginu þannig að við getum upplýst íbúanna sem eiga bílanna í kjallaranum hvernig staðið verður að þeim málum,“ segir Björn Arnar Mangússon, framkvæmdastjóri Brynju húsfélags.Eru tryggingamálin í lagi? „Já tryggingamálin eru í góðu lagi hjá okkur,“ segir Björn. Rannsókn á tildrögum brunans er enn til skoðunar en von er á frumniðurstöðum frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í upphafi vikunnar. Eldurinn logaði í dekkjum innst í bílageymlsunni.Vísir/JóhannK Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar illa settir eftir brunann Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. 22. apríl 2019 12:12 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Sjá meira
Íbúar að Sléttuvegi sjö, þar sem eldur kom upp í bílageymslu í gær, gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum. Tíu bílar voru í bílageymslunni og óljóst hvort þeir séu ónýtir en tjónið er umtalsvert. Margir íbúanna sjá fram á erfiðleika með að koma sér á milli staða. Bruninn í bílageymslu fjölbýlishússins að Sléttuvegi 7 í gær hefur sett marga íbúa hússins í nokkuð erfiða stöðu. Húsið er á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands og margir íbúanna hreyfihamlaðir. Mörgum þeirra var brugðið við þegar eldurinn uppgötvaðist enda margir sem reiða sig á sérútbúin ökutæki til þess að komast ferða sinna. „Þarna inni eru fæturnir mínir og það sem ég nota til alls sem ég geri utan íbúðar,“ segir Hilmar Guðmundsson, íbúi í húsinu.Urðuð þið snemma vör við að eldur væri í bílageymslunni? „Já ég stóð við eldhúsgluggann og það var farið að væla í brunaviðvörunarkerfinu og ég stóð við eldhúsgluggann og sá að það steig reykur hérna upp úr lúgu hérna og ég öskraði bara þetta er bílageymslan. Þegar þeir skáru þetta, það var bara hryllingur, það var bara mökkur,“ segir Anna Sigríður Antonsdóttir, sem einnig býr í húsinu.Hilmar Guðmundsson og Anna Sigríður Antonsdóttir, íbúar í húsinuVísir/Stöð2Lögreglan var þá komin á vettvang og slökkvilið rétt ókomið en skamman tíma tók að komast inn. Inni í bílageymslunni voru tíu bílar auk annarra tækja sem hreyfihamlaðir reiða sig á og ljóst að tjónið er mikið. „Tjónið hjá okkur er það að við vitum ekki neitt. nákvæmlega ekki neitt. Ef að bílinn er ónýtur þá tekur það sex til átta mánuði að fá nýja bíl og að eiga við Reykjavíkurborg um að ferðast á meðan, það getur verið snúið. Það er mín reynsla af þeim,“ segir Hilmar.Hvernig hafa viðbrögð húsfélagsins verið eftir brunann í gær? „Engin. Við höfum ekki heyrt í neinum. Ekki húsfélaginu, ekki tryggingunum. Við heyrðum í einum lögreglumanni í gær og þar með er sagan sögð,“ segir Hilmar. Þau segja hljóðið í íbúum hússin dauft enda margir í sömu stöðu. Þær upplýsingar hafa fengist að eldur hafi logað meðal annars í dekkjum í bílageymslunni en íbúar segjast hafa kvartað ítrekað undan rusla- og dótasöfnun í geymslunni. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastsjóri Brynju, húsfélagsVísir/Stöð2Framkvæmdastjóri Brynju húsfélags kannast ekki við að þær kvartanir hafi borist og segir reglur skýrar. „Við munum funda strax í fyrramálið við tryggingafélagið okkar og fara yfir málin og vonandi verðum við með einhver svör þegar að við erum búnir að funda með tryggingafélaginu þannig að við getum upplýst íbúanna sem eiga bílanna í kjallaranum hvernig staðið verður að þeim málum,“ segir Björn Arnar Mangússon, framkvæmdastjóri Brynju húsfélags.Eru tryggingamálin í lagi? „Já tryggingamálin eru í góðu lagi hjá okkur,“ segir Björn. Rannsókn á tildrögum brunans er enn til skoðunar en von er á frumniðurstöðum frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í upphafi vikunnar. Eldurinn logaði í dekkjum innst í bílageymlsunni.Vísir/JóhannK
Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar illa settir eftir brunann Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. 22. apríl 2019 12:12 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Sjá meira
Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10