Ragnar Sigurðsson var með fyrirliðabandið hjá Rostov sem vann 2-1 sigur á Orenburg í 1. umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Ragnar lék allan leikinn í vörn Rostov sem var 2-0 yfir í hálfleik. Eldor Shomurodov kom heimamönnum yfir á 11. mínútu eftir sendingu frá Aleksey Ionov. Sá síðarnefndi skoraði svo annað mark Rostov þremur mínútum fyrir hálfleik.
Orenburg minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks en nær komust gestirnir ekki.
Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á sem varamaður hjá Rostov á 82. mínútu.
Rostov endaði í 9. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Ragnar fyrirliði og Rostov byrjaði tímabilið með sigri
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn