Bakari fyrir smið Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 13. júlí 2019 10:00 Útlendingamálin eru viðkvæmt umræðuefni. Nóg er að horfa til Norðurlandanna til þess að sjá hvað þessi málaflokkur getur hleypt mikilli hörku í stjórnmálin. Það er því ástæða til að vanda okkur, bæði í stefnumótun í þessum málum og ekki síður í því hvernig við tölum um þau. Mér finnst mjög miður að verða vitni að árásum sem hafa dunið á Útlendingastofnun að undanförnu. Fullyrt er fullum fetum að fólkið sem þar vinnur sé uppfullt af mannvonsku og illgirni, að það sé starfsfólkið sem í andstyggð sinni rekur fólk úr landi, allt eftir því hvernig liggur á því. Starfsfólk Útlendingastofnunar er venjulegt fólk, svona eins og þú og ég. Verkefni þess er að afgreiða mál í samræmi við lög og reglur og á því hvílir því þung ábyrgð. En ef okkur finnst afgreiðsla þeirra ómanneskjuleg þá er það vegna þess að lögin og reglurnar eru ómanneskjuleg. Það að persónugera umræðuna í embættismönnum er mjög rangt, við eigum að beina umræðunni að stjórnmálamönnunum sem ákveða lögin og reglurnar sem gilda um málaflokkinn. Varla erum við þeirrar skoðunar að embættismenn Útlendingastofnunar eigi að vinna eftir einhverju öðru en lögum og reglum? Við ættum síðan að ræða meira um hvernig við tökum á móti flóttamönnum, einkum börnum. Við erum rík þjóð og við hljótum að geta tryggt að þeir flóttamenn sem hingað koma fái góðan stuðning og að börn þeirra eigi sömu möguleika á að leita sér hamingju eins og þau sem af íslensku bergi eru brotin. Það er nefnilega of fátt fólk í þessu stóra landi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Útlendingamálin eru viðkvæmt umræðuefni. Nóg er að horfa til Norðurlandanna til þess að sjá hvað þessi málaflokkur getur hleypt mikilli hörku í stjórnmálin. Það er því ástæða til að vanda okkur, bæði í stefnumótun í þessum málum og ekki síður í því hvernig við tölum um þau. Mér finnst mjög miður að verða vitni að árásum sem hafa dunið á Útlendingastofnun að undanförnu. Fullyrt er fullum fetum að fólkið sem þar vinnur sé uppfullt af mannvonsku og illgirni, að það sé starfsfólkið sem í andstyggð sinni rekur fólk úr landi, allt eftir því hvernig liggur á því. Starfsfólk Útlendingastofnunar er venjulegt fólk, svona eins og þú og ég. Verkefni þess er að afgreiða mál í samræmi við lög og reglur og á því hvílir því þung ábyrgð. En ef okkur finnst afgreiðsla þeirra ómanneskjuleg þá er það vegna þess að lögin og reglurnar eru ómanneskjuleg. Það að persónugera umræðuna í embættismönnum er mjög rangt, við eigum að beina umræðunni að stjórnmálamönnunum sem ákveða lögin og reglurnar sem gilda um málaflokkinn. Varla erum við þeirrar skoðunar að embættismenn Útlendingastofnunar eigi að vinna eftir einhverju öðru en lögum og reglum? Við ættum síðan að ræða meira um hvernig við tökum á móti flóttamönnum, einkum börnum. Við erum rík þjóð og við hljótum að geta tryggt að þeir flóttamenn sem hingað koma fái góðan stuðning og að börn þeirra eigi sömu möguleika á að leita sér hamingju eins og þau sem af íslensku bergi eru brotin. Það er nefnilega of fátt fólk í þessu stóra landi okkar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar