Foreldrar óttast um öryggi barna vegna tveggja bruna á skömmum tíma: „Við ætlum ekki að búa við þetta“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. maí 2019 19:00 Foreldrar barna í Seljaskóla í Breiðholti eru áhyggjufullir yfir því að kviknað hafi í skólanum í nótt, í annað sinn á mjög skömmum tíma. Skólastjórinn deilir áhyggjum foreldra og segir brýnt að komast til botns í málinu. Tíu kennslustofur skemmdust í brunanum í nótt og þurfa um 250 nemendur að mæta annað en í sínar bekkjarstofur það sem eftir er skólaársins. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út um klukkan hálf eitt í nótt eftir að mikill eldur kom upp í þaki skólans. Aðstæður til slökkvistarfsins voru heldur erfiðar og tók langan tíma að slökkva eldinn. Þakið á húsinu féll á fimmta tímanum og var þá hafist handa við að tína klæðinguna af þakinu þannig að hægt væri að slökkva í glæðum. Slökkvistarfi lauk klukkan tólf í hádeginu og var vettvangur færður lögreglu til rannsóknar sem vinnu nú að því að leiða eldsupptökin í ljós. Eldurinn kom upp íálmu þar sem sjö kennslustofur og þrír stórir salir eru. Þar eru kennslurými fyrir um 250 börn. Eldurinn fór ekki inn í stofurnar þar sem þakplatan var steypt en þangað lak mikið vatn. „Skemmtir af völdum vatns og reyks eru gríðarlegar og ég held að það sé lagt þar til við getum verið að kenna þar. Þetta er gríðarlegt innbústjón. Það eru námsgögn og tölvur og er allt undirlagt vatni,“ segir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskjóla. Tjónið hlaupi líklega á tugum milljóna. Búið er að aflýsa skólastarfi á morgun. Þá verður ekki hægt að kenna í þessum hluta skólans á næstunni en Magnús segir að góðir grannar hafi boðið fram pláss til kennslu, til dæmis kirkjan og íþróttafélagið. Þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í skólanum. Það gerðist einnig í mars en þá hafði eldurinn kviknað út frá rafmagni. Magnús segir of snemmt að segja til um hvort það sama eigi við núna en það verði að komast til botns í málinu. „Það skiptir öllu máli fyrir vinnustað með 670 börnum að hér verði öllum steinum snúið við til þess að það sé á hreinu hvað er. Við ætlum ekki að búa við þetta,“ segir Magnús Þór. Foreldrar séu áhyggjufullir. „Við skiljum það að fólk hrökkvi við þegar kviknar aftur í. Ég fullvissa fólk um það að við deildum þessu öllu. Við erum búin að vera funda hér í allan dag og kjarninn er alltaf þessi, að hér verði allt eins og það á að vera,“ segir Magnús Þór. Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Foreldrar barna í Seljaskóla í Breiðholti eru áhyggjufullir yfir því að kviknað hafi í skólanum í nótt, í annað sinn á mjög skömmum tíma. Skólastjórinn deilir áhyggjum foreldra og segir brýnt að komast til botns í málinu. Tíu kennslustofur skemmdust í brunanum í nótt og þurfa um 250 nemendur að mæta annað en í sínar bekkjarstofur það sem eftir er skólaársins. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út um klukkan hálf eitt í nótt eftir að mikill eldur kom upp í þaki skólans. Aðstæður til slökkvistarfsins voru heldur erfiðar og tók langan tíma að slökkva eldinn. Þakið á húsinu féll á fimmta tímanum og var þá hafist handa við að tína klæðinguna af þakinu þannig að hægt væri að slökkva í glæðum. Slökkvistarfi lauk klukkan tólf í hádeginu og var vettvangur færður lögreglu til rannsóknar sem vinnu nú að því að leiða eldsupptökin í ljós. Eldurinn kom upp íálmu þar sem sjö kennslustofur og þrír stórir salir eru. Þar eru kennslurými fyrir um 250 börn. Eldurinn fór ekki inn í stofurnar þar sem þakplatan var steypt en þangað lak mikið vatn. „Skemmtir af völdum vatns og reyks eru gríðarlegar og ég held að það sé lagt þar til við getum verið að kenna þar. Þetta er gríðarlegt innbústjón. Það eru námsgögn og tölvur og er allt undirlagt vatni,“ segir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskjóla. Tjónið hlaupi líklega á tugum milljóna. Búið er að aflýsa skólastarfi á morgun. Þá verður ekki hægt að kenna í þessum hluta skólans á næstunni en Magnús segir að góðir grannar hafi boðið fram pláss til kennslu, til dæmis kirkjan og íþróttafélagið. Þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í skólanum. Það gerðist einnig í mars en þá hafði eldurinn kviknað út frá rafmagni. Magnús segir of snemmt að segja til um hvort það sama eigi við núna en það verði að komast til botns í málinu. „Það skiptir öllu máli fyrir vinnustað með 670 börnum að hér verði öllum steinum snúið við til þess að það sé á hreinu hvað er. Við ætlum ekki að búa við þetta,“ segir Magnús Þór. Foreldrar séu áhyggjufullir. „Við skiljum það að fólk hrökkvi við þegar kviknar aftur í. Ég fullvissa fólk um það að við deildum þessu öllu. Við erum búin að vera funda hér í allan dag og kjarninn er alltaf þessi, að hér verði allt eins og það á að vera,“ segir Magnús Þór.
Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira