Aukið vægi sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins Elías Jónatansson skrifar 12. maí 2019 08:56 Aðild að Frjálsa lífeyrissjóðnum er eins og nafn sjóðsins bendir til, frjálst val sjóðfélaga. Mikill sveigjanleiki er líka í aðild þar sem sjóðfélagar hafa mikið val um það hversu mikill hluti skyldusparnaðar fer í séreign. Þannig getur erfanleg séreign skylduiðgjalda orðið allt að 78% eftir því hvaða leið sjóðfélaginn velur. Sjóðfélagi hefur líka mikinn sveiganleika þegar kemur að útgreiðslu. Sjóðfélagar Frjálsa hafa þannig mun meira valfrelsi en gengur og gerist í öðrum lífeyrissjóðum á Íslandi.Góð ávöxtun – traust sjóðfélaga Ávöxtun sjóðsins síðustu 12 mánuði hefur verið góð. Þannig er ávöxtun Frjálsa 1 sem lang flestir sjóðfélagar hafa valið um 14,1%. Mikilvægast er þó að vel takist til við langtímaávöxtun enda fara lífeyrissjóðir með ævisparnað einstaklinga. Síðastliðin 15 ár hefur ávöxtun leiða sjóðsins verið 8,4 til 8,7%, en raunáxöxtun verið 3,5 til 3,8%. Sjóðfélagar Frjálsa eru um 60 þúsund að tölu og hefur sjóðurinn um 267 milljarða eignir til ávöxtunar. Sjóðurinn hefur vaxið hlutfallslega talsvert meira en lífeyrissjóðskerfið í heild, mörg undanfarin ár, sem sýnir kannski best traust sjóðfélaga á sjóðnum. Nánari upplýsingar um ávöxtun til lengri og skemmri tíma má skoða á vef sjóðsins.Aukið sjálfstæði Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur frá upphafi útvistað nánast allri starfsemi sinni til eins rekstraraðila hverju sinni. Breyting hefur nú þegar verið gerð á því fyrirkomulagi þannig að framkvæmdastjóri sjóðsins er nú ráðinn af stjórn sjóðsins og er því óháður rekstraraðila. Ákveðið hefur verið að Innri endurskoðun sjóðsins verði jafnframt í höndum annars óháðs aðila, en rekstraraðili hefur hingað til haft innri endurskoðun sjóðsins með höndum. Þetta eru breytingar sem stjórn sjóðsins er sammála um að auki skilvirkni í stjórnun og eftirliti með starfsemi sjóðsins.Sjóðfélagarnir ráða för Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur ekki alltaf haft rekstrarsamning við sama rekstraraðilann, en sjóðurinn er núna með rekstrarsamning við Arion banka. Það er hinsvegar mikilvægt að hafa í huga að sjóðfélagar geti tekið um það ákvörðun hvaða rekstraraðila samið er við. Þess vegna er það hluti af þeirri breytingartillögu við samþykktir sem stjórn leggur fyrir ársfund að slíka breytingu þurfi að bera undir sjóðfélaga. Tillagan þarf þá að hljóta 2/3 hluta greiddra atkvæða til að hljóta samþykki, líkt og gildir um samþykktarbreytingar almennt. Þetta er mikilvægt atriði til að skapa festu í rekstri sjóðsins, en tryggja á sama tíma að rekstraraðili leggi sig fram um að ná sem bestum árangri í rekstri og ávöxtun eigna sjóðsins. Það hlýtur að vera afar mikilvægt að ákvörðun um svo veigamiklar breytingar sem útvistun á rekstri sjóðsins er, séu teknar í samráði við sjóðfélaga fremur en með einföldum meirihluta stjórnar. Rekstraraðili mun ekki skipa neinn stjórnarmann frá og með ársfundi á morgun, en þá verður kosið um þá 5 stjórnarmenn af 7 sem ekki var kosið um á síðasta ársfundi. Undirritaður gefur kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn til næstu þriggja ára. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á ársfundinn, sem haldinn verður í aðalfundarsal Arion banka að Borgartúni 19, mánudaginn 13. maí kl. 17:15.Höfundur er í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins og gefur kost á sér til stjórnarkjörs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Aðild að Frjálsa lífeyrissjóðnum er eins og nafn sjóðsins bendir til, frjálst val sjóðfélaga. Mikill sveigjanleiki er líka í aðild þar sem sjóðfélagar hafa mikið val um það hversu mikill hluti skyldusparnaðar fer í séreign. Þannig getur erfanleg séreign skylduiðgjalda orðið allt að 78% eftir því hvaða leið sjóðfélaginn velur. Sjóðfélagi hefur líka mikinn sveiganleika þegar kemur að útgreiðslu. Sjóðfélagar Frjálsa hafa þannig mun meira valfrelsi en gengur og gerist í öðrum lífeyrissjóðum á Íslandi.Góð ávöxtun – traust sjóðfélaga Ávöxtun sjóðsins síðustu 12 mánuði hefur verið góð. Þannig er ávöxtun Frjálsa 1 sem lang flestir sjóðfélagar hafa valið um 14,1%. Mikilvægast er þó að vel takist til við langtímaávöxtun enda fara lífeyrissjóðir með ævisparnað einstaklinga. Síðastliðin 15 ár hefur ávöxtun leiða sjóðsins verið 8,4 til 8,7%, en raunáxöxtun verið 3,5 til 3,8%. Sjóðfélagar Frjálsa eru um 60 þúsund að tölu og hefur sjóðurinn um 267 milljarða eignir til ávöxtunar. Sjóðurinn hefur vaxið hlutfallslega talsvert meira en lífeyrissjóðskerfið í heild, mörg undanfarin ár, sem sýnir kannski best traust sjóðfélaga á sjóðnum. Nánari upplýsingar um ávöxtun til lengri og skemmri tíma má skoða á vef sjóðsins.Aukið sjálfstæði Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur frá upphafi útvistað nánast allri starfsemi sinni til eins rekstraraðila hverju sinni. Breyting hefur nú þegar verið gerð á því fyrirkomulagi þannig að framkvæmdastjóri sjóðsins er nú ráðinn af stjórn sjóðsins og er því óháður rekstraraðila. Ákveðið hefur verið að Innri endurskoðun sjóðsins verði jafnframt í höndum annars óháðs aðila, en rekstraraðili hefur hingað til haft innri endurskoðun sjóðsins með höndum. Þetta eru breytingar sem stjórn sjóðsins er sammála um að auki skilvirkni í stjórnun og eftirliti með starfsemi sjóðsins.Sjóðfélagarnir ráða för Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur ekki alltaf haft rekstrarsamning við sama rekstraraðilann, en sjóðurinn er núna með rekstrarsamning við Arion banka. Það er hinsvegar mikilvægt að hafa í huga að sjóðfélagar geti tekið um það ákvörðun hvaða rekstraraðila samið er við. Þess vegna er það hluti af þeirri breytingartillögu við samþykktir sem stjórn leggur fyrir ársfund að slíka breytingu þurfi að bera undir sjóðfélaga. Tillagan þarf þá að hljóta 2/3 hluta greiddra atkvæða til að hljóta samþykki, líkt og gildir um samþykktarbreytingar almennt. Þetta er mikilvægt atriði til að skapa festu í rekstri sjóðsins, en tryggja á sama tíma að rekstraraðili leggi sig fram um að ná sem bestum árangri í rekstri og ávöxtun eigna sjóðsins. Það hlýtur að vera afar mikilvægt að ákvörðun um svo veigamiklar breytingar sem útvistun á rekstri sjóðsins er, séu teknar í samráði við sjóðfélaga fremur en með einföldum meirihluta stjórnar. Rekstraraðili mun ekki skipa neinn stjórnarmann frá og með ársfundi á morgun, en þá verður kosið um þá 5 stjórnarmenn af 7 sem ekki var kosið um á síðasta ársfundi. Undirritaður gefur kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn til næstu þriggja ára. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á ársfundinn, sem haldinn verður í aðalfundarsal Arion banka að Borgartúni 19, mánudaginn 13. maí kl. 17:15.Höfundur er í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins og gefur kost á sér til stjórnarkjörs.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun