Aukið vægi sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins Elías Jónatansson skrifar 12. maí 2019 08:56 Aðild að Frjálsa lífeyrissjóðnum er eins og nafn sjóðsins bendir til, frjálst val sjóðfélaga. Mikill sveigjanleiki er líka í aðild þar sem sjóðfélagar hafa mikið val um það hversu mikill hluti skyldusparnaðar fer í séreign. Þannig getur erfanleg séreign skylduiðgjalda orðið allt að 78% eftir því hvaða leið sjóðfélaginn velur. Sjóðfélagi hefur líka mikinn sveiganleika þegar kemur að útgreiðslu. Sjóðfélagar Frjálsa hafa þannig mun meira valfrelsi en gengur og gerist í öðrum lífeyrissjóðum á Íslandi.Góð ávöxtun – traust sjóðfélaga Ávöxtun sjóðsins síðustu 12 mánuði hefur verið góð. Þannig er ávöxtun Frjálsa 1 sem lang flestir sjóðfélagar hafa valið um 14,1%. Mikilvægast er þó að vel takist til við langtímaávöxtun enda fara lífeyrissjóðir með ævisparnað einstaklinga. Síðastliðin 15 ár hefur ávöxtun leiða sjóðsins verið 8,4 til 8,7%, en raunáxöxtun verið 3,5 til 3,8%. Sjóðfélagar Frjálsa eru um 60 þúsund að tölu og hefur sjóðurinn um 267 milljarða eignir til ávöxtunar. Sjóðurinn hefur vaxið hlutfallslega talsvert meira en lífeyrissjóðskerfið í heild, mörg undanfarin ár, sem sýnir kannski best traust sjóðfélaga á sjóðnum. Nánari upplýsingar um ávöxtun til lengri og skemmri tíma má skoða á vef sjóðsins.Aukið sjálfstæði Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur frá upphafi útvistað nánast allri starfsemi sinni til eins rekstraraðila hverju sinni. Breyting hefur nú þegar verið gerð á því fyrirkomulagi þannig að framkvæmdastjóri sjóðsins er nú ráðinn af stjórn sjóðsins og er því óháður rekstraraðila. Ákveðið hefur verið að Innri endurskoðun sjóðsins verði jafnframt í höndum annars óháðs aðila, en rekstraraðili hefur hingað til haft innri endurskoðun sjóðsins með höndum. Þetta eru breytingar sem stjórn sjóðsins er sammála um að auki skilvirkni í stjórnun og eftirliti með starfsemi sjóðsins.Sjóðfélagarnir ráða för Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur ekki alltaf haft rekstrarsamning við sama rekstraraðilann, en sjóðurinn er núna með rekstrarsamning við Arion banka. Það er hinsvegar mikilvægt að hafa í huga að sjóðfélagar geti tekið um það ákvörðun hvaða rekstraraðila samið er við. Þess vegna er það hluti af þeirri breytingartillögu við samþykktir sem stjórn leggur fyrir ársfund að slíka breytingu þurfi að bera undir sjóðfélaga. Tillagan þarf þá að hljóta 2/3 hluta greiddra atkvæða til að hljóta samþykki, líkt og gildir um samþykktarbreytingar almennt. Þetta er mikilvægt atriði til að skapa festu í rekstri sjóðsins, en tryggja á sama tíma að rekstraraðili leggi sig fram um að ná sem bestum árangri í rekstri og ávöxtun eigna sjóðsins. Það hlýtur að vera afar mikilvægt að ákvörðun um svo veigamiklar breytingar sem útvistun á rekstri sjóðsins er, séu teknar í samráði við sjóðfélaga fremur en með einföldum meirihluta stjórnar. Rekstraraðili mun ekki skipa neinn stjórnarmann frá og með ársfundi á morgun, en þá verður kosið um þá 5 stjórnarmenn af 7 sem ekki var kosið um á síðasta ársfundi. Undirritaður gefur kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn til næstu þriggja ára. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á ársfundinn, sem haldinn verður í aðalfundarsal Arion banka að Borgartúni 19, mánudaginn 13. maí kl. 17:15.Höfundur er í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins og gefur kost á sér til stjórnarkjörs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Aðild að Frjálsa lífeyrissjóðnum er eins og nafn sjóðsins bendir til, frjálst val sjóðfélaga. Mikill sveigjanleiki er líka í aðild þar sem sjóðfélagar hafa mikið val um það hversu mikill hluti skyldusparnaðar fer í séreign. Þannig getur erfanleg séreign skylduiðgjalda orðið allt að 78% eftir því hvaða leið sjóðfélaginn velur. Sjóðfélagi hefur líka mikinn sveiganleika þegar kemur að útgreiðslu. Sjóðfélagar Frjálsa hafa þannig mun meira valfrelsi en gengur og gerist í öðrum lífeyrissjóðum á Íslandi.Góð ávöxtun – traust sjóðfélaga Ávöxtun sjóðsins síðustu 12 mánuði hefur verið góð. Þannig er ávöxtun Frjálsa 1 sem lang flestir sjóðfélagar hafa valið um 14,1%. Mikilvægast er þó að vel takist til við langtímaávöxtun enda fara lífeyrissjóðir með ævisparnað einstaklinga. Síðastliðin 15 ár hefur ávöxtun leiða sjóðsins verið 8,4 til 8,7%, en raunáxöxtun verið 3,5 til 3,8%. Sjóðfélagar Frjálsa eru um 60 þúsund að tölu og hefur sjóðurinn um 267 milljarða eignir til ávöxtunar. Sjóðurinn hefur vaxið hlutfallslega talsvert meira en lífeyrissjóðskerfið í heild, mörg undanfarin ár, sem sýnir kannski best traust sjóðfélaga á sjóðnum. Nánari upplýsingar um ávöxtun til lengri og skemmri tíma má skoða á vef sjóðsins.Aukið sjálfstæði Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur frá upphafi útvistað nánast allri starfsemi sinni til eins rekstraraðila hverju sinni. Breyting hefur nú þegar verið gerð á því fyrirkomulagi þannig að framkvæmdastjóri sjóðsins er nú ráðinn af stjórn sjóðsins og er því óháður rekstraraðila. Ákveðið hefur verið að Innri endurskoðun sjóðsins verði jafnframt í höndum annars óháðs aðila, en rekstraraðili hefur hingað til haft innri endurskoðun sjóðsins með höndum. Þetta eru breytingar sem stjórn sjóðsins er sammála um að auki skilvirkni í stjórnun og eftirliti með starfsemi sjóðsins.Sjóðfélagarnir ráða för Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur ekki alltaf haft rekstrarsamning við sama rekstraraðilann, en sjóðurinn er núna með rekstrarsamning við Arion banka. Það er hinsvegar mikilvægt að hafa í huga að sjóðfélagar geti tekið um það ákvörðun hvaða rekstraraðila samið er við. Þess vegna er það hluti af þeirri breytingartillögu við samþykktir sem stjórn leggur fyrir ársfund að slíka breytingu þurfi að bera undir sjóðfélaga. Tillagan þarf þá að hljóta 2/3 hluta greiddra atkvæða til að hljóta samþykki, líkt og gildir um samþykktarbreytingar almennt. Þetta er mikilvægt atriði til að skapa festu í rekstri sjóðsins, en tryggja á sama tíma að rekstraraðili leggi sig fram um að ná sem bestum árangri í rekstri og ávöxtun eigna sjóðsins. Það hlýtur að vera afar mikilvægt að ákvörðun um svo veigamiklar breytingar sem útvistun á rekstri sjóðsins er, séu teknar í samráði við sjóðfélaga fremur en með einföldum meirihluta stjórnar. Rekstraraðili mun ekki skipa neinn stjórnarmann frá og með ársfundi á morgun, en þá verður kosið um þá 5 stjórnarmenn af 7 sem ekki var kosið um á síðasta ársfundi. Undirritaður gefur kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn til næstu þriggja ára. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á ársfundinn, sem haldinn verður í aðalfundarsal Arion banka að Borgartúni 19, mánudaginn 13. maí kl. 17:15.Höfundur er í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins og gefur kost á sér til stjórnarkjörs.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun