Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. maí 2019 11:45 Þjófapar hefur herjað á ferðamenn við Gullfoss og Geysi að undanförnu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. Ferðamenn sem sótt hafa náttúruperlurnar við Geysi og Gullfoss hafa orðið fyrir barðinu á þjófagengi og segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að fjölmörg mál hafi verið tilkynnt til lögreglu á undanförnum dögum. „Þetta eru fjögur eða fimm tilfelli sem hafa verið tilkynnt til okkar og það er nú aðallega verið að stela gjaldeyri það sem svona munstrið sem við erum að sjá í þessu, það er verið að ná í peninga,“ segir Sveinn Kristján og bætir við að fólkið hafa notað þá aðferð að seilast í vasa ferðamanna á svæðinu. „Já í rauninni. Þau virðast sækja veski og týna úr þeim gjaldeyri og skilja allt annað eftir,“ segir Sveinn. Eftir að tilkynningar um parið tóku að berast fór lögregla að fylgjast með ferðum þeirra en þau voru svo handtekin vegna málsins.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2„Við höfum svo sem verið að fylgjast með þeim. Bæði sent einkennisklædda og óeinkennisklædda lögreglumenn inn á svæðið til þess að fylgjast með þeim og við handtókum þau nú, ætli það sé ekki hálfur mánuður síðan, þá voru þau með töluvert af gjaldeyri á sér,“ segir Sveinn. Fólkið kom hingað til lands sem ferðamenn. Sveinn segir fólkið hafa náð töluverðum fjárhæðum af fólki þegar öll málin eru tekin saman. „Þetta eru einhverjir, jú sjálfsagt einhverjir hundrað þúsund kallar,“ segir Sveinn.Er búið að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig? „Nei, það er ekki. En við reynum að fylgjast með eins og við getum og starfsfólk á þessu svæði upplýst,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. Ferðamenn sem sótt hafa náttúruperlurnar við Geysi og Gullfoss hafa orðið fyrir barðinu á þjófagengi og segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að fjölmörg mál hafi verið tilkynnt til lögreglu á undanförnum dögum. „Þetta eru fjögur eða fimm tilfelli sem hafa verið tilkynnt til okkar og það er nú aðallega verið að stela gjaldeyri það sem svona munstrið sem við erum að sjá í þessu, það er verið að ná í peninga,“ segir Sveinn Kristján og bætir við að fólkið hafa notað þá aðferð að seilast í vasa ferðamanna á svæðinu. „Já í rauninni. Þau virðast sækja veski og týna úr þeim gjaldeyri og skilja allt annað eftir,“ segir Sveinn. Eftir að tilkynningar um parið tóku að berast fór lögregla að fylgjast með ferðum þeirra en þau voru svo handtekin vegna málsins.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2„Við höfum svo sem verið að fylgjast með þeim. Bæði sent einkennisklædda og óeinkennisklædda lögreglumenn inn á svæðið til þess að fylgjast með þeim og við handtókum þau nú, ætli það sé ekki hálfur mánuður síðan, þá voru þau með töluvert af gjaldeyri á sér,“ segir Sveinn. Fólkið kom hingað til lands sem ferðamenn. Sveinn segir fólkið hafa náð töluverðum fjárhæðum af fólki þegar öll málin eru tekin saman. „Þetta eru einhverjir, jú sjálfsagt einhverjir hundrað þúsund kallar,“ segir Sveinn.Er búið að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig? „Nei, það er ekki. En við reynum að fylgjast með eins og við getum og starfsfólk á þessu svæði upplýst,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira