Góð byrjun hjá Ólafíu á Opna bandaríska Ísak Jasonarson skrifar 31. maí 2019 06:30 Opna bandaríska 2019 er sjöunda risamótið sem Ólafía keppir á. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Opna bandaríska mótinu á 71 höggi eða á parinu og er jöfn í 25. sæti af 156 keppendum. Ólafía, sem hóf leik á 10. teig í dag, fékk sinn fyrsta fugl á 12. holu og var þá komin á högg undir par. Á næstu níu holum fékk Ólafía þrjá skolla og var því á 2 höggum yfir pari þegar sex holur voru eftir af hringnum. Við tók flottur kafli þar sem Ólafía fékk þrjá fugla á móti einum skolla og því var niðurstaðan 71 högg. Ólafía er sem fyrr segir jöfn í 25. sæti í mótinu en leikið er á hinum erfiða Charleston velli í Suður-Karólínu. Hin japanska Mamiko Higa er í forystu í mótinu á 6 höggum undir pari. Hringurinn hennar var sá besti hjá nýliða í sögu mótsins. Higa er höggi á undan Þjóðverjanum Esther Henseleit sem er önnur. Sigurvegari síðasta árs, Ariya Jutanugarn, lék fyrsta hring mótsins á höggi yfir pari og er jöfn í 42. sæti. Annar hringur mótsins fer fram á morgun, föstudag, og komast um 60 efstu kylfingarnir áfram að honum loknum. Vísir var með beina textalýsingu frá fyrsta hring mótsins. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Opna bandaríska mótinu á 71 höggi eða á parinu og er jöfn í 25. sæti af 156 keppendum. Ólafía, sem hóf leik á 10. teig í dag, fékk sinn fyrsta fugl á 12. holu og var þá komin á högg undir par. Á næstu níu holum fékk Ólafía þrjá skolla og var því á 2 höggum yfir pari þegar sex holur voru eftir af hringnum. Við tók flottur kafli þar sem Ólafía fékk þrjá fugla á móti einum skolla og því var niðurstaðan 71 högg. Ólafía er sem fyrr segir jöfn í 25. sæti í mótinu en leikið er á hinum erfiða Charleston velli í Suður-Karólínu. Hin japanska Mamiko Higa er í forystu í mótinu á 6 höggum undir pari. Hringurinn hennar var sá besti hjá nýliða í sögu mótsins. Higa er höggi á undan Þjóðverjanum Esther Henseleit sem er önnur. Sigurvegari síðasta árs, Ariya Jutanugarn, lék fyrsta hring mótsins á höggi yfir pari og er jöfn í 42. sæti. Annar hringur mótsins fer fram á morgun, föstudag, og komast um 60 efstu kylfingarnir áfram að honum loknum. Vísir var með beina textalýsingu frá fyrsta hring mótsins. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti