Gagnrýnendur hafa skemmt sér konunglega við að rífa í sig nýjustu mynd John Travolta og Fred Durst Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2019 20:52 John Travolta leikur aðalhlutverkið en frammistaða hans er sögð afar misheppnuð. IMDB Gagnrýnendur hafa skemmt sér konunglega við að rífa í sig nýjustu mynd stórleikarans John Travolta, The Fanatic. Leikstjóri myndarinnar er Fred Durst sem er án efa þekktari fyrir hæfileika sína á sviði tónlistar en hann er leiðtogi þungarokkshljómsveitarinnar Limp Bizkit. Travolta hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin misseri. Síðasta mynd hans Gotti þótti afleit og þá hefur hann sjálfur fengið nokkra útreið fyrir klaufagang í sínu eigin lífi, sérstaklega þegar hann ruglaðist á draglistamanninum Jade Jolie og söngkonunni Taylor Swift á myndbandaverðlaunum MTV fyrir skemmstu.John Travolta og Fred Durst á frumsýningu myndarinnar.Vísir/GettyGagnrýnandinn Brian Tallerico ritar gagnrýninn á vefinn Rogerebert.com en hann gefur myndinni enga stjörnu, en það er í fyrsta skipti sem það gerist á þeim vef. „The Fanatic hatar aðdáendur. Hún hatar leikara, ferðamenn, verslunareigendur og þjóna. Hún hatar virkilega einhverfa og hún hatar þig. Þetta er mynd sem gengur út frá því að þú sér fáviti,“ skrifar Tallerico. Í myndinni leikur Travolta einhverfan mann að nafni Moose. Hann hefur þráhyggju fyrir hryllingsmyndum en sú þráhyggja leiðar hann á mikla ógæfubraut þar sem hann endar á að ofsækja uppáhaldsleikarann sinn. Bæði gagnrýnendur The Wrap og Variety segja persónu Travolta óskiljanlega í þessari mynd og að hún geri lítið úr einhverfum. Mynd sé svo illskiljanleg að útkoman sé nánast sprenghlægileg. Fred Durst er sem fyrr segir leikstjóri myndarinnar ásamt því að skrifa handritið og framleiða myndina. Á hann að baki myndina The Education of Charlie Banks frá árinu 2007 sem þótt ágæt. Saga þessarar myndar er sögð byggja á raunverulegu atburðum úr lífi Fred Durst. „Þessi mynd er svo vandræðalega ýkt að manni líður eins og Durst og Travolta hafi verið að fíflast yfir eina helgi og voru fyrir tilviljun með myndavél á sér,“ skrifar gagnrýnandi LA Times. Hollywood Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Gagnrýnendur hafa skemmt sér konunglega við að rífa í sig nýjustu mynd stórleikarans John Travolta, The Fanatic. Leikstjóri myndarinnar er Fred Durst sem er án efa þekktari fyrir hæfileika sína á sviði tónlistar en hann er leiðtogi þungarokkshljómsveitarinnar Limp Bizkit. Travolta hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin misseri. Síðasta mynd hans Gotti þótti afleit og þá hefur hann sjálfur fengið nokkra útreið fyrir klaufagang í sínu eigin lífi, sérstaklega þegar hann ruglaðist á draglistamanninum Jade Jolie og söngkonunni Taylor Swift á myndbandaverðlaunum MTV fyrir skemmstu.John Travolta og Fred Durst á frumsýningu myndarinnar.Vísir/GettyGagnrýnandinn Brian Tallerico ritar gagnrýninn á vefinn Rogerebert.com en hann gefur myndinni enga stjörnu, en það er í fyrsta skipti sem það gerist á þeim vef. „The Fanatic hatar aðdáendur. Hún hatar leikara, ferðamenn, verslunareigendur og þjóna. Hún hatar virkilega einhverfa og hún hatar þig. Þetta er mynd sem gengur út frá því að þú sér fáviti,“ skrifar Tallerico. Í myndinni leikur Travolta einhverfan mann að nafni Moose. Hann hefur þráhyggju fyrir hryllingsmyndum en sú þráhyggja leiðar hann á mikla ógæfubraut þar sem hann endar á að ofsækja uppáhaldsleikarann sinn. Bæði gagnrýnendur The Wrap og Variety segja persónu Travolta óskiljanlega í þessari mynd og að hún geri lítið úr einhverfum. Mynd sé svo illskiljanleg að útkoman sé nánast sprenghlægileg. Fred Durst er sem fyrr segir leikstjóri myndarinnar ásamt því að skrifa handritið og framleiða myndina. Á hann að baki myndina The Education of Charlie Banks frá árinu 2007 sem þótt ágæt. Saga þessarar myndar er sögð byggja á raunverulegu atburðum úr lífi Fred Durst. „Þessi mynd er svo vandræðalega ýkt að manni líður eins og Durst og Travolta hafi verið að fíflast yfir eina helgi og voru fyrir tilviljun með myndavél á sér,“ skrifar gagnrýnandi LA Times.
Hollywood Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira