Varnarmaðurinn Danilo kom inn á eftir stundarfjórðung vegna meiðsla og hann kom Juventus yfir mínútu síðar.
Gonzalo Higuain, fyrrum leikmaður Napoli, tvöfaldaði svo forystuna á 19. mínútu og hinn magnaði Cristiano Ronaldo skoraði þriðja markið á 62. mínútu.
Flestir héldu þá að leiknum væri lokið. Svo var alls ekki. Varnarmaðurinn Kostas Manolas minnkaði muninn á 66. mínútu og tveimur mínútum skoraði nýjasti leikmaður Napoli, Hirving Lozano.
Endurkoman var svo fullkomnuð er Giovanni Di Lorenzo jafnaði metin níu mínútum fyrir leikslok. Ótrúlegur viðsnúningur.
Dramatíkinni var ekki lokið því í uppbótartíma varð Kalidou Koulibaly fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Lokatölur 4-3 sigur Juventus í ótrúlegum leik.
90+2' | | GOOOOOOOOOOOOOOOOOOAAALLLLLLLLLLL!!!!!!!!!!!!!!! KOULIBALY TURNS INTO HIS OWN NET FROM A FREE-KICK!!!!!!!!!!#JuveNapoli [4-3] #ForzaJuvepic.twitter.com/UA3YDZJg1g
— JuventusFC (@juventusfcen) August 31, 2019
Ítölsku meistararnir því með sex stig eftir fyrstu tvo leikina en Napoli er með þrjú stig.
Í hinum leik dagsins í ítalska boltanum unnu AC Milan 1-0 sigur á Brescia. Eina markið skoraði Tyrkinn Hakan Calhanoglu á 12. mínútu. Fyrsti sigur AC Milan á leiktíðinni.