Newcastle og Wolves skiptu stigunum á milli sín Anton Ingi Leifsson skrifar 27. október 2019 16:00 Úr leiknum í dag. vísir/getty Newcastle og Wolves skildu jöfn, 1-1, er liðin mættust á St. James' leikvanginum í dag en eitt rautt spjald fór einnig á loft. Newcastle komst yfir á 37. mínútu með skallamarki frá Jamaal Lascelles. Federico Fernandez gaf frábæra fyrirgjöf fyrir markið sem fyrirliðinn stangaði í netið. Á 72. mínútu jöfnuðu gestirnir metin. Eftir laglegt samspil Adama Traore og Matt Doherty lenti Martin Dubravka, markvörður Newcastle, í vandræðum sem endaði með því að Jonny kom boltanum yfir línuna.6 - Among goalkeepers, only Asmir Begovic (7) has made more errors leading to goals than Martin Dubravka (6) since his Premier League debut in February 2018. Extension. #NEWWOLpic.twitter.com/S4bz76sqop — OptaJoe (@OptaJoe) October 27, 2019 Átta mínútum fyrir leikslok fékk Sean Longstaff beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu á Ruben Neves. Hann vissi sjálfur upp á sig skömmina. Lokaölur urðu 1-1 en Newcastle er í 17. sæti deildarinnar með níu stig. Wolves er í ellefta sætinu með tólf stig.Newcastle have failed to score multiple goals in any of their Premier League games this season. Wolves take advantage to leave with a point. #NEWWOLpic.twitter.com/svdaGpzQb5 — Squawka Football (@Squawka) October 27, 2019 Enski boltinn
Newcastle og Wolves skildu jöfn, 1-1, er liðin mættust á St. James' leikvanginum í dag en eitt rautt spjald fór einnig á loft. Newcastle komst yfir á 37. mínútu með skallamarki frá Jamaal Lascelles. Federico Fernandez gaf frábæra fyrirgjöf fyrir markið sem fyrirliðinn stangaði í netið. Á 72. mínútu jöfnuðu gestirnir metin. Eftir laglegt samspil Adama Traore og Matt Doherty lenti Martin Dubravka, markvörður Newcastle, í vandræðum sem endaði með því að Jonny kom boltanum yfir línuna.6 - Among goalkeepers, only Asmir Begovic (7) has made more errors leading to goals than Martin Dubravka (6) since his Premier League debut in February 2018. Extension. #NEWWOLpic.twitter.com/S4bz76sqop — OptaJoe (@OptaJoe) October 27, 2019 Átta mínútum fyrir leikslok fékk Sean Longstaff beint rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu á Ruben Neves. Hann vissi sjálfur upp á sig skömmina. Lokaölur urðu 1-1 en Newcastle er í 17. sæti deildarinnar með níu stig. Wolves er í ellefta sætinu með tólf stig.Newcastle have failed to score multiple goals in any of their Premier League games this season. Wolves take advantage to leave with a point. #NEWWOLpic.twitter.com/svdaGpzQb5 — Squawka Football (@Squawka) October 27, 2019