Stemningin á suðupunkti á Aldrei fór ég suður Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. apríl 2019 14:01 Páskahelgin er yfirleitt mikil ferðahelgi og er sú í ár engin undantekning. Mikill fjöldi fólks hefur ferðast til annarra landshluta til að sækja heim ættingja, tónlistarhátíðir eða til að skella sér á skíði. Einn af þeim stöðum sem Íslendingar flykkjast til yfir Páskana er Ísafjörður en þar fer fram tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður en hátíðin hefst formlega í kvöld, einnig er á Akureyri haldin hátíðin Komdu norður. Rokkstjóri Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, segir í samtali við fréttastofu að hann telji einn eitt fjöldametið hafa verið slegið á hátíðinni í ár. Hátíðin hefst, eins og áður segir, formlega í kvöld en Kristján var á leið til móts við fjölda tónlistarmanna ,sem komu til bæjarins með flugi, þegar fréttastofa ræddi við hann. „Núna er ég staddur á flugvellinum á Ísafirði og er að taka á móti 30 manns, tónlistarfólki, sem eru að koma með poppflugvélinni . Tilhlökkunin er mikil og stemmingin er á suðupunkti,“ sagði Kristján Freyr. En hvaða tónlistarmenn munu stíga á svið á hátíðinni? „Þetta eru til dæmis Todmobile, JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör, Mammút, Berndsen. Þetta eru svona 70 manns sem munu stíga á svið um helgina,“ sagði Rokkstjórinn. Þá er einnig skíðavika í gangi á Ísafirði en hlýindi hafa sett strik í reikninginn. „Því miður er búinn að vera risastór hárblásari yfir firðinum sem er búinn að þurrka upp snjóinn á svæðinu. Hér er skíðavika sem hefur verið hátt í 90 ár hér á Ísafirði en rokkið lætur ekki á sér kræla,“ sagi Kristján. Þá eru margir staddir á Akureyri til þess að taka þátt í hátíðinni Komdu norður og til þess að fara á skíði. Veðrið hefur þó einnig verið óvenju milt í Eyjafirðinum. „Föstudagurinn langi er nú alltaf stærsti dagurinn og við erum með skíðaskóla, tónlistaratriði og svoleiðis,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Guðmundur sagði færið í fjallinu enn vera blautt og hitann vera óvenjulega háan í Eyjafirðinum. á flugvellinum á Ísafirði og er að taka á móti 30 manns sem eru að koma með poppflugvélinni frá Reykjavík svo stemmningin er á suðupunkti Akureyri Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Páskar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Páskahelgin er yfirleitt mikil ferðahelgi og er sú í ár engin undantekning. Mikill fjöldi fólks hefur ferðast til annarra landshluta til að sækja heim ættingja, tónlistarhátíðir eða til að skella sér á skíði. Einn af þeim stöðum sem Íslendingar flykkjast til yfir Páskana er Ísafjörður en þar fer fram tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður en hátíðin hefst formlega í kvöld, einnig er á Akureyri haldin hátíðin Komdu norður. Rokkstjóri Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, segir í samtali við fréttastofu að hann telji einn eitt fjöldametið hafa verið slegið á hátíðinni í ár. Hátíðin hefst, eins og áður segir, formlega í kvöld en Kristján var á leið til móts við fjölda tónlistarmanna ,sem komu til bæjarins með flugi, þegar fréttastofa ræddi við hann. „Núna er ég staddur á flugvellinum á Ísafirði og er að taka á móti 30 manns, tónlistarfólki, sem eru að koma með poppflugvélinni . Tilhlökkunin er mikil og stemmingin er á suðupunkti,“ sagði Kristján Freyr. En hvaða tónlistarmenn munu stíga á svið á hátíðinni? „Þetta eru til dæmis Todmobile, JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör, Mammút, Berndsen. Þetta eru svona 70 manns sem munu stíga á svið um helgina,“ sagði Rokkstjórinn. Þá er einnig skíðavika í gangi á Ísafirði en hlýindi hafa sett strik í reikninginn. „Því miður er búinn að vera risastór hárblásari yfir firðinum sem er búinn að þurrka upp snjóinn á svæðinu. Hér er skíðavika sem hefur verið hátt í 90 ár hér á Ísafirði en rokkið lætur ekki á sér kræla,“ sagi Kristján. Þá eru margir staddir á Akureyri til þess að taka þátt í hátíðinni Komdu norður og til þess að fara á skíði. Veðrið hefur þó einnig verið óvenju milt í Eyjafirðinum. „Föstudagurinn langi er nú alltaf stærsti dagurinn og við erum með skíðaskóla, tónlistaratriði og svoleiðis,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Guðmundur sagði færið í fjallinu enn vera blautt og hitann vera óvenjulega háan í Eyjafirðinum. á flugvellinum á Ísafirði og er að taka á móti 30 manns sem eru að koma með poppflugvélinni frá Reykjavík svo stemmningin er á suðupunkti
Akureyri Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Páskar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira