Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2019 20:00 Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs greindi frá því í gær að öll miðlæg stjórnsýsla hjá borginni verði endurskoðuð sem feli í sér að farið verði yfir alla ferla og innkaupamál hjá borginni. Þetta komi í kjölfar skýrslu innri endurskoðunnar um braggamálið og sé gert til að slíkt mál endurtaki sig ekki. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins vill frekari rannsókn í málinu. „Meirihlutinn í borginni skýlir sér bak við það að skýrsla Innri endurskoðunnar sé fullkomin. Við erum ekki sammála því og ætlum að halda þessu braggamáli til streitu,“ segir Vigdís. „Við teljum tvö stór mál órannsökuð annars vegar reikningarnir og hins vegar að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni því það hefur komið fram að skjalavörslumál vöru í klessu,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann vill að bannið gildi þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Þá gerir Eyþór athugasemd við að tölvupóstum starfsmanna í braggamálinu hafi verið eytt en komið hafi í ljós að afriti hafi líka verið eytt þrátt fyrir að borgin sé með afritunarþjónustu. Vigdís segir mikilvægt að reikningar verði útskýrðir nánar. „Ég hef lagt áherslur á að fjármálastjóri borgarinnar útskýri greiðslu á 73 milljón króna reikning án útskýringa. Það er lögbrot á sveitarstjórnarlögum,“ segir Vigdís. Þessi ósk hafi ekki verið virt þó hún hafi komið fram í tvígang. Hún er ánægð með hvaða áhrif braggamálið hefur á meirihlutann í borginni. „Þetta tefur fyrir meirihlutanum og hans pólitísku innistæðu sem aðili eins og ég fagna,“ segir Vigdís. Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs greindi frá því í gær að öll miðlæg stjórnsýsla hjá borginni verði endurskoðuð sem feli í sér að farið verði yfir alla ferla og innkaupamál hjá borginni. Þetta komi í kjölfar skýrslu innri endurskoðunnar um braggamálið og sé gert til að slíkt mál endurtaki sig ekki. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins vill frekari rannsókn í málinu. „Meirihlutinn í borginni skýlir sér bak við það að skýrsla Innri endurskoðunnar sé fullkomin. Við erum ekki sammála því og ætlum að halda þessu braggamáli til streitu,“ segir Vigdís. „Við teljum tvö stór mál órannsökuð annars vegar reikningarnir og hins vegar að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni því það hefur komið fram að skjalavörslumál vöru í klessu,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann vill að bannið gildi þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Þá gerir Eyþór athugasemd við að tölvupóstum starfsmanna í braggamálinu hafi verið eytt en komið hafi í ljós að afriti hafi líka verið eytt þrátt fyrir að borgin sé með afritunarþjónustu. Vigdís segir mikilvægt að reikningar verði útskýrðir nánar. „Ég hef lagt áherslur á að fjármálastjóri borgarinnar útskýri greiðslu á 73 milljón króna reikning án útskýringa. Það er lögbrot á sveitarstjórnarlögum,“ segir Vigdís. Þessi ósk hafi ekki verið virt þó hún hafi komið fram í tvígang. Hún er ánægð með hvaða áhrif braggamálið hefur á meirihlutann í borginni. „Þetta tefur fyrir meirihlutanum og hans pólitísku innistæðu sem aðili eins og ég fagna,“ segir Vigdís.
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira