Sport

Aníta varð þriðja á Reykjavíkurleikunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir vísir/getty
Aníta Hinriksdóttir hlaut bronsverðlaun í 800 metra hlaupi innanhúss á Reykjavíkurleikunum í dag.

Aldrei hefur keppni í 800 metra hlaupi verið eins hörð á Íslandi og hún var í dag. Silfurverðlaunahafinn frá EM innanhúss 2017, Shelayna Oskan-Clarke var á meðal keppenda ásamt Claire Mooney sem er írskur innanhússmeistari.

Hlaupið í dag var nokkuð hægt, Oskan-Clarke vann á 2:04,20 mínútum en Íslandsmet Anítu er 2:01,18. Diana Mezulianikova frá Tékklandi varð önnur á 2:04,42 og Aníta hljóp á 2:04,88 sem tryggði henni bronsið.

Moonoey varð fjórða og hin bandaríska Olga Kosichenko varð fimmta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×