Viðskipti innlent

Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com

Birgir Olgeirsson skrifar
Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen. vísir/vilhelm
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, segist ekkert vita um vefinn www.hluthafi.com þar sem óskað er eftir hluthöfum til að endurreisa WOW air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. 

Haft var eftir Skúla í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að hann vissi ekkert um þennan vef og sagðist ekki þekkja eða kannast við þá sem að vefnum standa.

Vísir hafði samband sendi fyrirspurn á tölvupóstfang sem gefið er upp á vefnum en í svari til fréttastofu segjast forsvarsmenn vefsins að til standi að stofna nýtt hlutafélag í tengslum við hópfjármögnun hlutafélags. Þeir voru þó ekki tilbúnir til að koma fram undir nafni.

Í svarinu kom fram að þeir sem skrá sig í áskrift á vefnum verði boðið á stofnfund nýs hlutafélags en von sé á yfirlýsingu frá hópnum á morgun eða þriðjudag.

Þeir segja vefinn hluthafa.com aðeins vettvang til að safna saman áskrifendum, svo þeir hafi síðan heimild til að sækja stofnfund, það er ef skilyrðin eru uppfyllt sem er annað hvort að endureisa félag eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Ef það tekst ekki þá verður engin áskrift og þar með verður ekkert af þeim loforðum, sem þegar hafa verið gefin og falla þau þá niður ógild.


Tengdar fréttir

Huldufélag hefur söfnun fyrir WOW Air

Nafnlausir "hollvinir almennrar samkeppni“ standa fyrir vefsvæðinu hluthafi.com, þar er óskað eftir því að landsmenn taki sig saman til að endurreisa flugfélagið sáluga WOW Air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×