Í kvöld, miðvikudaginn 7. ágúst og aðfaranótt fimmtudagsins 8. ágúst er stefnt að malbiksviðgerðum á Hellisheiði í austur átt og umferð beint um Þrengslaveg. Enn er áætlað að vinna standi yfir frá kl. 21:00 til kl. 7:00.
Á morgun, fimmtudaginn 8. ágúst og aðfaranótt föstudagsins 9. ágúst er stefnt að malbiksviðgerðum á Hellisheiði í vestur átt og umferð beint um Þrengslaveg. Áætlað er að vinna standi yfir frá kl. 21:00 til kl. 7:00.