Lögmenn mannanna tveggja sem úrskurðaðir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald á laugardag vegna fíkniefnafundar á Seyðisfirði kærðu úrskurðina ekki áður en þriggja daga frestur til þess rann út í gær. Þeir sitja því í varðhaldi til 17. ágúst að óbreyttu.
Mennirnir voru handteknir eftir að gríðar magn sterkra fíkniefna fannst í bíl sem þeir komu með á ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar á fimmtudag. Lögreglan á Austurlandi sem rannsakar málið í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hefur lítið viljað gefa upp um frekari kringumstæður í málinu til þessa þar sem það sé á viðkvæmu stigi.
Úrskurðir um varðhald standa
Garðar Örn Úlfarsson skrifar
