Uppgör: Frábær taktík hjá Mercedes Bragi Þórðarson skrifar 7. ágúst 2019 06:00 Ákvörðunin Mercedes að láta Hamilton stoppa tvisvar tryggði þeim sigurinn um helgina. Getty Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í ungverska kappakstrinum um helgina. Það voru liðsmenn Mercedes sem eiga mestan heiðurinn skilið eftir frábæra taktík í keppninni. Með sigrinum hefur Hamilton aukið forskot sitt í 62 stig á toppi heimsmeistaramóts ökumanna. Annar kemur liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, og þriðji í mótinu kemur Max Verstappen. Verstappen kom annar í mark eftir að hafa leitt keppnina alla hringina nema síðustu þrjá. Á 67. hring af 70 tók Hamilton framúr Hollendingnum. „Þessi dekk eru ónýt,“ sagði Max í talstöðinni rétt áður en Lewis komst framúr. James Vowles, aðaltæknimaður Mercedes, fagnaði vel með Lewis Hamilton á verðlaunapallinum.GettyKeppni þar sem taktík skipti öllu máliRed Bull kölluðu Max inn á þjónustusvæðið á 25. hring og settu hörðu dekkin undir. Sex hringjum síðar kom Hamilton úr öðru sætinu inn og fékk hörðu dekkin eins og Verstappen. Bretinn fór í mikla árás á næstu hringjum en komst ekki framúr Max enda varðist Hollendingurinn meistaralega. Þegar að 21 hringur var eftir tók Mercedes liðið þá ákvörðun að kalla Hamilton aftur inná þjónustusvæðið. Þá settu þeir glæný meðalmjúk dekk undir en bilið í Verstappen var þá orðið 18 sekúndur. Fimmfaldi heimsmeistarinn keyrði eins og heimsmeistara sæmir það sem eftir var keppninnar og át upp forskot Verstappen. Loks komst Hamilton framúr þegar aðeins þrír hringir voru eftir. Max Verstappen leiddi 67 hringi af 70 en það dugði ekki til sigurs.GettyHamilton kominn í kjörstöðuSigurinn varð hans sjöundi á Hungaroring brautinni og er Bretinn nú búinn að auka forskot sitt í 62 stig í mótinu. Valtteri Bottas, liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, gekk hræðilega um helgina. Á fyrsta hring lenti hann í samstuði við Ferrari bíl Charles Leclerc sem varð til þess að framvængur Bottas brotnaði. Eftir að hafa dottið niður í neðsta sæti vann Finninn sig að lokum upp í það áttunda. Úrslitin þýða að Max Verstappen er nú aðeins sjö stigum á eftir Bottas í keppni ökuþóra en Ferrari ökumennirnir koma þar á eftir. Ekkert gekk hjá Ferrari um helgina. Vissulega náði Sebastian Vettel þriðja sætinu en Þjóðverjinn kom í mark rúmri mínútu á eftir fyrsta sætinu. Ferrari er þó enn í öðru sæti í keppni bílasmiða, 44 stigum á undan Red Bull. Slakt gengi Pierre Gasly hefur sett stórt strik í reikninginn hjá orkudrykkjaframleiðandanum. Nú fer Formúlan í mánaðar sumarfrí, næsta keppni fer fram á sögufrægu Spa brautinni í Belgíu um næstu mánaðarmót. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton stóð uppi sem sigurvegari í ungverska kappakstrinum um helgina. Það voru liðsmenn Mercedes sem eiga mestan heiðurinn skilið eftir frábæra taktík í keppninni. Með sigrinum hefur Hamilton aukið forskot sitt í 62 stig á toppi heimsmeistaramóts ökumanna. Annar kemur liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, og þriðji í mótinu kemur Max Verstappen. Verstappen kom annar í mark eftir að hafa leitt keppnina alla hringina nema síðustu þrjá. Á 67. hring af 70 tók Hamilton framúr Hollendingnum. „Þessi dekk eru ónýt,“ sagði Max í talstöðinni rétt áður en Lewis komst framúr. James Vowles, aðaltæknimaður Mercedes, fagnaði vel með Lewis Hamilton á verðlaunapallinum.GettyKeppni þar sem taktík skipti öllu máliRed Bull kölluðu Max inn á þjónustusvæðið á 25. hring og settu hörðu dekkin undir. Sex hringjum síðar kom Hamilton úr öðru sætinu inn og fékk hörðu dekkin eins og Verstappen. Bretinn fór í mikla árás á næstu hringjum en komst ekki framúr Max enda varðist Hollendingurinn meistaralega. Þegar að 21 hringur var eftir tók Mercedes liðið þá ákvörðun að kalla Hamilton aftur inná þjónustusvæðið. Þá settu þeir glæný meðalmjúk dekk undir en bilið í Verstappen var þá orðið 18 sekúndur. Fimmfaldi heimsmeistarinn keyrði eins og heimsmeistara sæmir það sem eftir var keppninnar og át upp forskot Verstappen. Loks komst Hamilton framúr þegar aðeins þrír hringir voru eftir. Max Verstappen leiddi 67 hringi af 70 en það dugði ekki til sigurs.GettyHamilton kominn í kjörstöðuSigurinn varð hans sjöundi á Hungaroring brautinni og er Bretinn nú búinn að auka forskot sitt í 62 stig í mótinu. Valtteri Bottas, liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, gekk hræðilega um helgina. Á fyrsta hring lenti hann í samstuði við Ferrari bíl Charles Leclerc sem varð til þess að framvængur Bottas brotnaði. Eftir að hafa dottið niður í neðsta sæti vann Finninn sig að lokum upp í það áttunda. Úrslitin þýða að Max Verstappen er nú aðeins sjö stigum á eftir Bottas í keppni ökuþóra en Ferrari ökumennirnir koma þar á eftir. Ekkert gekk hjá Ferrari um helgina. Vissulega náði Sebastian Vettel þriðja sætinu en Þjóðverjinn kom í mark rúmri mínútu á eftir fyrsta sætinu. Ferrari er þó enn í öðru sæti í keppni bílasmiða, 44 stigum á undan Red Bull. Slakt gengi Pierre Gasly hefur sett stórt strik í reikninginn hjá orkudrykkjaframleiðandanum. Nú fer Formúlan í mánaðar sumarfrí, næsta keppni fer fram á sögufrægu Spa brautinni í Belgíu um næstu mánaðarmót.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira