Körfubolti

Öruggt hjá KR og Skallagrími

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Skallarnir eru að gera góða hluti í Domino's deild kvenna
Skallarnir eru að gera góða hluti í Domino's deild kvenna Mynd/Fésbókarsíða Skallagríms

KR og Skallagrímur unnu bæði sannfærandi sigra í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld.

KR tók á móti Snæfelli í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Eftir góðan fyrsta leikhluta hjá Snæfelli sem þær unnu 25-19, þá munu leikmenn Snæfells líklega vilja gleyma öðrum leikhluta sem fyrst þar sem þær skoruðu aðeins tvö stig.

Annar leikhluti lagði grunninn að sigri KR, Snæfell náði aldrei að komast upp úr holunni sem þær grófu þar, lokatölur urðu 88-53.

Sanja Orazovic var stigahæst KR-inga með 23 stig, Danielle Rodriguez komst henni næst með 16. Hjá Snæfelli var Gunnhildur Gunnarsdóttir stigahæst með 17 stig.

Í Smáranum í Kópavogi vann Skallagrímur tuttugu stiga sigur á Breiðabliki.

Skallagrímur var með leikinn í höndum sér allan tímann og vann að lokum mjög öruggan sigur.

Keira Robinson leiddi lið Skallagríms með 26 stig. Danni Williams skoraði 33 stig fyrir Blika og tók 17 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×