Alba Berlin tapaði naumlega fyrir Bayern München í slag þýsku liðanna í EuroLeague í kvöld. Berlínarliðið tapaði með einu stigi eftir framlengingu.
Martin Hermannsson hefur oft látið meira fyrir sér fara en hann skoraði fimm stig, tók tvö fráköst og átti sex stoðsendingar á tæpum 30 mínútum.
Leiknum lauk með 77-76 sigri Bayern eftir framlengingu, venjulegum leiktíma lauk með 72-72 jafntefli.
Bayern hafði verið yfir mest allan leikinn, þó var munurinn aldrei meiri en um tíu stig, en lokafjórðungurinn og framlengingin voru hörkuspennandi.
Alba Berlín er í 16. sæti EuroLeague með aðeins fjóra sigra í 14 leikjum.
Naumt tap í framlengingu hjá Martin
