Vestfirsku ræturnar hafa hjálpað Ólafi Ragnari að halda sönsum í allri ólgunni Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2019 17:51 Hér má sjá húsið við Túngötu 3. Ólafur Ragnar ólst upp í íbúð í suðurenda, vinstra megin á myndinni, hússins. Vísir „Af tilfinningalegum ástæðum gat ég ekki gengið framhjá því,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson í Víglínunni í dag þar sem hann var spurður út í kaup hans á æskuheimili sínum við Túngötu 3 á Ísafirði. Um er að ræða hvítt og blátt hús sem um árabil hefur verið kallað Grímshús, eftir föður Ólafs Ragnar, Grími Kristgeirssyni hárskera. Ólafur var spurður hvað hann ætlaði að gera við húsið en hann sagðist ekki hafa mótað það endanlega. Hann sagði húsið ekki einvörðungu hugsað sem sumarhús heldur vildi Ólafur með kaupunum gefa dætrum sínum og barnabörnum tengingu við Vestfirði. „Vestfirði hafa eins og þú veist fylgt mér alla ævi. Það eru þær rætur sem hafa kannski gert mér kleift að halda sönsum í allri þessari miklu ólgu.“ Hann sagðist einnig hafa velt því fyrir sér hvort tengja mætti húsið við Norðurslóðir og Vestfirði. Ólafur Ragnar hefur látið sig málefni Norðurslóða varða um langt skeið og er einmitt formaður Arctic Circle. „Þannig að þarna geti líka orðið gestaíbúðir fyrir vísindamenn, fræðimenn og aðra sem vilja koma vestur og stunda rannsóknir tengdum varðandi Norðurslóðir. Þannig að það er margt á teikniborðinu í þessum efnum.“ Ólafur rakti í þættinum að um sögufrægt hús væri að ræða. Húsið er upprunalega norskt, var áður hús hvalveiðimanna, en faðir hans flutti það á Ísafjörð og reisti í Túngötunni árið 1930. „Það eru áratugir síðan þetta hús var á sölulista. Reyndar var ekki allt húsið á sölulista. Pabbi átt allt húsið þegar ég fæddist á Ísafirði. En sá hluti hússins sem við bjuggum í var á sölu,“ segir Ólafur Ragnar. Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar í nostalgíukasti á Ísafirði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent. 23. ágúst 2019 14:41 Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Af tilfinningalegum ástæðum gat ég ekki gengið framhjá því,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson í Víglínunni í dag þar sem hann var spurður út í kaup hans á æskuheimili sínum við Túngötu 3 á Ísafirði. Um er að ræða hvítt og blátt hús sem um árabil hefur verið kallað Grímshús, eftir föður Ólafs Ragnar, Grími Kristgeirssyni hárskera. Ólafur var spurður hvað hann ætlaði að gera við húsið en hann sagðist ekki hafa mótað það endanlega. Hann sagði húsið ekki einvörðungu hugsað sem sumarhús heldur vildi Ólafur með kaupunum gefa dætrum sínum og barnabörnum tengingu við Vestfirði. „Vestfirði hafa eins og þú veist fylgt mér alla ævi. Það eru þær rætur sem hafa kannski gert mér kleift að halda sönsum í allri þessari miklu ólgu.“ Hann sagðist einnig hafa velt því fyrir sér hvort tengja mætti húsið við Norðurslóðir og Vestfirði. Ólafur Ragnar hefur látið sig málefni Norðurslóða varða um langt skeið og er einmitt formaður Arctic Circle. „Þannig að þarna geti líka orðið gestaíbúðir fyrir vísindamenn, fræðimenn og aðra sem vilja koma vestur og stunda rannsóknir tengdum varðandi Norðurslóðir. Þannig að það er margt á teikniborðinu í þessum efnum.“ Ólafur rakti í þættinum að um sögufrægt hús væri að ræða. Húsið er upprunalega norskt, var áður hús hvalveiðimanna, en faðir hans flutti það á Ísafjörð og reisti í Túngötunni árið 1930. „Það eru áratugir síðan þetta hús var á sölulista. Reyndar var ekki allt húsið á sölulista. Pabbi átt allt húsið þegar ég fæddist á Ísafirði. En sá hluti hússins sem við bjuggum í var á sölu,“ segir Ólafur Ragnar.
Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar í nostalgíukasti á Ísafirði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent. 23. ágúst 2019 14:41 Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ólafur Ragnar í nostalgíukasti á Ísafirði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent. 23. ágúst 2019 14:41
Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30