Segja börnum hlíft of mikið og kannski þurfi að banna þeim að lesa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2019 07:00 Hlín og Herdís eru eldri en tvævetur þegar kemur að kennslu í grunnskólum og lestri barna. Vísir Kennarar með áratugareynslu við kennslu barna í grunnskólum telja ástæðu þess að læsi íslenskra barna hér á landi sé lakara en í nágrannalöndunum samfélagslega. Kennarar þurfi í dag að vera skemmtikraftar til að fanga athygli barna og foreldrarnir of uppteknir. Börnum sé hlíft of mikið og líklega sé síðasta hugmyndin sem ekki hafi verið reynd að hreinlega banna börnum alveg að lesa. Frammistaða íslenskra barna í lesskilningi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt niðurstöðum PISA-könnunar sem kynntar voru í byrjun desember. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Íslensk börn eru að fara marktækt aftur úr frá því árið 2009. Ráðherra hefur kynnt viðbragðsaðgerðir vegna niðurstöðunnar. Reynslumiklir kennarar hrista höfuðið og telja vandamálið ekki innan skólakerfisins heldur á heimilinum og úti í samfélaginu. Ekki brjáluð því hún þekkir aðstæðurnar of vel Hlín Bolladóttir, kennari við Dalsskóla í Úlfarsárdal, segir það merkilega lífsreynslu fyrir kennara sem sé kominn nærri sextugu og hefur kennt í rúm 30 ár að hlusta á umræðu um læsi íslenskra barna. Íslenskir grunnskólakennarar syndi björgunarsund á hverjum degi. „Það væri hreinlega undarlegt ef ég teldi mig ekki hafa nokkurt vit á þessu, bæði vegna þess að ég er og hef alltaf verið staðsett með börnunum og á rúmum 30 árum get ég sagt að ég muni tímana tvenna.“ Þetta segir Hlín í pistli sem birtist á Vísi. PISA-könnunin var lögð fyrir í 79 ríkjum árið 2018 og hérlendis tóku 87% allra 15 ára nemenda þátt.Vísir/hanna Auðvitað gæti hún verið alveg galin yfir því að flestir kenni íslenskum grunnskólakennurum um hvernig börnum fari stöðugt aftur í lestri. „Ég er ekki brjáluð yfir þessu, einmitt vegna þess að ég þekki aðstæðurnar of vel.“ Áður fór íslenskunámið að mestu fram á heimavelli Meinið er að mati Hlínar samfélagslegt. Íslenskir grunnskólakennarar hafi lítinn tíma til að kenna vegna þess að mestallur þeirra tími fari í að ala börnin upp og freista þess að leysa úr allskyns vandamálum sem börnin glími við. Sá vandi verður ekki til í skólunum. Ef börnum líður illa, eru óörugg, kvíðin og þunglynd þá á sér ekki stað neitt nám, því miður! Umræðan öll hefur þannig áhrif á mig að mér líður eins og sparkað sé í mig liggjandi. Hún rifjar upp að þegar hún ólst upp hafi íslenskunám aðallega farið fram á heimavelli. Mismunandi lesefni hafi verið haldið að manni og rætt. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnti niðurstöður PISA-könnunar 2018 á dögunum.Vísir/Vilhelm „Þannig lærðist manni að lesa á milli lína, draga ályktanir og færa rök. Í skóla lærði maður málfræðina til þess að hafa þekkingu á því hvernig móðurmálið manns er uppbyggt, þurfti að læra ljóð utan að, festa í minni orðaforða og hugtök.“ Í dag sé börnum hlíft við þessum kröfum. „Stóra meinið er að við hlífum börnum of mikið, það má ekki gera kröfur til þeirra vegna þess að þau eiga of upptekna foreldra og þau eru sjálf svo upptekin eftir skóla. Friður og ró eru ekki í boði og allir eru örþreyttir og glíma við kulnun í versta falli. Hvernig getur þetta hugsanlega verið skólunum að kenna?“ Skyldur eða réttur barna Hlín lýsir því að kennarar á hennar aldri hafi fæstir einhverjar hugmyndir um að þeir þurfi að vera sérlegir „skemmtikraftar“ til að fanga athygli barna. „Ég vel frekar þá leið að tala við unglinga eins og þeir séu að verða fullorðið fólk með öllum þeim réttindum og SKYLDUM sem því fylgir. Umræða um skyldur gleymist oft og víða. Það eiga allir svo mikinn RÉTT á öllu! Ég myndi örugglega njóta mín betur í starfi ef ég fengi að sinna því fyrst og fremst að kenna og undirbúa kennslu og nemendur mínir myndu eflaust ná betri árangri ef námi þeirra væri almennt fylgt eftir heima. Þar sem það er gert næst tvímælalaust betri árangur!“ Rafmagnsofn hitaði setustofu og mötuneyti kennara í Melaskóla þegar ljósmyndari Vísis heimsótti skólann á dögunumVísir/vilhelm Það þurfi að tala við börn til að kenna þeim orðaforða. Þeir sem tali við börnin þurfi sömuleiðis að hafa orðaforða. „Þegar ég segi unglingum frá því í dag að ég hafi aðallega fengið bækur í jólagjöf þegar ég var að vaxa úr grasi, bæði vegna þess að ég óskaði eftir því sjálf og að bækur hafi þótt góðar gjafir, þá fæ ég gjarnan þessa spurningu: „Og fékkstu þá engar almennilegar gjafir?““ Niðurstaða Hlínar er sú að landsmenn búi í dekurslegu samfélagi sem vinni gegn sjálfu sér og fáir vilji horfast í augu við það. Enda geti það reynst erfitt og sársaukafullt að horfast í augu við rætur vanda. Það gæti falið í sér að setja skyldurnar ofar réttindum. „Annars á ég eftir 11 ár í þessu dýrmæta starfi mínu og hef hugsað mér að klára það og jafnvel nota gamaldags aðferðir.“ Lestraráhugi dofnað Herdís Magnea Hübner hefur kennt börnum lestur og íslensku í rúmlega fjörutíu ár. Herdís, sem er grunnskólakennari á Ísafirði, segir að miðað við niðurstöðuna úr PISA-könnuninni ætti hún líklega bara að hafa hæg tum sig og skammast sín. „Satt er það að þegar ég byrjaði að kenna voru börn almennt sólgin í að lesa, sérstaklega sínar eigin bækur sem þau höfðu valið sjálf og tekið með sér að heiman. Þá var ekkert skólabókasafn í skólanum og lestrarbækurnar frá Bókaútgáfu námsbóka voru ekki mjög spennandi. Við leyfðum svona yndislestur til hátíðabrigða í frjálsum tímum o.þ.h. og hann var alltaf mjög vinsæll,“ rifjar Herdís upp í pistli sem birtist á Vísi. Svo hafi tíminn liðið og Herdís orðið vör við að áhugi barnanna á lestrinum dofnaði. Það hafi jafnvel komið fyrir að þau höfðu enga bók meðferðis til að grípa í. „Ég gerði könnun á lestrarvenjum barnanna í skólanum mínum, frá 3.-10. bekk og spurði þar ýmissa spurninga. Mig minnir að þetta hafi verið 1999. Könnunin staðfesti það sem mig grunaði, mér fannst börnin lesa ansi lítið. Svo við fórum að leyfa þeim oftar að lesa „frjálst“ í skólanum og fara á skólabókasafnið sem þá var komið, til að velja sér bækur og gripum til ýmissa annarra ráða.“ Hvað ætlarðu að lesa næst? Ekkert! Herdís endurtók könnunina fimm árum seinn og sá að enn hafði sigið á ógæfuhliðina. „Og sagan endurtók sig 2009 og árið 2014 þegar könnunin var gerð í síðasta sinn, var allt komið í kaldakol þrátt fyrir ýmsar aðgerðir og „lestrarátök“ og stöðuga hvatningu, bæði til nemenda og foreldra. Börnin höfðu fáar bækur lesið, fengu fáar bækur í jólagjöf, sögðust lítinn áhuga hafa á þeim, fóru aldrei á bæjarbókasafnið, fengu bækur eingöngu á skólabókasafninu og gátu hvorki nefnt uppáhaldsbækur né höfunda.“Að neðan má sjá upptöku frá kynningu á niðurstöðu PISA-könnunarinnar á dögunum. Nú þýði ekkert að leggja þessa könnun fyrir oftar vegna þess að hún byggðist á lestri bóka að eigin vali, heimalestri en ekki lestri skólabóka eða lestri í skólanum. „Það er tómt mál um að tala, börn (og foreldrar) líta langflest svo á að bóklestur sé hluti af skólastarfinu, ekki tómstundagaman sem maður stundar heima hjá sér. Ég geri það stundum af skömmum mínum þegar ég er að kveðja börnin á vorin, að segja sem svo: Jæja, nú ertu að verða búin með þessa bók, hvað ætlarðu svo að lesa næst? Börnin reka upp stór augu og hnussa: Ekkert! Skólinn er búinn. Auðvitað er þetta ekki algilt, það eru til börn sem lesa bækur sér til skemmtunar í frítíma. En þau eru svo miklu færri en áður.“ Því skuli engan undra að börn hafi ekki bara annan heldur minni orðaforða á íslensku í dag en börn höfðu fyrir 40 árum. Banna börnum að lesa? „Fyrir utan minni bóklestur er margt annað sem er gerbreytt. Þegar ég var að alast upp (ég veit, það er mjög langt síðan) átti Ríkisútvarpið, gamla gufan stóran þátt í uppeldinu. Ég hlustaði á alls konar sögur, leikrit, barnatíma og hitt og þetta – og þar var nú ekki töluð vitleysan. Ég held að börn hlusti núna almennt mjög lítið á útvarp eða talað mál annars staðar. Svo eru áhrif enskunnar enn einn kapítulinn. Og blessuð snjalltækin.“ Þá bendir Herdís á að fyrir fjörutíu árum hafi flestir kennarar haft mun minni menntun en í dag. „Lestrarkennslu var nánast hætt eftir 5. bekk, orðaforðavinna var lítil og skólabókasöfn óvíða til. Nú orðið sendir Menntamálastofnun frá sér úrvalslestrarbækur í stríðum straumum, samdar af fremstu rithöfundum þjóðarinnar. Í dag er skóladagurinn lengri, kennarar hámenntaðir, endurmenntaðir og símenntaðir, bekkir fámennir, sérkennarar, þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar á hverjum fingri og allt okkar púður fer í að kenna lestur og orðaforða.“ Herdís spyr hvernig standi á þessari hörmungarframmistöðu í Pisa, aftur og aftur? „Ég er örugglega síst til þess fallin að þykjast hafa vit á því en mig grunar að skýringarinnar hljóti að vera að leita fyrir utan skólana. Góð ráð kann ég ekki, mér finnst við sífellt vera að gera allt sem við getum og höfum kunnáttu og hugmyndaflug til. Mér dettur stundum í hug að best væri að banna börnum alveg að lesa og sjá til hvort það yrði aftur spennandi. En það fæst líklega ekki samþykkt.“ Börn og uppeldi Skóla - og menntamál PISA-könnun Tengdar fréttir Íslenskir grunnskólakennarar synda björgunarsund á hverjum degi Það er merkileg lífsreynsla fyrir kennara sem er kominn nærri sextugu og hefur kennt í rúm 30 ár að hlusta á umræðu um læsi íslenskra barna. 10. desember 2019 11:00 Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. 3. desember 2019 12:07 Segir misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega Formaður Kennarasambands Íslands segir aukna misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega og kallar eftir auknum stuðningi við kennara og foreldra, til að efla námsárangur barna. 8. desember 2019 14:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Kennarar með áratugareynslu við kennslu barna í grunnskólum telja ástæðu þess að læsi íslenskra barna hér á landi sé lakara en í nágrannalöndunum samfélagslega. Kennarar þurfi í dag að vera skemmtikraftar til að fanga athygli barna og foreldrarnir of uppteknir. Börnum sé hlíft of mikið og líklega sé síðasta hugmyndin sem ekki hafi verið reynd að hreinlega banna börnum alveg að lesa. Frammistaða íslenskra barna í lesskilningi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt niðurstöðum PISA-könnunar sem kynntar voru í byrjun desember. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Íslensk börn eru að fara marktækt aftur úr frá því árið 2009. Ráðherra hefur kynnt viðbragðsaðgerðir vegna niðurstöðunnar. Reynslumiklir kennarar hrista höfuðið og telja vandamálið ekki innan skólakerfisins heldur á heimilinum og úti í samfélaginu. Ekki brjáluð því hún þekkir aðstæðurnar of vel Hlín Bolladóttir, kennari við Dalsskóla í Úlfarsárdal, segir það merkilega lífsreynslu fyrir kennara sem sé kominn nærri sextugu og hefur kennt í rúm 30 ár að hlusta á umræðu um læsi íslenskra barna. Íslenskir grunnskólakennarar syndi björgunarsund á hverjum degi. „Það væri hreinlega undarlegt ef ég teldi mig ekki hafa nokkurt vit á þessu, bæði vegna þess að ég er og hef alltaf verið staðsett með börnunum og á rúmum 30 árum get ég sagt að ég muni tímana tvenna.“ Þetta segir Hlín í pistli sem birtist á Vísi. PISA-könnunin var lögð fyrir í 79 ríkjum árið 2018 og hérlendis tóku 87% allra 15 ára nemenda þátt.Vísir/hanna Auðvitað gæti hún verið alveg galin yfir því að flestir kenni íslenskum grunnskólakennurum um hvernig börnum fari stöðugt aftur í lestri. „Ég er ekki brjáluð yfir þessu, einmitt vegna þess að ég þekki aðstæðurnar of vel.“ Áður fór íslenskunámið að mestu fram á heimavelli Meinið er að mati Hlínar samfélagslegt. Íslenskir grunnskólakennarar hafi lítinn tíma til að kenna vegna þess að mestallur þeirra tími fari í að ala börnin upp og freista þess að leysa úr allskyns vandamálum sem börnin glími við. Sá vandi verður ekki til í skólunum. Ef börnum líður illa, eru óörugg, kvíðin og þunglynd þá á sér ekki stað neitt nám, því miður! Umræðan öll hefur þannig áhrif á mig að mér líður eins og sparkað sé í mig liggjandi. Hún rifjar upp að þegar hún ólst upp hafi íslenskunám aðallega farið fram á heimavelli. Mismunandi lesefni hafi verið haldið að manni og rætt. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnti niðurstöður PISA-könnunar 2018 á dögunum.Vísir/Vilhelm „Þannig lærðist manni að lesa á milli lína, draga ályktanir og færa rök. Í skóla lærði maður málfræðina til þess að hafa þekkingu á því hvernig móðurmálið manns er uppbyggt, þurfti að læra ljóð utan að, festa í minni orðaforða og hugtök.“ Í dag sé börnum hlíft við þessum kröfum. „Stóra meinið er að við hlífum börnum of mikið, það má ekki gera kröfur til þeirra vegna þess að þau eiga of upptekna foreldra og þau eru sjálf svo upptekin eftir skóla. Friður og ró eru ekki í boði og allir eru örþreyttir og glíma við kulnun í versta falli. Hvernig getur þetta hugsanlega verið skólunum að kenna?“ Skyldur eða réttur barna Hlín lýsir því að kennarar á hennar aldri hafi fæstir einhverjar hugmyndir um að þeir þurfi að vera sérlegir „skemmtikraftar“ til að fanga athygli barna. „Ég vel frekar þá leið að tala við unglinga eins og þeir séu að verða fullorðið fólk með öllum þeim réttindum og SKYLDUM sem því fylgir. Umræða um skyldur gleymist oft og víða. Það eiga allir svo mikinn RÉTT á öllu! Ég myndi örugglega njóta mín betur í starfi ef ég fengi að sinna því fyrst og fremst að kenna og undirbúa kennslu og nemendur mínir myndu eflaust ná betri árangri ef námi þeirra væri almennt fylgt eftir heima. Þar sem það er gert næst tvímælalaust betri árangur!“ Rafmagnsofn hitaði setustofu og mötuneyti kennara í Melaskóla þegar ljósmyndari Vísis heimsótti skólann á dögunumVísir/vilhelm Það þurfi að tala við börn til að kenna þeim orðaforða. Þeir sem tali við börnin þurfi sömuleiðis að hafa orðaforða. „Þegar ég segi unglingum frá því í dag að ég hafi aðallega fengið bækur í jólagjöf þegar ég var að vaxa úr grasi, bæði vegna þess að ég óskaði eftir því sjálf og að bækur hafi þótt góðar gjafir, þá fæ ég gjarnan þessa spurningu: „Og fékkstu þá engar almennilegar gjafir?““ Niðurstaða Hlínar er sú að landsmenn búi í dekurslegu samfélagi sem vinni gegn sjálfu sér og fáir vilji horfast í augu við það. Enda geti það reynst erfitt og sársaukafullt að horfast í augu við rætur vanda. Það gæti falið í sér að setja skyldurnar ofar réttindum. „Annars á ég eftir 11 ár í þessu dýrmæta starfi mínu og hef hugsað mér að klára það og jafnvel nota gamaldags aðferðir.“ Lestraráhugi dofnað Herdís Magnea Hübner hefur kennt börnum lestur og íslensku í rúmlega fjörutíu ár. Herdís, sem er grunnskólakennari á Ísafirði, segir að miðað við niðurstöðuna úr PISA-könnuninni ætti hún líklega bara að hafa hæg tum sig og skammast sín. „Satt er það að þegar ég byrjaði að kenna voru börn almennt sólgin í að lesa, sérstaklega sínar eigin bækur sem þau höfðu valið sjálf og tekið með sér að heiman. Þá var ekkert skólabókasafn í skólanum og lestrarbækurnar frá Bókaútgáfu námsbóka voru ekki mjög spennandi. Við leyfðum svona yndislestur til hátíðabrigða í frjálsum tímum o.þ.h. og hann var alltaf mjög vinsæll,“ rifjar Herdís upp í pistli sem birtist á Vísi. Svo hafi tíminn liðið og Herdís orðið vör við að áhugi barnanna á lestrinum dofnaði. Það hafi jafnvel komið fyrir að þau höfðu enga bók meðferðis til að grípa í. „Ég gerði könnun á lestrarvenjum barnanna í skólanum mínum, frá 3.-10. bekk og spurði þar ýmissa spurninga. Mig minnir að þetta hafi verið 1999. Könnunin staðfesti það sem mig grunaði, mér fannst börnin lesa ansi lítið. Svo við fórum að leyfa þeim oftar að lesa „frjálst“ í skólanum og fara á skólabókasafnið sem þá var komið, til að velja sér bækur og gripum til ýmissa annarra ráða.“ Hvað ætlarðu að lesa næst? Ekkert! Herdís endurtók könnunina fimm árum seinn og sá að enn hafði sigið á ógæfuhliðina. „Og sagan endurtók sig 2009 og árið 2014 þegar könnunin var gerð í síðasta sinn, var allt komið í kaldakol þrátt fyrir ýmsar aðgerðir og „lestrarátök“ og stöðuga hvatningu, bæði til nemenda og foreldra. Börnin höfðu fáar bækur lesið, fengu fáar bækur í jólagjöf, sögðust lítinn áhuga hafa á þeim, fóru aldrei á bæjarbókasafnið, fengu bækur eingöngu á skólabókasafninu og gátu hvorki nefnt uppáhaldsbækur né höfunda.“Að neðan má sjá upptöku frá kynningu á niðurstöðu PISA-könnunarinnar á dögunum. Nú þýði ekkert að leggja þessa könnun fyrir oftar vegna þess að hún byggðist á lestri bóka að eigin vali, heimalestri en ekki lestri skólabóka eða lestri í skólanum. „Það er tómt mál um að tala, börn (og foreldrar) líta langflest svo á að bóklestur sé hluti af skólastarfinu, ekki tómstundagaman sem maður stundar heima hjá sér. Ég geri það stundum af skömmum mínum þegar ég er að kveðja börnin á vorin, að segja sem svo: Jæja, nú ertu að verða búin með þessa bók, hvað ætlarðu svo að lesa næst? Börnin reka upp stór augu og hnussa: Ekkert! Skólinn er búinn. Auðvitað er þetta ekki algilt, það eru til börn sem lesa bækur sér til skemmtunar í frítíma. En þau eru svo miklu færri en áður.“ Því skuli engan undra að börn hafi ekki bara annan heldur minni orðaforða á íslensku í dag en börn höfðu fyrir 40 árum. Banna börnum að lesa? „Fyrir utan minni bóklestur er margt annað sem er gerbreytt. Þegar ég var að alast upp (ég veit, það er mjög langt síðan) átti Ríkisútvarpið, gamla gufan stóran þátt í uppeldinu. Ég hlustaði á alls konar sögur, leikrit, barnatíma og hitt og þetta – og þar var nú ekki töluð vitleysan. Ég held að börn hlusti núna almennt mjög lítið á útvarp eða talað mál annars staðar. Svo eru áhrif enskunnar enn einn kapítulinn. Og blessuð snjalltækin.“ Þá bendir Herdís á að fyrir fjörutíu árum hafi flestir kennarar haft mun minni menntun en í dag. „Lestrarkennslu var nánast hætt eftir 5. bekk, orðaforðavinna var lítil og skólabókasöfn óvíða til. Nú orðið sendir Menntamálastofnun frá sér úrvalslestrarbækur í stríðum straumum, samdar af fremstu rithöfundum þjóðarinnar. Í dag er skóladagurinn lengri, kennarar hámenntaðir, endurmenntaðir og símenntaðir, bekkir fámennir, sérkennarar, þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar á hverjum fingri og allt okkar púður fer í að kenna lestur og orðaforða.“ Herdís spyr hvernig standi á þessari hörmungarframmistöðu í Pisa, aftur og aftur? „Ég er örugglega síst til þess fallin að þykjast hafa vit á því en mig grunar að skýringarinnar hljóti að vera að leita fyrir utan skólana. Góð ráð kann ég ekki, mér finnst við sífellt vera að gera allt sem við getum og höfum kunnáttu og hugmyndaflug til. Mér dettur stundum í hug að best væri að banna börnum alveg að lesa og sjá til hvort það yrði aftur spennandi. En það fæst líklega ekki samþykkt.“
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál PISA-könnun Tengdar fréttir Íslenskir grunnskólakennarar synda björgunarsund á hverjum degi Það er merkileg lífsreynsla fyrir kennara sem er kominn nærri sextugu og hefur kennt í rúm 30 ár að hlusta á umræðu um læsi íslenskra barna. 10. desember 2019 11:00 Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. 3. desember 2019 12:07 Segir misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega Formaður Kennarasambands Íslands segir aukna misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega og kallar eftir auknum stuðningi við kennara og foreldra, til að efla námsárangur barna. 8. desember 2019 14:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Íslenskir grunnskólakennarar synda björgunarsund á hverjum degi Það er merkileg lífsreynsla fyrir kennara sem er kominn nærri sextugu og hefur kennt í rúm 30 ár að hlusta á umræðu um læsi íslenskra barna. 10. desember 2019 11:00
Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31
Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. 3. desember 2019 12:07
Segir misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega Formaður Kennarasambands Íslands segir aukna misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega og kallar eftir auknum stuðningi við kennara og foreldra, til að efla námsárangur barna. 8. desember 2019 14:15