„Óþolandi og lítilsvirðing við þingheim“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2019 15:55 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. Skjáskot/Stöð 2 Þingmenn Miðflokksins segja óþolandi hve langan tíma og hve erfitt það getur verið að fá upplýsingar frá ráðuneytum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun sagði umboðsmaður Alþingis að uppræta þurfi tregðu opinberra stofnanna við að veita almenning upplýsingar. Þingmenn eru þar engin undantekning en í pontu Alþingis í dag kvörtuðu báðir þeir Þorsteinn Sæmundsson og Birgir Þórarinsson, þingmenn Miðflokksins, yfir dræmum svörum frá fjármálaráðuneytinu vegna mála sem þeir höfðu kallað eftir upplýsingum um.Sjá einnig: Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar „Eftirlitsskylda þingmanna er gjörsamlega troðin í svaðið og þetta verður ekki þolað herra forseti og nú verðum við að fá forseta í lið með okkur um það að eftirlitsskylda þingmanna sé viðurkennd og hún sé höfð í heiðri,” sagði Þorsteinn undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Kvartaði hann meðal annars yfir seinagangi og tregðu fjármálaráðuneytisins við að veita honum upplýsingar um heildarkostnað Landsvirkjunar varðandi lagningu sæstrengs. Flokksbróðir hans tók í sama streng og hvatti þingheim og þingforseta til þess að taka alvarlega „þessar athugasemdir sem umboðsmaður Alþingis hefur komið á framfæri varðandi þann verulega drátt sem oft vill verða á því að fyrirspurnum alþingismanna sé svarað,” sagði Birgir. „Þetta er eins og háttvirtur þingmaður sagði óþolandi og lítilsvirðing við þingheim." Sagði Þorsteinn Sæmundsson. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók undir áhyggjur þingmannanna. „Forseti hefur heyrt hvað háttvirtir þingmenn segja og deilir áhyggjum með þeim af því að það er of mikill brögð af því að dragist að svara fyrirspurnum,” sagði Steingrímur. Alþingi Miðflokkurinn Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. 9. október 2019 11:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins segja óþolandi hve langan tíma og hve erfitt það getur verið að fá upplýsingar frá ráðuneytum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun sagði umboðsmaður Alþingis að uppræta þurfi tregðu opinberra stofnanna við að veita almenning upplýsingar. Þingmenn eru þar engin undantekning en í pontu Alþingis í dag kvörtuðu báðir þeir Þorsteinn Sæmundsson og Birgir Þórarinsson, þingmenn Miðflokksins, yfir dræmum svörum frá fjármálaráðuneytinu vegna mála sem þeir höfðu kallað eftir upplýsingum um.Sjá einnig: Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar „Eftirlitsskylda þingmanna er gjörsamlega troðin í svaðið og þetta verður ekki þolað herra forseti og nú verðum við að fá forseta í lið með okkur um það að eftirlitsskylda þingmanna sé viðurkennd og hún sé höfð í heiðri,” sagði Þorsteinn undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Kvartaði hann meðal annars yfir seinagangi og tregðu fjármálaráðuneytisins við að veita honum upplýsingar um heildarkostnað Landsvirkjunar varðandi lagningu sæstrengs. Flokksbróðir hans tók í sama streng og hvatti þingheim og þingforseta til þess að taka alvarlega „þessar athugasemdir sem umboðsmaður Alþingis hefur komið á framfæri varðandi þann verulega drátt sem oft vill verða á því að fyrirspurnum alþingismanna sé svarað,” sagði Birgir. „Þetta er eins og háttvirtur þingmaður sagði óþolandi og lítilsvirðing við þingheim." Sagði Þorsteinn Sæmundsson. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók undir áhyggjur þingmannanna. „Forseti hefur heyrt hvað háttvirtir þingmenn segja og deilir áhyggjum með þeim af því að það er of mikill brögð af því að dragist að svara fyrirspurnum,” sagði Steingrímur.
Alþingi Miðflokkurinn Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. 9. október 2019 11:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. 9. október 2019 11:30