Rannsókn á brunanum á Selfossi svo gott sem lokið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2019 08:30 Tveir létust í brunanum að Kirkjuvegi þann 31. október. Maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október með þeim afleiðingum að karl og kona létust hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. janúar. Rannsókn málsins er á lokametrunum. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald þann 27. desember en maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því að hann var handtekinn á vettvangi. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms síðastliðinn fimmtudag. Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi svo gott sem lokið rannsókn málsins, aðeins sé eftir frágangur rannsóknargagna en að því loknu verði málið sent til héraðssaksóknara sem taki ákvörðun um hvort maðurinn verði ákærður eða ekki. Í greinargerð lögreglu sem tíunduð er í úrskurði Landsréttar segir að maðurinn sé undir sterkum rökstuddum grun um að hafa valdið eldsvoðanum. Niðurstöður tæknideildar vegna brunans séu á þá leið að eldsupptök hafi verið íkveikja af mannavöldum. Kona, sem nýtur réttarstöðu sakbornings og var handtekinn á sama tíma og maðurinn vegna málsins sagðist við yfirheyrslur hjá lögreglu hafa orðið vitni að því þegar maðurinn kveikti í pizzakössum í fangi sér sem og gardínu við sófa í stofunni. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni sagðist maðurinn muna eftir því að hafa kveikt eld með kveikjara í pappa í stofu hússins. Við seinni yfirheyrslur neitaði maðurinn hins vegar að tjá sig. Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt um fjórar vikur Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem grunaður er um að hafa valdið mannskæðum eldsvoða að Kirkjuvegi á Selfossi í lok október, um fjórar vikur. 29. nóvember 2018 16:05 Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október með þeim afleiðingum að karl og kona létust hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. janúar. Rannsókn málsins er á lokametrunum. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald þann 27. desember en maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því að hann var handtekinn á vettvangi. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms síðastliðinn fimmtudag. Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi svo gott sem lokið rannsókn málsins, aðeins sé eftir frágangur rannsóknargagna en að því loknu verði málið sent til héraðssaksóknara sem taki ákvörðun um hvort maðurinn verði ákærður eða ekki. Í greinargerð lögreglu sem tíunduð er í úrskurði Landsréttar segir að maðurinn sé undir sterkum rökstuddum grun um að hafa valdið eldsvoðanum. Niðurstöður tæknideildar vegna brunans séu á þá leið að eldsupptök hafi verið íkveikja af mannavöldum. Kona, sem nýtur réttarstöðu sakbornings og var handtekinn á sama tíma og maðurinn vegna málsins sagðist við yfirheyrslur hjá lögreglu hafa orðið vitni að því þegar maðurinn kveikti í pizzakössum í fangi sér sem og gardínu við sófa í stofunni. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni sagðist maðurinn muna eftir því að hafa kveikt eld með kveikjara í pappa í stofu hússins. Við seinni yfirheyrslur neitaði maðurinn hins vegar að tjá sig.
Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt um fjórar vikur Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem grunaður er um að hafa valdið mannskæðum eldsvoða að Kirkjuvegi á Selfossi í lok október, um fjórar vikur. 29. nóvember 2018 16:05 Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29
Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt um fjórar vikur Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem grunaður er um að hafa valdið mannskæðum eldsvoða að Kirkjuvegi á Selfossi í lok október, um fjórar vikur. 29. nóvember 2018 16:05
Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01