Mótmæla minningarathöfn um fórnarlömb nasista í Auschwitz Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2019 11:18 Árlega koma eftirlifendur hryllingsins í Auschwitz-búðunum og leggja blómakransa og kerti við hinn svokallaða aftökuvegg til þess að minnast þeirra sem týndu lífi í Helförinni. Beata Zawrzel/Getty Hópur öfga-hægrisinnaðra Pólverja hefur safnast saman fyrir utan Auschwitz-safnið í suðurhluta Póllands, þar sem áður stóðu útrýmingarbúðir nasista, til þess að sýna fram á óánægju sína með pólsk stjórnvöld. Hópurinn telur tæplega 50 pólska þjóðernissinna sem standa fyrir utan safnið og veifa þjóðfána Póllands. Segist hópurinn vilja komast inn á safnið til þess að koma fyrir blómakransi í tilefni þess að í dag eru 74 ár liðin frá því að sovéski herinn tók búðirnar yfir og frelsaði um 7500 fanga. Forsvarsmaður hópsins, Piotr Rybak, sakar pólsk stjórnvöld um að minnast árlega eingöngu þeirra gyðinga sem týndu lífi í Helförinni, en segir þau skauta fram hjá minningu þeirra Pólverja sem létust. Því hafi hópurinn tekið ákvörðun um að safnast saman fyrir utan Auschwitz og mótmæla. Þessi fullyrðing hópsins er þó ekki á rökum reist. Árleg minningarathöfn um þá sem nasistar myrtu í Auschwitz tekur til allra fórnarlamba Helfararinnar, óháð trú, þjóðerni eða kynþætti. Um 1,1 milljón týndi lífinu í Auschwitz, langstærstur hluti þeirra gyðingar. Pólverjar, Rómafólk og sovéskir stríðsfangar voru einnig meðal þeirra sem myrtir voru af nasistum í búðunum á árunum 1940-1945. Pólland Tengdar fréttir Ungt fólk verði að gera sér grein fyrir grimmdarverkum forfeðra sinna Kanslari Þýskalands sagði að ungt fólk sem sé að vaxa úr grasi í dag verði að gera sér grein fyrir þeim grimmdarverkum sem forfeður þeirra voru færir um að fremja. 26. janúar 2019 19:26 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hópur öfga-hægrisinnaðra Pólverja hefur safnast saman fyrir utan Auschwitz-safnið í suðurhluta Póllands, þar sem áður stóðu útrýmingarbúðir nasista, til þess að sýna fram á óánægju sína með pólsk stjórnvöld. Hópurinn telur tæplega 50 pólska þjóðernissinna sem standa fyrir utan safnið og veifa þjóðfána Póllands. Segist hópurinn vilja komast inn á safnið til þess að koma fyrir blómakransi í tilefni þess að í dag eru 74 ár liðin frá því að sovéski herinn tók búðirnar yfir og frelsaði um 7500 fanga. Forsvarsmaður hópsins, Piotr Rybak, sakar pólsk stjórnvöld um að minnast árlega eingöngu þeirra gyðinga sem týndu lífi í Helförinni, en segir þau skauta fram hjá minningu þeirra Pólverja sem létust. Því hafi hópurinn tekið ákvörðun um að safnast saman fyrir utan Auschwitz og mótmæla. Þessi fullyrðing hópsins er þó ekki á rökum reist. Árleg minningarathöfn um þá sem nasistar myrtu í Auschwitz tekur til allra fórnarlamba Helfararinnar, óháð trú, þjóðerni eða kynþætti. Um 1,1 milljón týndi lífinu í Auschwitz, langstærstur hluti þeirra gyðingar. Pólverjar, Rómafólk og sovéskir stríðsfangar voru einnig meðal þeirra sem myrtir voru af nasistum í búðunum á árunum 1940-1945.
Pólland Tengdar fréttir Ungt fólk verði að gera sér grein fyrir grimmdarverkum forfeðra sinna Kanslari Þýskalands sagði að ungt fólk sem sé að vaxa úr grasi í dag verði að gera sér grein fyrir þeim grimmdarverkum sem forfeður þeirra voru færir um að fremja. 26. janúar 2019 19:26 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ungt fólk verði að gera sér grein fyrir grimmdarverkum forfeðra sinna Kanslari Þýskalands sagði að ungt fólk sem sé að vaxa úr grasi í dag verði að gera sér grein fyrir þeim grimmdarverkum sem forfeður þeirra voru færir um að fremja. 26. janúar 2019 19:26