Starfstími ákærudómstóls vegna Rússarannsóknarinnar framlengdur Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2019 19:59 Rannsókn Mueller hefur vofað yfir forsetatíð Trump forseta í hátt í annað ár. Vísir/EPA Alríkisákærudómstóll sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur notað í rannsókn á meintu samráði framboðs Donalds Trump forseta og Rússa verður áfram starfandi í allt að sex mánuði eftir að starfstími hans var framlengdur. Upphaflega var ákærudómstóllinn skipaður til átján mánaða en starfstíminn átti að renna út um helgina, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ákærudómstólar ákveða hvort að saksóknarar hafa nægilega sterk sönnunargögn til að gefa út ákærur í sakamálum. Tugir vitna hafa þegar komið fyrir ákærudómstól Mueller og kviðdómendurnir, almennir borgarar sem eru kallaðir upp til setu í honum, hafa samþykkt ákærur á hendur nokkrum fyrrum starfsmanna framboðsins og samstarfsmanna forsetans. Á meðal þeirra eru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump og Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi forsetans. Vangaveltur hafa verið uppi um að rannsókn Mueller sé á lokametrunum. Framlengingin gæti bent til þess að hann eigi enn eftir að gefa út fleiri ákærur. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55 Segir ekki hægt að bola sér úr embætti vegna vinsælda innan Repúblikanaflokksins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að allt tal Demókrata um að þvinga hann úr embætti sé vegna þess að þeir viti að þeir geti ekki sigrað hann í forsetakosningunum á næsta ári. 4. janúar 2019 16:15 Mueller eitt skotmarka samfélagsmiðlaherferðar Rússa Rússneskir gervireikningar á Facebook sökuðu sérstaka rannsakandann um spillingu og að tengjast róttækum hópum íslamista. 18. desember 2018 12:37 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Alríkisákærudómstóll sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur notað í rannsókn á meintu samráði framboðs Donalds Trump forseta og Rússa verður áfram starfandi í allt að sex mánuði eftir að starfstími hans var framlengdur. Upphaflega var ákærudómstóllinn skipaður til átján mánaða en starfstíminn átti að renna út um helgina, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ákærudómstólar ákveða hvort að saksóknarar hafa nægilega sterk sönnunargögn til að gefa út ákærur í sakamálum. Tugir vitna hafa þegar komið fyrir ákærudómstól Mueller og kviðdómendurnir, almennir borgarar sem eru kallaðir upp til setu í honum, hafa samþykkt ákærur á hendur nokkrum fyrrum starfsmanna framboðsins og samstarfsmanna forsetans. Á meðal þeirra eru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump og Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi forsetans. Vangaveltur hafa verið uppi um að rannsókn Mueller sé á lokametrunum. Framlengingin gæti bent til þess að hann eigi enn eftir að gefa út fleiri ákærur.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55 Segir ekki hægt að bola sér úr embætti vegna vinsælda innan Repúblikanaflokksins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að allt tal Demókrata um að þvinga hann úr embætti sé vegna þess að þeir viti að þeir geti ekki sigrað hann í forsetakosningunum á næsta ári. 4. janúar 2019 16:15 Mueller eitt skotmarka samfélagsmiðlaherferðar Rússa Rússneskir gervireikningar á Facebook sökuðu sérstaka rannsakandann um spillingu og að tengjast róttækum hópum íslamista. 18. desember 2018 12:37 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55
Segir ekki hægt að bola sér úr embætti vegna vinsælda innan Repúblikanaflokksins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að allt tal Demókrata um að þvinga hann úr embætti sé vegna þess að þeir viti að þeir geti ekki sigrað hann í forsetakosningunum á næsta ári. 4. janúar 2019 16:15
Mueller eitt skotmarka samfélagsmiðlaherferðar Rússa Rússneskir gervireikningar á Facebook sökuðu sérstaka rannsakandann um spillingu og að tengjast róttækum hópum íslamista. 18. desember 2018 12:37