Hvorki hefur gengið né rekið hjá Mónakó í frönsku úrvalsdeildinni í vetur en liðið situr nú í næstneðsta sæti deildarinnar og er þremur stigum frá öruggu sæti þrátt fyrir að leikmenn á borð við Radamel Falcao, Youri Tielemans og Nacer Chadli skipi leikmannahóp liðsins.
Atletico Madrid endaði á að greiða 30 milljónir evra fyrir Martins þegar hann kom til félagsins frá Sporting Lissabon síðasta sumar. Hann hefur ekki náð að festa sig í sessi í spænsku höfuðborginni og hefur aðeins komið við sögu í 8 leikjum í La Liga í vetur.
Eins og fyrr segir berst Mónakó fyrir lífi sínu í frönsku úrvalsdeildinni en félagið hefur nýtt félagaskiptagluggann til að ná í leikmenn á borð við Cesc Fabregas og Naldo.
AS Monaco is delighted to announce the arrival of Gelson Martins on loan from Atlético Madrid until the end of the season.#WelcomeToMonaco pic.twitter.com/pXUHzYJB7R
— AS Monaco EN (@AS_Monaco_EN) January 27, 2019