Einn ofurölvi í Kolaportinu og annar með hafnaboltakylfu á barnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2019 07:34 Það var nóg að gera hjá lögreglu í miðborginni í nótt. Vísir/vilhelm Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og tengdust mörg verkefnin ölvun. Lögregla var þrisvar kölluð til vegna slagsmála og þá var töluvert um ófrið á börum og skemmtistöðum borgarinnar. Þannig var manns vitjað sem mundaði hafnaboltakylfu á bar og þá var kona handtekin fyrir að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var lögregla kölluð til á bar í miðbænum vegna manns sem var þar inni með hafnaboltakylfu. Maðurinn var ekki að ógna gestum staðarins með kylfunni en í dagbók lögreglu er hegðunin samt sem áður ekki sögð „eðlileg“. Rætt var við manninn og kylfan þvínæst gerð upptæk. Um klukkustund síðar var lögregla kölluð til að Gistiskýlinu þar sem maður var að berja húsið að utan. Honum var gert að yfirgefa svæðið sem hann gerði. Á þriðja tímanum í nótt var svo kona handtekin grunuð um að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið og valdið tjóni. Konan var handtekin og vistuð í fangaklefa vegna málsins.Ofurölvi í Kolaportinu Þrisvar var lögregla kölluð út vegna slagsmála. Á fjórða tímanum var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna „mikils æsings í hópi fólks“ og voru viðstaddir hræddir um að þar myndu brjótast út slagsmál. Ekki liggja fyrir upplýsingar um frekari vendingar mála. Skömmu eftir klukkan fimm í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu við skemmtistað í miðbænum en þar voru menn að slást. Einn leitaði á slysadeild vegna meiðsla. Þá var einnig óskað eftir aðstoð lögreglu á þriðja tímanum vegna slagsmála en ekki fengust nánar upplýsingar um málið í dagbók lögreglu. Þá fjarlægði lögregla mann úr Kolaportinu síðdegis í gær en maðurinn var þar til vandræða. Hann er sagður hafa verið ofurölvi og var honum komið heim til sín. Fleiri slík verkefni komu á borð lögreglu í gær og í nótt en atvikin má öll rekja til ölvunar. Í einu tilviki var maður handtekinn og vistaður í fangaklefa sökum ástands en hann hafði látið ófriðlega á veitingastað. Veski stolið af bensínstöðvarstarfsmanni Skömmu eftir miðnætti var lögregla kölluð til að íbúðarhúsi í höfuðborginni þar sem maður var að berja húsið að utan. Maðurinn hafði farið húsavillt og var honum leiðbeint í rétta átt. Einnig var lögregla kölluð út á bensínstöð í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt en þar hafði veski verið stolið frá starfsmanni.Þá voru fjölmargir ökumenn stöðvaður í gær og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Nokkrir óku einnig réttindalausir og þá var einn á stolinni bifreið. Lögreglumál Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og tengdust mörg verkefnin ölvun. Lögregla var þrisvar kölluð til vegna slagsmála og þá var töluvert um ófrið á börum og skemmtistöðum borgarinnar. Þannig var manns vitjað sem mundaði hafnaboltakylfu á bar og þá var kona handtekin fyrir að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var lögregla kölluð til á bar í miðbænum vegna manns sem var þar inni með hafnaboltakylfu. Maðurinn var ekki að ógna gestum staðarins með kylfunni en í dagbók lögreglu er hegðunin samt sem áður ekki sögð „eðlileg“. Rætt var við manninn og kylfan þvínæst gerð upptæk. Um klukkustund síðar var lögregla kölluð til að Gistiskýlinu þar sem maður var að berja húsið að utan. Honum var gert að yfirgefa svæðið sem hann gerði. Á þriðja tímanum í nótt var svo kona handtekin grunuð um að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið og valdið tjóni. Konan var handtekin og vistuð í fangaklefa vegna málsins.Ofurölvi í Kolaportinu Þrisvar var lögregla kölluð út vegna slagsmála. Á fjórða tímanum var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna „mikils æsings í hópi fólks“ og voru viðstaddir hræddir um að þar myndu brjótast út slagsmál. Ekki liggja fyrir upplýsingar um frekari vendingar mála. Skömmu eftir klukkan fimm í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu við skemmtistað í miðbænum en þar voru menn að slást. Einn leitaði á slysadeild vegna meiðsla. Þá var einnig óskað eftir aðstoð lögreglu á þriðja tímanum vegna slagsmála en ekki fengust nánar upplýsingar um málið í dagbók lögreglu. Þá fjarlægði lögregla mann úr Kolaportinu síðdegis í gær en maðurinn var þar til vandræða. Hann er sagður hafa verið ofurölvi og var honum komið heim til sín. Fleiri slík verkefni komu á borð lögreglu í gær og í nótt en atvikin má öll rekja til ölvunar. Í einu tilviki var maður handtekinn og vistaður í fangaklefa sökum ástands en hann hafði látið ófriðlega á veitingastað. Veski stolið af bensínstöðvarstarfsmanni Skömmu eftir miðnætti var lögregla kölluð til að íbúðarhúsi í höfuðborginni þar sem maður var að berja húsið að utan. Maðurinn hafði farið húsavillt og var honum leiðbeint í rétta átt. Einnig var lögregla kölluð út á bensínstöð í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt en þar hafði veski verið stolið frá starfsmanni.Þá voru fjölmargir ökumenn stöðvaður í gær og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Nokkrir óku einnig réttindalausir og þá var einn á stolinni bifreið.
Lögreglumál Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira