Andrés Ingi sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 18:16 Andrés Ingi sagði sig úr VG í dag. Vísir/Vilhelm Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag.Sjá einnig: Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Sæmundsson greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá. Allar breytingatillögur minnihlutans voru felldar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, var einn þeirra sem kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna og lýstu vonbrigðum sínum með þetta. „Sama sagan endurtekur sig. Enn eitt árið detta þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í skotgrafir gamaldags vinnubragða og fella þeir allar tillögur sem stjórnarandstaðan leggur hér til,“ sagði Ágúst Ólafur. „Stóð ekki til að innleiða hér ný vinnubrögð og stóð ekki til að valdefla Alþingi? Átti það bara við þingflokksherbergin hérna niðri í gömlu byggingunni?“ bætti hann við og vísaði þar til þingflokksherbergja stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gerði einnig grein fyrir atkvæði sínu þar sem hann sagði þingflokk Samfylkingarinnar vera eina flokkinn sem ekki tekið undir eina einustu tillögu ríkisstjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan fer hér meira og minna upp til þess að afþakka að vera með stjórnarandstöðunni í mun meira mæli heldur en að fara í atkvæðaskýringar gegn tillögum ríkisstjórnarflokkanna sem segir mér líka að tillögur ríkisstjórnarinnar og meiri hluta fjárlaganefndar eru skynsamlegar og góðar,“ sagði Sigurður Ingi. Þessu mótmælti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, með köllum úr sal og úr ræðupúlti þar sem hann kallaði eftir því að ráðherrann bæðist afsökunar á því að hafa farið rangt með staðreyndir. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Vinstri græn Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag.Sjá einnig: Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Sæmundsson greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá. Allar breytingatillögur minnihlutans voru felldar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, var einn þeirra sem kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna og lýstu vonbrigðum sínum með þetta. „Sama sagan endurtekur sig. Enn eitt árið detta þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í skotgrafir gamaldags vinnubragða og fella þeir allar tillögur sem stjórnarandstaðan leggur hér til,“ sagði Ágúst Ólafur. „Stóð ekki til að innleiða hér ný vinnubrögð og stóð ekki til að valdefla Alþingi? Átti það bara við þingflokksherbergin hérna niðri í gömlu byggingunni?“ bætti hann við og vísaði þar til þingflokksherbergja stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gerði einnig grein fyrir atkvæði sínu þar sem hann sagði þingflokk Samfylkingarinnar vera eina flokkinn sem ekki tekið undir eina einustu tillögu ríkisstjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan fer hér meira og minna upp til þess að afþakka að vera með stjórnarandstöðunni í mun meira mæli heldur en að fara í atkvæðaskýringar gegn tillögum ríkisstjórnarflokkanna sem segir mér líka að tillögur ríkisstjórnarinnar og meiri hluta fjárlaganefndar eru skynsamlegar og góðar,“ sagði Sigurður Ingi. Þessu mótmælti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, með köllum úr sal og úr ræðupúlti þar sem hann kallaði eftir því að ráðherrann bæðist afsökunar á því að hafa farið rangt með staðreyndir.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Vinstri græn Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira