Hækkaði rána í íslenskri knattspyrnu Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. nóvember 2019 19:00 Margrét Lára fagnar marki. fréttablaðið Tilkynnt var í gær að Margrét Lára Viðarsdóttir hefði lagt skóna á hilluna eftir nítján ára farsælan feril. Markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi og fyrsta knattspyrnukonan sem kjörin var íþróttamaður ársins árið 2007 kveður því sviðið sem ríkjandi Íslandsmeistari eftir að hafa verið hluti af meistaraliði Vals í sumar. Þetta var fjórði Íslandsmeistaratitill Margrétar Láru með Valsliðinu og vantaði hana aðeins eitt mark í sumar til að deila markadrottningartitlinum. Margrét vakti ung athygli og lék fyrsta leik sinn með ÍBV í efstu deild aðeins fjórtán ára gömul. Sextán ára gömul skoraði Margrét sjö mörk í ellefu leikjum en gerði enn betur næstu tvö ár þegar hún skoraði 41 mark í 26 leikjum. Það reyndust síðustu tímabil hennar í Vestmannaeyjum því hún samdi við Val haustið 2004. Með Margréti í fremstu víglínu varð Valsliðið Íslandsmeistari þrjú ár í röð, árin 2006-2008, og skoraði Margrét alls 104 mörk í 48 leikjum á þessum þremur árum. Á atvinnumannsferlinum fór Margrét fyrst til Duisburg í Þýskalandi átti síðar eftir að leika fyrir Turbine Potsdam sem var þá eitt sterkasta félagslið Evrópu en henni tókst ekki að sýna sitt rétta andlit í Þýskalandi. Í Svíþjóð stoppaði Margrét stutt hjá Linköpings en lék undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur í fimm ár hjá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún varð markadrottning árið 2011. Með kvennalandsliðinu braut Margrét Lára ísinn strax í fyrsta leik undir stjórn Helenu Ólafsdóttur í 4-1 sigri á Ungverjalandi. Það tók Margréti aðeins fjórar mínútur að komast á blað eftir að hafa komið inn á sem varamaður og gaf það tóninn fyrir landsliðsferil Margrétar. Sjö sinnum tókst henni að skora þrennu eða meira í leikjum Íslands og skoraði hún alls 79 mörk, það síðasta í 6-0 sigri á Lettlandi á dögunum í leik sem reyndist hennar síðasti fyrir landsliðið. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
Tilkynnt var í gær að Margrét Lára Viðarsdóttir hefði lagt skóna á hilluna eftir nítján ára farsælan feril. Markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi og fyrsta knattspyrnukonan sem kjörin var íþróttamaður ársins árið 2007 kveður því sviðið sem ríkjandi Íslandsmeistari eftir að hafa verið hluti af meistaraliði Vals í sumar. Þetta var fjórði Íslandsmeistaratitill Margrétar Láru með Valsliðinu og vantaði hana aðeins eitt mark í sumar til að deila markadrottningartitlinum. Margrét vakti ung athygli og lék fyrsta leik sinn með ÍBV í efstu deild aðeins fjórtán ára gömul. Sextán ára gömul skoraði Margrét sjö mörk í ellefu leikjum en gerði enn betur næstu tvö ár þegar hún skoraði 41 mark í 26 leikjum. Það reyndust síðustu tímabil hennar í Vestmannaeyjum því hún samdi við Val haustið 2004. Með Margréti í fremstu víglínu varð Valsliðið Íslandsmeistari þrjú ár í röð, árin 2006-2008, og skoraði Margrét alls 104 mörk í 48 leikjum á þessum þremur árum. Á atvinnumannsferlinum fór Margrét fyrst til Duisburg í Þýskalandi átti síðar eftir að leika fyrir Turbine Potsdam sem var þá eitt sterkasta félagslið Evrópu en henni tókst ekki að sýna sitt rétta andlit í Þýskalandi. Í Svíþjóð stoppaði Margrét stutt hjá Linköpings en lék undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur í fimm ár hjá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún varð markadrottning árið 2011. Með kvennalandsliðinu braut Margrét Lára ísinn strax í fyrsta leik undir stjórn Helenu Ólafsdóttur í 4-1 sigri á Ungverjalandi. Það tók Margréti aðeins fjórar mínútur að komast á blað eftir að hafa komið inn á sem varamaður og gaf það tóninn fyrir landsliðsferil Margrétar. Sjö sinnum tókst henni að skora þrennu eða meira í leikjum Íslands og skoraði hún alls 79 mörk, það síðasta í 6-0 sigri á Lettlandi á dögunum í leik sem reyndist hennar síðasti fyrir landsliðið.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira