Fyrsta barn ársins var búið að láta bíða eftir sér í tíu daga Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 1. janúar 2019 19:09 Fyrsta barn ársins var búið að láta bíða eftir sér í tíu daga þegar það ákvað að kíkja í heiminn og stela athygli fjölmiðla. Foreldarnir eru að sjálfsögðu í skýjunum og segja stórstjörnu fædda. „Þetta gekk bara vel loksins þegar allt fór í gang. Ég var sett 23. desember og var eiginlega búin að vera með hríðar í fjóra daga þegar hún ákvað að láta sjá sig með látum, fyrst barn ársins,“ segir Sigríður Hjördís Indriðadóttir, móðir stúlkunnar. Stúlkan kom í heiminn klukkan þrjá mínútur yfir sex í morgun og vó hún fimmtán merkur og var fimmtíu og einn sentimetrar á lengd. Foreldrarnir eru að sjálfsögðu í skýjunum og segja hana væra og góða. Tilfinningin að fara inn í nýtt ár í miðri fæðingu sé auðvitað eitthvað sem þau ímynduðu sér ekki að upplifa. „Það er náttúrulega svolítið sérstakt en frábær tilfinning, klárlega það besta sem ég hef upplifað,“ segir Hannes Björn Guðlaugsson, faðir stúlkunnar. Sigríður segir lætin í flugeldunum bara hafa hjálpað til „Ég man eftir því í fæðingunni að ég hugsaði til þess að ég heyrði í þeim úti, það bara hjálpaði til – mikil læti,“ segir Sigríður. Þrátt fyrir að átökin við að koma stúlkunni í heiminn voru hafinn á miðnætti reyndu þau að halda í hefðir og kveiktu á áramótaskaupinu. „Það var nú í gangi í miðri fæðingunni, við náðum ekki að horfa á allt en það var þarna eitthvað sem við sáum,“ segir Hannes léttur í bragði. Tengdar fréttir Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Akranesi Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi klukkan 6:03 í morgun. 1. janúar 2019 09:52 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Fyrsta barn ársins var búið að láta bíða eftir sér í tíu daga þegar það ákvað að kíkja í heiminn og stela athygli fjölmiðla. Foreldarnir eru að sjálfsögðu í skýjunum og segja stórstjörnu fædda. „Þetta gekk bara vel loksins þegar allt fór í gang. Ég var sett 23. desember og var eiginlega búin að vera með hríðar í fjóra daga þegar hún ákvað að láta sjá sig með látum, fyrst barn ársins,“ segir Sigríður Hjördís Indriðadóttir, móðir stúlkunnar. Stúlkan kom í heiminn klukkan þrjá mínútur yfir sex í morgun og vó hún fimmtán merkur og var fimmtíu og einn sentimetrar á lengd. Foreldrarnir eru að sjálfsögðu í skýjunum og segja hana væra og góða. Tilfinningin að fara inn í nýtt ár í miðri fæðingu sé auðvitað eitthvað sem þau ímynduðu sér ekki að upplifa. „Það er náttúrulega svolítið sérstakt en frábær tilfinning, klárlega það besta sem ég hef upplifað,“ segir Hannes Björn Guðlaugsson, faðir stúlkunnar. Sigríður segir lætin í flugeldunum bara hafa hjálpað til „Ég man eftir því í fæðingunni að ég hugsaði til þess að ég heyrði í þeim úti, það bara hjálpaði til – mikil læti,“ segir Sigríður. Þrátt fyrir að átökin við að koma stúlkunni í heiminn voru hafinn á miðnætti reyndu þau að halda í hefðir og kveiktu á áramótaskaupinu. „Það var nú í gangi í miðri fæðingunni, við náðum ekki að horfa á allt en það var þarna eitthvað sem við sáum,“ segir Hannes léttur í bragði.
Tengdar fréttir Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Akranesi Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi klukkan 6:03 í morgun. 1. janúar 2019 09:52 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Akranesi Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi klukkan 6:03 í morgun. 1. janúar 2019 09:52