Eldurinn kviknaði á svölum á fyrstu hæð.Vísir/Jói K.
Búið er að rýma fjölbýlishúsið að Eddufelli 8 þar sem kviknaði eldur fyrr í kvöld. Eldurinn virðist hafa hafa kviknað á svölum á fyrstu hæð hússins en dreift sér í klæðningu.
Um fjögurra hæða fjölbýlishús er að ræða og vinnur slökkviliðið nú að því að rífa klæðningu utan af einum vegg hússins og af þakinu.
Rauði krossin aðstoðar nú íbúa hússins á meðan slökkvistarfi stendur.