„Ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim“ Sylvía Hall skrifar 1. janúar 2019 20:52 Inga Sæland í Kryddsíldinni í gær. Vísir Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins, segist líta upp til verkalýðsforystunnar í baráttu þeirra í aðdraganda komandi kjaraviðræðum. Sólveig Anna Jónsdóttir var valin maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og mætti í Kryddsíldina. Í Kryddsíldinni spurði hún formenn flokkanna hvort þeir treystu sér til þess að lifa af á lágmarkslaunum hér á landi. Í svari sínu sagðist Inga treysta sér til þess að lifa af á þeim „lúsarlaunum“ því sjálf þekkti hún ekkert annað. „Já ég treysti mér til þess að lifa af á þessum lúsarlaunum því það er nánast ekkert annað sem mér hefur verið skammtað alla mína ævi.“ Þá sagðist Inga ekki trúa því að aðeins um eitt prósent landsmanna lifði á lágmarkslaunum og gagnrýndi Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir að halda slíku fram. Það væri fjarri frá þeim raunveruleika sem hún þekkti. „Þessi veruleikafirring sem mér finnst einkenna stjórnvöld, hún er í rauninni sárari en tárum taki.“ Hægt að koma í veg fyrir samskonar ástand og í Frakklandi Inga sagði nýtt ár bjóða upp á tækifæri til þess að breyta umgjörðinni hér á landi og koma til móts við kröfur verkalýðsforystunnar. Með þeim hætti væri hægt að koma í veg fyrir mótmæli líkt og þau sem eiga sér stað í Frakklandi um þessar mundir. Mótmælendurnir í Frakklandi, sem oft ganga undir nafninu „gulu vestin“, hafa mótmælt ríkisstjórn Macron og hafa mótmælin oft á tíðum breyst í óeirðir. Boðað var til mótmælanna eftir að ríkisstjórnin þar í landi tilkynnti fyrirhugaðar hækkanir á eldsneytisskatti og hækkandi framfærslukostnaði. „Við getum komið í veg fyrir það að við klæðumst öll í gul vesti, því ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim,“ sagði Inga. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í hinni árlegu Kryddsíld í gær.Vísir Vont ef stjórnmálaforingjar fara að ræða gulu vestin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði það vel hægt að gagnrýna verkalýðsforystuna fyrir að vera herskáa en það væri vont að stjórnmálaforingjar ræddu gulu vestin í því samhengi. „Ég mótmæli því sérstaklega ef við ætlum að fara að tala hér um gulu vestin og mér finnst það vont ef stjórnmálaforingjar ætla að fara að ræða þau,“ sagði Þorgerður. Hún sagði það skipta mestu máli að koma húsnæðiskerfinu í lag og hvatti verkalýðsforystuna til þess að ráðast að rótum vandans sem væri íslenska krónan. „Rót vandans er íslenska krónan sem býr til okurvaxtakerfi og óöryggi fyrir heimilin og fjölskyldurnar fyrst og síðast, þannig getum við jafnað aðstöðuna í samfélaginu en ekki aukið þetta misvægi sem alltaf er með íslensku krónunni,“ sagði Þorgerður að lokum. Þorgerður segir íslensku krónuna vera rót vandans og kallaði á eftir því að verkalýðsforystan færi að tala fyrir nýjum gjaldmiðli.Vísir Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: 'Ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim“ Kryddsíld Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins, segist líta upp til verkalýðsforystunnar í baráttu þeirra í aðdraganda komandi kjaraviðræðum. Sólveig Anna Jónsdóttir var valin maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og mætti í Kryddsíldina. Í Kryddsíldinni spurði hún formenn flokkanna hvort þeir treystu sér til þess að lifa af á lágmarkslaunum hér á landi. Í svari sínu sagðist Inga treysta sér til þess að lifa af á þeim „lúsarlaunum“ því sjálf þekkti hún ekkert annað. „Já ég treysti mér til þess að lifa af á þessum lúsarlaunum því það er nánast ekkert annað sem mér hefur verið skammtað alla mína ævi.“ Þá sagðist Inga ekki trúa því að aðeins um eitt prósent landsmanna lifði á lágmarkslaunum og gagnrýndi Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir að halda slíku fram. Það væri fjarri frá þeim raunveruleika sem hún þekkti. „Þessi veruleikafirring sem mér finnst einkenna stjórnvöld, hún er í rauninni sárari en tárum taki.“ Hægt að koma í veg fyrir samskonar ástand og í Frakklandi Inga sagði nýtt ár bjóða upp á tækifæri til þess að breyta umgjörðinni hér á landi og koma til móts við kröfur verkalýðsforystunnar. Með þeim hætti væri hægt að koma í veg fyrir mótmæli líkt og þau sem eiga sér stað í Frakklandi um þessar mundir. Mótmælendurnir í Frakklandi, sem oft ganga undir nafninu „gulu vestin“, hafa mótmælt ríkisstjórn Macron og hafa mótmælin oft á tíðum breyst í óeirðir. Boðað var til mótmælanna eftir að ríkisstjórnin þar í landi tilkynnti fyrirhugaðar hækkanir á eldsneytisskatti og hækkandi framfærslukostnaði. „Við getum komið í veg fyrir það að við klæðumst öll í gul vesti, því ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim,“ sagði Inga. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í hinni árlegu Kryddsíld í gær.Vísir Vont ef stjórnmálaforingjar fara að ræða gulu vestin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði það vel hægt að gagnrýna verkalýðsforystuna fyrir að vera herskáa en það væri vont að stjórnmálaforingjar ræddu gulu vestin í því samhengi. „Ég mótmæli því sérstaklega ef við ætlum að fara að tala hér um gulu vestin og mér finnst það vont ef stjórnmálaforingjar ætla að fara að ræða þau,“ sagði Þorgerður. Hún sagði það skipta mestu máli að koma húsnæðiskerfinu í lag og hvatti verkalýðsforystuna til þess að ráðast að rótum vandans sem væri íslenska krónan. „Rót vandans er íslenska krónan sem býr til okurvaxtakerfi og óöryggi fyrir heimilin og fjölskyldurnar fyrst og síðast, þannig getum við jafnað aðstöðuna í samfélaginu en ekki aukið þetta misvægi sem alltaf er með íslensku krónunni,“ sagði Þorgerður að lokum. Þorgerður segir íslensku krónuna vera rót vandans og kallaði á eftir því að verkalýðsforystan færi að tala fyrir nýjum gjaldmiðli.Vísir Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: 'Ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim“
Kryddsíld Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Sjá meira