Íslenski söfnuðurinn í Noregi kærir ekki fjárdrátt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. júlí 2019 11:30 Nordberg-kirkja í Noregi. Samsett mynd/Guðni Ölversson Formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hefur látið af störfum vegna trúnaðarbrests við stjórn trúfélagsins, en upp komst að hann hefði í nokkrum tilfellum misnotað greiðslukort í starfi sínu. Trúfélagið tók þá ákvörðun að kæra málið ekki til lögreglu. Formaðurinn hefur um nokkurt skeið sinnt störfum innan trúfélagsins sem almennur starfsmaður í hlutastarfi en frá áramótum var stöðugildið orðið 100%. Upp komst um fjárdráttinn þegar greiðsluseðlar greiðslukorta voru skoðaðir. Þetta staðfestir Anna Guðný Júlíusdóttir, lögmaður Íslenska safnaðarins í Noregi í samtali við fréttastofu. Anna segir að við skoðun hafi komið í ljós að 30.000 norskar krónur hafi verið teknar út án heimildar. Færslurnar hafi ekki verið margar en flestar þeirra háar í hvert skipti. Stjórn Íslenska safnaðarins tók ákvörðun um að kæra málið ekki til lögreglu og fór fram á að fráfarandi formaður mundi endurgreiða féð sem hann hefur gert. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fráfrandi formaður og stjórn ekki sammála um hvort formanninum hafi verið vikið úr starfi eða hann hafi sagt upp sjálfur. Stjórn lítur svo á að hann hafi hætt vegna málsins en í bréfi sem formaðurinn sendi samstarfsmönnum sínum, segir hann að stjórnin hafi rekið hann. Mikil ólga var innan safnaðarins á síðasta ári þegar Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, presti, var sagt upp störfum. Á aðalfundi það ár urðu töluverð átök og stóð sá fundur í fimm klukkustundir, meðal annars vegna fjárhagsmála safnaðarins. Um 6000 manns eru skráðir í trúfélagið í Noregi og greiðir norska ríkið ákveðna upphæð á mánuði fyrir hvern skráðan einstakling til Íslensku kirkjunnar í Noregi. Uppfært klukkan 16:09Jónína Margrét Arnórsdóttir, nýr formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hafði samband við fréttastofu og vildi leiðrétta það sem fram kemur um Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, prest. Hún segir að Ragnheiði hafi ekki verið sagt upp störfum heldur að hún hafi farið í námsleyfi. Hún muni hins vegar ekki snúa aftur til starfa. Noregur Trúmál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hefur látið af störfum vegna trúnaðarbrests við stjórn trúfélagsins, en upp komst að hann hefði í nokkrum tilfellum misnotað greiðslukort í starfi sínu. Trúfélagið tók þá ákvörðun að kæra málið ekki til lögreglu. Formaðurinn hefur um nokkurt skeið sinnt störfum innan trúfélagsins sem almennur starfsmaður í hlutastarfi en frá áramótum var stöðugildið orðið 100%. Upp komst um fjárdráttinn þegar greiðsluseðlar greiðslukorta voru skoðaðir. Þetta staðfestir Anna Guðný Júlíusdóttir, lögmaður Íslenska safnaðarins í Noregi í samtali við fréttastofu. Anna segir að við skoðun hafi komið í ljós að 30.000 norskar krónur hafi verið teknar út án heimildar. Færslurnar hafi ekki verið margar en flestar þeirra háar í hvert skipti. Stjórn Íslenska safnaðarins tók ákvörðun um að kæra málið ekki til lögreglu og fór fram á að fráfarandi formaður mundi endurgreiða féð sem hann hefur gert. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fráfrandi formaður og stjórn ekki sammála um hvort formanninum hafi verið vikið úr starfi eða hann hafi sagt upp sjálfur. Stjórn lítur svo á að hann hafi hætt vegna málsins en í bréfi sem formaðurinn sendi samstarfsmönnum sínum, segir hann að stjórnin hafi rekið hann. Mikil ólga var innan safnaðarins á síðasta ári þegar Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, presti, var sagt upp störfum. Á aðalfundi það ár urðu töluverð átök og stóð sá fundur í fimm klukkustundir, meðal annars vegna fjárhagsmála safnaðarins. Um 6000 manns eru skráðir í trúfélagið í Noregi og greiðir norska ríkið ákveðna upphæð á mánuði fyrir hvern skráðan einstakling til Íslensku kirkjunnar í Noregi. Uppfært klukkan 16:09Jónína Margrét Arnórsdóttir, nýr formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hafði samband við fréttastofu og vildi leiðrétta það sem fram kemur um Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, prest. Hún segir að Ragnheiði hafi ekki verið sagt upp störfum heldur að hún hafi farið í námsleyfi. Hún muni hins vegar ekki snúa aftur til starfa.
Noregur Trúmál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira