Indverjar skutu ómönnuðu geimfari til tunglsins eftir misheppnaða tilraun Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2019 10:24 Skotið er hluti af metnaðarfullum geimferðaáætlunum Indverja. Vísir/AP Indverska geimferðastofnunin tilkynnti fyrr í dag að hún hafi náð að skjóta ómönnuðu geimfari út í geim sem er ætlað að ná til tunglsins. Skotið var framkvæmt viku á eftir áætlun, þegar Indverjar hættu skyndilega við geimskotið vegna tæknilegra örðuleika.. Greint er frá því að mikil fagnaðarlæti hafi brotist út í stjórnstöð geimferðarstofnunarinnar í kjölfar þess að skotið heppnaðist. Indverska geimfarinu var skotið á loft einum degi eftir að Bandaríkjamenn fögnuðu því að fimmtíu ár eru liðin frá því að Apollo 11 sendiferðin setti bandaríska geimfara á tunglið. Geimfarið hefur hlotið nafnið Chandrayaan, sem útleggst sem tunglfar á tungumálinu sanskrit. Chandrayaan er hannað til þess að lenda á suðurpól tunglsins í september og senda af stað könnunarfar sem er ætlað að kanna vatnssetlög á tunglinu. Fyrsta sendiför Indlands til tunglsins var farin árið 2008 og átti hún þátt í að staðfesta tilvist vatns á tunglinu. Í mars síðastliðnum framkvæmdu Indverjar vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sagði afrekið gera Indland að „geim-ofurveldi.“ Einungis þrjú önnur ríki hafa skotið niður gervihnetti. Indland áætlar að senda fyrsta mannaða geimfar sitt út í geim fyrir lok ársins 2022. Geimurinn Indland Tengdar fréttir Indland orðið að „geim-ofurveldi“ Indverjar framkvæmdu í nótt vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. 27. mars 2019 10:22 Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00 Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél 23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. 29. apríl 2019 21:00 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Sjá meira
Indverska geimferðastofnunin tilkynnti fyrr í dag að hún hafi náð að skjóta ómönnuðu geimfari út í geim sem er ætlað að ná til tunglsins. Skotið var framkvæmt viku á eftir áætlun, þegar Indverjar hættu skyndilega við geimskotið vegna tæknilegra örðuleika.. Greint er frá því að mikil fagnaðarlæti hafi brotist út í stjórnstöð geimferðarstofnunarinnar í kjölfar þess að skotið heppnaðist. Indverska geimfarinu var skotið á loft einum degi eftir að Bandaríkjamenn fögnuðu því að fimmtíu ár eru liðin frá því að Apollo 11 sendiferðin setti bandaríska geimfara á tunglið. Geimfarið hefur hlotið nafnið Chandrayaan, sem útleggst sem tunglfar á tungumálinu sanskrit. Chandrayaan er hannað til þess að lenda á suðurpól tunglsins í september og senda af stað könnunarfar sem er ætlað að kanna vatnssetlög á tunglinu. Fyrsta sendiför Indlands til tunglsins var farin árið 2008 og átti hún þátt í að staðfesta tilvist vatns á tunglinu. Í mars síðastliðnum framkvæmdu Indverjar vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sagði afrekið gera Indland að „geim-ofurveldi.“ Einungis þrjú önnur ríki hafa skotið niður gervihnetti. Indland áætlar að senda fyrsta mannaða geimfar sitt út í geim fyrir lok ársins 2022.
Geimurinn Indland Tengdar fréttir Indland orðið að „geim-ofurveldi“ Indverjar framkvæmdu í nótt vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. 27. mars 2019 10:22 Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00 Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél 23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. 29. apríl 2019 21:00 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Sjá meira
Indland orðið að „geim-ofurveldi“ Indverjar framkvæmdu í nótt vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. 27. mars 2019 10:22
Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00
Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél 23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. 29. apríl 2019 21:00