Fótbolti

Strákarnir hans Guðjóns á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir hans Guðjóns hafa ekki tapað deildarleik síðan 14. apríl.
Strákarnir hans Guðjóns hafa ekki tapað deildarleik síðan 14. apríl. vísir/daníel
NSÍ Runavík er komið á topp færeysku úrvalsdeildarinnar eftir 1-1 jafntefli við B36 Þórshöfn í dag.

Johan Davidsen skoraði jöfnunarmark NSÍ þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

NSÍ er með 32 stig, jafn mörg og Klaksvík en betri markatölu. Klaksvík á auk þess leik til góða á NSÍ. Þessi lið mætast um næstu helgi.

Fyrir leikinn í dag voru strákarnir hans Guðjóns búnir að vinna átta leiki í röð. NSÍ hefur ekki tapað deildarleik síðan 14. apríl, eða í rúma tvo mánuði.

Guðjón tók við NSÍ fyrir tímabilið og hefur gert góða hluti með liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×