Segja kínverskt félag vera að bjóða Bale 156 milljónir króna í vikulaun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 08:30 Gareth Bale vann þennan glæsilega bikar fjórum sinnum með Real Madrid. Getty/ Etsuo Hara Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, talaði um það um helgina að Gareth Bale væri kominn hálfa leið út um dyrnar hjá Real Madrid því spænska félagið væri búið að finna kaupanda. Nú lítur út fyrir að Bale sé á leiðinni til Kína en ekki til Englands. Telegraph segir frá áhuga kínverska félagsins Beijing Guoan á að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid og gera hann um leið að launahæsta fótboltamanninum í sögu kínverska fótboltans.Exclusive: Beijing Guoan want to make Gareth Bale highest-paid player in Chinese football history | @Matt_Law_DThttps://t.co/VgENIweZRR — Telegraph Football (@TeleFootball) July 21, 2019 Góð laun Gareth Bale hjá Real Madrid, um 600 þúsund pund á viku eða 94 milljónir íslenskar, eru hluti af vandamáli spænska félagsins nú þegar Zinedine Zidane við losna við velsku stjörnuna. Það eiga fá félög möguleika á að greiða þessu laun. Kínverjarnir ætla hins vegar að koma til bjargar því þeir ætla að gera meira en að greiða Bale þessi laun. Beijing Guoan er sagt tilbúið að borga Gareth Bale eina milljón pund á viku eða 156 milljónir íslenskra króna í vikulaun. Sú tala kom fram í frétt Mirror um tilboð Kínverjanna. Beijing Guoan er eitt ríkasta félagið í Asíu og þeir eru nýbúnir að kaupa Cedric Bakambu frá Villarreal en hann er sagður frá 300 þúsund pund í vikulaun eða 47 milljónir íslenskra króna.Is Gareth Bale about to become the highest-paid player in Chinese football history? Here's what the papers say: https://t.co/CnceWTdKxSpic.twitter.com/HMVyRq3lbq — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019 Launahæsti leikmaður kínversku deildarinnar í dag er Argentínumaðurinn Ezequiel Lavezzi sem Football Leaks segir að fái í 798 þúsund pund í vikulaun frá félaginu Hebei China Fortune eða 125 milljónir íslenskra króna. Carlos Tevez fékk 650 þúsund pund í vikulaun, 102 milljónir króna, frá Shanghai Shenhua á sínum tíma. Gareth Bale hefur spilað með Real Madrid síðan að spænska félagið keypti hann fyrir 86 milljónir punda frá Tottenham árið 2016. Hann hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum með félaginu. Af einhverjum ástæðum þá vill Zinedine Zidane ekki sjá hann og er ekkert að fela það. Umboðsmaður Bale, Jonathan Barnett, sagði það skammarlegt hvernig Frakkinn talaði um skjólstæðing sinn miðað við hvað Bale hefur gert fyrir Real Madrid á þessum sex árum. Það er athyglisvert að velta fyrir sér hvað 156 milljónir króna á viku er mikill peningur. Bale fengi þá 22 milljónir á hverjum degi, 933 þúsund krónur á hverjum klukkutíma og 15 þúsund og fimm hundruð krónur fyrir hverja einustu mínútu.£1m-per-week £142,857-per-day £5,952-per-hour ?? £99-per-minute £52m-per-year to play in China - how can Gareth Bale say no?! https://t.co/J2LhVQ9K8A — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 21, 2019 Kína Spánn Spænski boltinn Wales Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, talaði um það um helgina að Gareth Bale væri kominn hálfa leið út um dyrnar hjá Real Madrid því spænska félagið væri búið að finna kaupanda. Nú lítur út fyrir að Bale sé á leiðinni til Kína en ekki til Englands. Telegraph segir frá áhuga kínverska félagsins Beijing Guoan á að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid og gera hann um leið að launahæsta fótboltamanninum í sögu kínverska fótboltans.Exclusive: Beijing Guoan want to make Gareth Bale highest-paid player in Chinese football history | @Matt_Law_DThttps://t.co/VgENIweZRR — Telegraph Football (@TeleFootball) July 21, 2019 Góð laun Gareth Bale hjá Real Madrid, um 600 þúsund pund á viku eða 94 milljónir íslenskar, eru hluti af vandamáli spænska félagsins nú þegar Zinedine Zidane við losna við velsku stjörnuna. Það eiga fá félög möguleika á að greiða þessu laun. Kínverjarnir ætla hins vegar að koma til bjargar því þeir ætla að gera meira en að greiða Bale þessi laun. Beijing Guoan er sagt tilbúið að borga Gareth Bale eina milljón pund á viku eða 156 milljónir íslenskra króna í vikulaun. Sú tala kom fram í frétt Mirror um tilboð Kínverjanna. Beijing Guoan er eitt ríkasta félagið í Asíu og þeir eru nýbúnir að kaupa Cedric Bakambu frá Villarreal en hann er sagður frá 300 þúsund pund í vikulaun eða 47 milljónir íslenskra króna.Is Gareth Bale about to become the highest-paid player in Chinese football history? Here's what the papers say: https://t.co/CnceWTdKxSpic.twitter.com/HMVyRq3lbq — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019 Launahæsti leikmaður kínversku deildarinnar í dag er Argentínumaðurinn Ezequiel Lavezzi sem Football Leaks segir að fái í 798 þúsund pund í vikulaun frá félaginu Hebei China Fortune eða 125 milljónir íslenskra króna. Carlos Tevez fékk 650 þúsund pund í vikulaun, 102 milljónir króna, frá Shanghai Shenhua á sínum tíma. Gareth Bale hefur spilað með Real Madrid síðan að spænska félagið keypti hann fyrir 86 milljónir punda frá Tottenham árið 2016. Hann hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum með félaginu. Af einhverjum ástæðum þá vill Zinedine Zidane ekki sjá hann og er ekkert að fela það. Umboðsmaður Bale, Jonathan Barnett, sagði það skammarlegt hvernig Frakkinn talaði um skjólstæðing sinn miðað við hvað Bale hefur gert fyrir Real Madrid á þessum sex árum. Það er athyglisvert að velta fyrir sér hvað 156 milljónir króna á viku er mikill peningur. Bale fengi þá 22 milljónir á hverjum degi, 933 þúsund krónur á hverjum klukkutíma og 15 þúsund og fimm hundruð krónur fyrir hverja einustu mínútu.£1m-per-week £142,857-per-day £5,952-per-hour ?? £99-per-minute £52m-per-year to play in China - how can Gareth Bale say no?! https://t.co/J2LhVQ9K8A — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 21, 2019
Kína Spánn Spænski boltinn Wales Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira