Ísrael rífur niður palestínsk heimili Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2019 17:52 Ísraelskar öryggissveitir rífa niður hús í austurhluta Jerúsalem. getty/Wisam Hashlamoun Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. Frá þessu er greint á vef fréttastofu NBC. Niðurrifið markar lok áralangrar lagalegrar baráttu yfir byggingunum, sem liggja á borgarmörkunum við Vesturbakkann. Yfirvöld í Ísrael segir húsin hafa verið reist of nálægt aðskilnaðartálmum að Vesturbakkanum. Íbúar segja húsin vera á landi sem tilheyrir Vesturbakkanum og að palestínsk yfirvöld hafi gefið byggingarleyfi fyrir þeim. Hæstiréttur Ísraels dæmdi Ísrael í vil og heimilaði niðurrifið. Ísraelsk vinnuteymi fóru inn í hverfið á einni nóttu og byrjuðu niðurrif húsanna morguninn eftir. Gilad Erdan, almannaöryggisáðherra Ísraels, sagði Hæstarétt hafa dæmt að byggingarnar ólöglegu væru „gríðarleg öryggisógn og gætu veitt sjálfsmorðssprengjumönnum og öðrum hryðjuverkahópum skjól til að fela sig meðal almennings.“ Hann sagði þá sem byggðu hús með fram aðskilnaðartálmunum „taka lögin í sínar eigin hendur.“ Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum bjuggu í kring um 20 manns í byggingunum sem nú væru á vergangi og að um 350 eigendur húsa, sem væri verið að reisa, myndu líka verða fyrir áhrifum vegna dómsins. Hussein al-Sheikh, yfirmaður almenningsmáladeildar palestínskra yfirvalda, sagði niðurrifið glæp og krafðist alþjóðlegs inngrips. Leiðtogar Gaza, kölluðu eftir aukinnar andstöðu við landnámsverkefni Síonista. „Aukning glæpa landnemanna gegn íbúa heilögu borgarinnar er vegna algjörs stuðnings Bandaríkjanna,“ sagði Hazem Qassem, talsmaður Hamas samtakanna, sem fara með stjórn á Gaza. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Sjá meira
Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. Frá þessu er greint á vef fréttastofu NBC. Niðurrifið markar lok áralangrar lagalegrar baráttu yfir byggingunum, sem liggja á borgarmörkunum við Vesturbakkann. Yfirvöld í Ísrael segir húsin hafa verið reist of nálægt aðskilnaðartálmum að Vesturbakkanum. Íbúar segja húsin vera á landi sem tilheyrir Vesturbakkanum og að palestínsk yfirvöld hafi gefið byggingarleyfi fyrir þeim. Hæstiréttur Ísraels dæmdi Ísrael í vil og heimilaði niðurrifið. Ísraelsk vinnuteymi fóru inn í hverfið á einni nóttu og byrjuðu niðurrif húsanna morguninn eftir. Gilad Erdan, almannaöryggisáðherra Ísraels, sagði Hæstarétt hafa dæmt að byggingarnar ólöglegu væru „gríðarleg öryggisógn og gætu veitt sjálfsmorðssprengjumönnum og öðrum hryðjuverkahópum skjól til að fela sig meðal almennings.“ Hann sagði þá sem byggðu hús með fram aðskilnaðartálmunum „taka lögin í sínar eigin hendur.“ Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum bjuggu í kring um 20 manns í byggingunum sem nú væru á vergangi og að um 350 eigendur húsa, sem væri verið að reisa, myndu líka verða fyrir áhrifum vegna dómsins. Hussein al-Sheikh, yfirmaður almenningsmáladeildar palestínskra yfirvalda, sagði niðurrifið glæp og krafðist alþjóðlegs inngrips. Leiðtogar Gaza, kölluðu eftir aukinnar andstöðu við landnámsverkefni Síonista. „Aukning glæpa landnemanna gegn íbúa heilögu borgarinnar er vegna algjörs stuðnings Bandaríkjanna,“ sagði Hazem Qassem, talsmaður Hamas samtakanna, sem fara með stjórn á Gaza.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Sjá meira
Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00