Skiptar skoðanir í Noregi um ákvörðun Alþingis í orkupakkamálinu Eiður Þór Árnason skrifar 2. september 2019 23:45 Kathrine Kleveland, formaður norsku samtakanna Nei til EU, og Knut Kroepelien, framkvæmdarstjóri Energi Norge, deila ekki sömu afstöðu til ákvörðunar Alþingis. Alþingi samþykkti í dag innleiðingu þriðja orkupakkans eftir langa umræðu, með 46 atkvæðum gegn 13. Þriðji orkupakkinn hefur verið mikið hitamál bæði hér á landi og í Noregi en höfnun Alþingis hefði komið í veg fyrir innleiðingu Norðmanna, þar sem innleiðing pakkans krefst samþykkis allra þriggja EFTA/EES-ríkjanna. Ljóst er að fjölmargir í Noregi fylgdust grannt með meðferð málsins á Íslandi og hafa þar eins verið skiptar skoðanir um málið.Norskur orkuiðnaður ánægður með hlutskiptin Fram kom í fréttatilkynningu frá Knut Kroepelien, framkvæmdarstjóra Energi Norge, samtaka um 280 orkufyrirtækja í Noregi, að hann sé ánægður með ákvörðun Alþingis. Tíu ár séu nú liðin frá því að orkupakkinn hafi verið innleiddur innan Evrópusambandsins sem Kroepelien segir vera of langan tíma fyrir regluverk sem skipti Noreg jafn miklu máli. Það eigi sérstaklega við í ljósi þeirrar miklu orku og auðlinda sem Norðmenn hafi úr að ráða.Sjá einnig: Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sérKjell-Børge Freiberg, olíu- og orkumálaráðherra Noregs hefur einnig lýst því yfir að innleiðing þriðja orkupakkans sé mikilvægur fyrir þátttöku Noregs í orkusamstarfi Norðurlandanna. Slíkt samstarf flækist til muna þegar ólíkur lagarammi gildi í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku, en hin þrjú ríkin eru öll hluti af Evrópusambandinu.Nei til EU vonsvikin með ákvörðun Alþingis Kathrine Kleveland, formaður norsku samtakanna Nei til EU, sem lögðust gegn innleiðingu þriðja orkupakkans í Noregi, segist vera vonsvikin með ákvörðun Íslendinga í samtali sínu við norska miðilinn Nationen. Þar kemur fram að samtökin hafi gert sér vonir um að höfnun Íslendinga myndi koma í veg fyrir aðild Norðmanna að ACER, samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Kleveland telur þó að það sé enn hægt að koma í veg fyrir aðild Norðmanna að ACER og hyggjast samtökin láta reyna á innleiðingu þriðja orkupakkans fyrir dómstólum þar í landi. Því er ljóst að barátta andstæðinga þriðja orkupakkans gegn innleiðingu hans er hvergi nærri lokið, eins og andstæðingar pakkans hér á landi hafa sömuleiðis látið hafa eftir sér. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14 Orkan okkar í baráttuhug: „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum“ Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. 2. september 2019 23:30 Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag innleiðingu þriðja orkupakkans eftir langa umræðu, með 46 atkvæðum gegn 13. Þriðji orkupakkinn hefur verið mikið hitamál bæði hér á landi og í Noregi en höfnun Alþingis hefði komið í veg fyrir innleiðingu Norðmanna, þar sem innleiðing pakkans krefst samþykkis allra þriggja EFTA/EES-ríkjanna. Ljóst er að fjölmargir í Noregi fylgdust grannt með meðferð málsins á Íslandi og hafa þar eins verið skiptar skoðanir um málið.Norskur orkuiðnaður ánægður með hlutskiptin Fram kom í fréttatilkynningu frá Knut Kroepelien, framkvæmdarstjóra Energi Norge, samtaka um 280 orkufyrirtækja í Noregi, að hann sé ánægður með ákvörðun Alþingis. Tíu ár séu nú liðin frá því að orkupakkinn hafi verið innleiddur innan Evrópusambandsins sem Kroepelien segir vera of langan tíma fyrir regluverk sem skipti Noreg jafn miklu máli. Það eigi sérstaklega við í ljósi þeirrar miklu orku og auðlinda sem Norðmenn hafi úr að ráða.Sjá einnig: Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sérKjell-Børge Freiberg, olíu- og orkumálaráðherra Noregs hefur einnig lýst því yfir að innleiðing þriðja orkupakkans sé mikilvægur fyrir þátttöku Noregs í orkusamstarfi Norðurlandanna. Slíkt samstarf flækist til muna þegar ólíkur lagarammi gildi í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku, en hin þrjú ríkin eru öll hluti af Evrópusambandinu.Nei til EU vonsvikin með ákvörðun Alþingis Kathrine Kleveland, formaður norsku samtakanna Nei til EU, sem lögðust gegn innleiðingu þriðja orkupakkans í Noregi, segist vera vonsvikin með ákvörðun Íslendinga í samtali sínu við norska miðilinn Nationen. Þar kemur fram að samtökin hafi gert sér vonir um að höfnun Íslendinga myndi koma í veg fyrir aðild Norðmanna að ACER, samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Kleveland telur þó að það sé enn hægt að koma í veg fyrir aðild Norðmanna að ACER og hyggjast samtökin láta reyna á innleiðingu þriðja orkupakkans fyrir dómstólum þar í landi. Því er ljóst að barátta andstæðinga þriðja orkupakkans gegn innleiðingu hans er hvergi nærri lokið, eins og andstæðingar pakkans hér á landi hafa sömuleiðis látið hafa eftir sér.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14 Orkan okkar í baráttuhug: „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum“ Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. 2. september 2019 23:30 Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Sár og svekkt með íslenska fána og trefla á Austurvelli Þriðji orkupakkinn var samþykktur með 46 atkvæðum gegn 13 á Alþingi fyrir hádegi. 2. september 2019 12:14
Orkan okkar í baráttuhug: „Þeir þingmenn sem kusu með þessum hætti verða að útskýra þetta fyrir sínum kjósendum“ Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna Orkunnar okkar, segir þingmenn hafa brugðist áskorun þeirra um að hafna þriðja orkupakkanum. 2. september 2019 23:30
Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Ásmundur Friðriksson greiddi atkvæði móti Orkupakkamálinu. 2. september 2019 11:18
Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48