Kennarar kátir en aginn minni Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júní 2019 19:45 Íslenskir kennarar telja meðal annars þörf á því að hækka laun kennara og auka stuðning við kennslu í fjölmenningarlegu umhverfi. vísir/vilhelm Þrátt fyrir að íslenskir kennarar séu sáttir í starfi telja þeir sig engu að síður lítils metna í þjóðfélaginu og litna hornauga af fjölmiðlum. Þeir eru umtalsvert óáægðari með laun sín en kennarar annars staðar á Norðurlöndum auk þess sem nemendur þeirra virðast vera óstýrilátari. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar sem lögð var fyrir alla kennara og skólastjóra á unglingastigi grunnskóla hérlendis í vor. Rannsóknin er framkvæmd reglulega á vegum OECD en þetta var í þriðja sinn sem Ísland tók þátt. Niðurstöður rannsóknarinnar þar sem svör íslenskra kennara eru borin saman við svör kennara á öðrum Norðurlöndum voru birtar í dag.Almenn ánægja en launin léleg Þær gefa meðal annars til kynna að íslenskir kennarar eru yfirhöfuð mjög ánægðir í starf sínu, en rúmlega 90 prósent þeirra sögðust í heildina vera sáttir við starf sitt og skólann þar sem þeir starfa. Um helmingur íslenskra kennara veltir þó fyrir sér hvort betra hefði verið að velja annað starf og áberandi færri kennarar hér á landi telja að kennarastarfið sé mikils metið í þjóðfélaginu, í samanburði við önnur Norðurlönd. Að sama skapi telja aðeins um 7 prósent kennara að þeir séu mikils metnir í fjölmiðlum hér á landi. Þá er ánægja með laun kennara umtalsvert minni hér á landi en á Norðurlöndunum almennt. Rúm sex prósent íslenskra kennara eru sáttir við laun sín, samanborið við 40 prósent kennara í Skandinavíu og Finnlandi. Íslensk börn óþekkari? Svör kennaranna virðast jafnframt benda til lakari aga í íslenskum skólastofum. Rúmlega 40 prósent kennara á Íslandi þurfa að bíða nokkuð í upphafi kennslustundar áður en nemendur gefa hljóð og sama hlutfall telur sig tapa töluverðum tíma vegna truflunar nemenda, samanborið við fjórðung kennara á öðrum Norðurlöndum. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag næstu skref verði að kafa djúpt ofan í skýrsluna með menntamálastofnun og menntamálaráðuneytinu til að greina hvernig megi nýta skýrsluna í umbótatilgangi, starfsfólki og nemendum til heilla.Skýrsluna má nálgast í heild hér. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Þrátt fyrir að íslenskir kennarar séu sáttir í starfi telja þeir sig engu að síður lítils metna í þjóðfélaginu og litna hornauga af fjölmiðlum. Þeir eru umtalsvert óáægðari með laun sín en kennarar annars staðar á Norðurlöndum auk þess sem nemendur þeirra virðast vera óstýrilátari. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar sem lögð var fyrir alla kennara og skólastjóra á unglingastigi grunnskóla hérlendis í vor. Rannsóknin er framkvæmd reglulega á vegum OECD en þetta var í þriðja sinn sem Ísland tók þátt. Niðurstöður rannsóknarinnar þar sem svör íslenskra kennara eru borin saman við svör kennara á öðrum Norðurlöndum voru birtar í dag.Almenn ánægja en launin léleg Þær gefa meðal annars til kynna að íslenskir kennarar eru yfirhöfuð mjög ánægðir í starf sínu, en rúmlega 90 prósent þeirra sögðust í heildina vera sáttir við starf sitt og skólann þar sem þeir starfa. Um helmingur íslenskra kennara veltir þó fyrir sér hvort betra hefði verið að velja annað starf og áberandi færri kennarar hér á landi telja að kennarastarfið sé mikils metið í þjóðfélaginu, í samanburði við önnur Norðurlönd. Að sama skapi telja aðeins um 7 prósent kennara að þeir séu mikils metnir í fjölmiðlum hér á landi. Þá er ánægja með laun kennara umtalsvert minni hér á landi en á Norðurlöndunum almennt. Rúm sex prósent íslenskra kennara eru sáttir við laun sín, samanborið við 40 prósent kennara í Skandinavíu og Finnlandi. Íslensk börn óþekkari? Svör kennaranna virðast jafnframt benda til lakari aga í íslenskum skólastofum. Rúmlega 40 prósent kennara á Íslandi þurfa að bíða nokkuð í upphafi kennslustundar áður en nemendur gefa hljóð og sama hlutfall telur sig tapa töluverðum tíma vegna truflunar nemenda, samanborið við fjórðung kennara á öðrum Norðurlöndum. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í dag næstu skref verði að kafa djúpt ofan í skýrsluna með menntamálastofnun og menntamálaráðuneytinu til að greina hvernig megi nýta skýrsluna í umbótatilgangi, starfsfólki og nemendum til heilla.Skýrsluna má nálgast í heild hér.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira