Flóra Íslands, Hallgrímur og Sigrún fengu verðlaunin Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2019 20:30 Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018. Sigrún, Hallgrímur og höfundar Flóru Íslands. Hallgrímur Helgason, Sigrún Eldjárn og höfundar Flóru Íslands eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna að þessu sinni. Höfundar hvers verks um sig fá milljón íslenskra króna í verðlaunafé auk heiðursins. Hallgrímur hefur verið tilnefndur fimm sinnum til þessara sömu verðlauna en árið 2001 hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Höfund Íslands. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin 2018, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunahöfum voru afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir sem hannaðir er af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Sem fyrr segir skiptast verðlaunin í þrjá flokka eftirfarandi:Fræðirit og bækur almenns efnisHörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg Flóra Íslands -Blómplöntur og byrkingar Útgefandi: Vaka HelgafellBarna- og ungmennabækurSigrún Eldjárn Silfurlykillinn Útgefandi: Mál og menningFagurbókmenntirHallgrímur Helgason Sextíu kíló af sólskini Útgefandi: JPV útgáfa Eins og lög gera ráð fyrir flutti formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Heiðar Ingi Svansson, tölu og þakkaði hann stjórnvöldum mikið og vel fyrir lög sem gera ráð fyrir 400 milljóna stuðning við íslenska bókaútgáfu. Forseti Íslands kynnti niðurstöður dómnefndar og afhenti verðlaunin. Verðlaunahöfundar ávörpuðu gesti. Regína Ósk og Svenni Þór fluttu tvö lög á milli dagskráratriða. Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefndina skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Steingrímur Þórðarson, Þórunn Sigurðardóttir og Gísli Sigurðsson sem var jafnframt var formaður nefndarinnar. Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Tengdar fréttir Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2018 voru tilkynntar í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna-og ungmennabókmenntir og fagurbókmenntir. 1. desember 2018 17:30 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hallgrímur Helgason, Sigrún Eldjárn og höfundar Flóru Íslands eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna að þessu sinni. Höfundar hvers verks um sig fá milljón íslenskra króna í verðlaunafé auk heiðursins. Hallgrímur hefur verið tilnefndur fimm sinnum til þessara sömu verðlauna en árið 2001 hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Höfund Íslands. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin 2018, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunahöfum voru afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir sem hannaðir er af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Sem fyrr segir skiptast verðlaunin í þrjá flokka eftirfarandi:Fræðirit og bækur almenns efnisHörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg Flóra Íslands -Blómplöntur og byrkingar Útgefandi: Vaka HelgafellBarna- og ungmennabækurSigrún Eldjárn Silfurlykillinn Útgefandi: Mál og menningFagurbókmenntirHallgrímur Helgason Sextíu kíló af sólskini Útgefandi: JPV útgáfa Eins og lög gera ráð fyrir flutti formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Heiðar Ingi Svansson, tölu og þakkaði hann stjórnvöldum mikið og vel fyrir lög sem gera ráð fyrir 400 milljóna stuðning við íslenska bókaútgáfu. Forseti Íslands kynnti niðurstöður dómnefndar og afhenti verðlaunin. Verðlaunahöfundar ávörpuðu gesti. Regína Ósk og Svenni Þór fluttu tvö lög á milli dagskráratriða. Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefndina skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Steingrímur Þórðarson, Þórunn Sigurðardóttir og Gísli Sigurðsson sem var jafnframt var formaður nefndarinnar.
Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Tengdar fréttir Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2018 voru tilkynntar í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna-og ungmennabókmenntir og fagurbókmenntir. 1. desember 2018 17:30 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2018 voru tilkynntar í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna-og ungmennabókmenntir og fagurbókmenntir. 1. desember 2018 17:30