Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2019 12:04 Samgönguáætlun með breytingartillögum meirihlutans var samþykkt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem samgönguráðherra er meðal annars gert að útfæra veggjöld vegna framkvæmda á helstu stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið. Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaformaður samgöngunefndar stýrði fundinum þegar samgönguáætlun var afgreidd enda er hann framsögumaður málsins í nefndinni. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins og formaður nefndarinnar mætti í fyrsta sinn til fundar eftir að hann kom aftur á þing. Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar ásamt áheyrnarfulltrúa Pírata gerðu athugasemdir við að hann gegndi áfram formennsku og lagði Helga Vala Helgadóttir fulltrúi Samfylkingarinnar fram tillögu um að kosinn yrði nýr formaður.Tilmæli til ráðherra að hann ráðist í gjaldheimtuna Þeirri tillögu var vísað frá og sögð eiga heima á vettvangi þingflokksformanna enda eru það þeir sem semja um skipan í nefndir þingsins og þrjú formannsembætti stjórnarandstöðunnar.Jón Gunnarrson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmJón Gunnarsson segir nefndarálit og samgönguáætlun hafa verið samþykkt með fyrirvara þriggja þingmanna. „Í því felast tilmæli til samgönguráðherra og í raun samþykki meirihluta nefndarinnar fyrir því að hefja hér framkvæmdir í samgöngumálum á grundvelli gjaldtöku. Fara þar með í mjög stórstígar framkvæmdir á næstu árum,“ segir Jón. Samgönguráðherra þurfi að fylgja málinu eftir með frumvarpi á vorþingi þar sem gjaldtakan og þau verk sem heyrðu undir þau yrðu útfærð nánar og síðan þurfi Alþingi að endurútfæra samgönguáætlun á haustþingi. Hins vegar þýðir samþykkt samgönguáætlunar í dag að Vegagerðin getur boðið út eða hafið fjölmörg verkefni sem eru á hennar áætlun á þessu ári.Fyrirhugað að nota gróðann í vegaframkvæmdir Þótt ekki liggi endanlega fyrir hvaða verkefni það eru sem fara myndu í gjaldtöku segir Jón nokkur verkefni þó augljós. Boðið væri upp á nokkrar leiðir, eins og alfjármögnun með veggjöldum og samfjármögnun með framlögum úr ríkissjóði og veggjöldum. „En fyrir liggur samt sem áður hið augljósa að þarna er alveg sérstaklega um að ræða þessar höfuðleiðir þar sem slysatíðnin er mest. Hér í kringum höfuðborgarsvæðið þar sem þörfin er í raun að fara í mjög stórstíga framkvæmdir til að bæta vegakerfið. Þetta mun fela í sér að stigin verða bæði stærri og betri skref,“ segir Jón. Þetta þýði að þar sem áður var fyrirhugað að fara í tveir plús einn veg verði farið í fulla tvöföldun og mislæg gatnamót. En þar er verið að tala um Vesturlandsveg, Suðurlandsveg austur fyrir Selfoss og Reykjanesbraut. „Síðan þarf auðvitað að meta í nýrri samgönguáætlun í haust hvað verður gert við það fjármagn sem losnar um í samgönguáætlun við þessa ákvörðun. Þar eru bæði verkefni innan höfuðborgarsvæðisins sem og mögulega annars staðar,“ sagði Jón Gunnarsson. Gengið væri út frá að verkefni í gjaldtöku verði greidd upp á um tuttugu árum eins og í Hvalfjarðargöngum og veggjöldin verði lægri en lægstu gjöld voru í Hvalfjarðargöngum. Alþingi Árborg Samgöngur Vegtollar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Samgönguáætlun með breytingartillögum meirihlutans var samþykkt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem samgönguráðherra er meðal annars gert að útfæra veggjöld vegna framkvæmda á helstu stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið. Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaformaður samgöngunefndar stýrði fundinum þegar samgönguáætlun var afgreidd enda er hann framsögumaður málsins í nefndinni. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins og formaður nefndarinnar mætti í fyrsta sinn til fundar eftir að hann kom aftur á þing. Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar ásamt áheyrnarfulltrúa Pírata gerðu athugasemdir við að hann gegndi áfram formennsku og lagði Helga Vala Helgadóttir fulltrúi Samfylkingarinnar fram tillögu um að kosinn yrði nýr formaður.Tilmæli til ráðherra að hann ráðist í gjaldheimtuna Þeirri tillögu var vísað frá og sögð eiga heima á vettvangi þingflokksformanna enda eru það þeir sem semja um skipan í nefndir þingsins og þrjú formannsembætti stjórnarandstöðunnar.Jón Gunnarrson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmJón Gunnarsson segir nefndarálit og samgönguáætlun hafa verið samþykkt með fyrirvara þriggja þingmanna. „Í því felast tilmæli til samgönguráðherra og í raun samþykki meirihluta nefndarinnar fyrir því að hefja hér framkvæmdir í samgöngumálum á grundvelli gjaldtöku. Fara þar með í mjög stórstígar framkvæmdir á næstu árum,“ segir Jón. Samgönguráðherra þurfi að fylgja málinu eftir með frumvarpi á vorþingi þar sem gjaldtakan og þau verk sem heyrðu undir þau yrðu útfærð nánar og síðan þurfi Alþingi að endurútfæra samgönguáætlun á haustþingi. Hins vegar þýðir samþykkt samgönguáætlunar í dag að Vegagerðin getur boðið út eða hafið fjölmörg verkefni sem eru á hennar áætlun á þessu ári.Fyrirhugað að nota gróðann í vegaframkvæmdir Þótt ekki liggi endanlega fyrir hvaða verkefni það eru sem fara myndu í gjaldtöku segir Jón nokkur verkefni þó augljós. Boðið væri upp á nokkrar leiðir, eins og alfjármögnun með veggjöldum og samfjármögnun með framlögum úr ríkissjóði og veggjöldum. „En fyrir liggur samt sem áður hið augljósa að þarna er alveg sérstaklega um að ræða þessar höfuðleiðir þar sem slysatíðnin er mest. Hér í kringum höfuðborgarsvæðið þar sem þörfin er í raun að fara í mjög stórstíga framkvæmdir til að bæta vegakerfið. Þetta mun fela í sér að stigin verða bæði stærri og betri skref,“ segir Jón. Þetta þýði að þar sem áður var fyrirhugað að fara í tveir plús einn veg verði farið í fulla tvöföldun og mislæg gatnamót. En þar er verið að tala um Vesturlandsveg, Suðurlandsveg austur fyrir Selfoss og Reykjanesbraut. „Síðan þarf auðvitað að meta í nýrri samgönguáætlun í haust hvað verður gert við það fjármagn sem losnar um í samgönguáætlun við þessa ákvörðun. Þar eru bæði verkefni innan höfuðborgarsvæðisins sem og mögulega annars staðar,“ sagði Jón Gunnarsson. Gengið væri út frá að verkefni í gjaldtöku verði greidd upp á um tuttugu árum eins og í Hvalfjarðargöngum og veggjöldin verði lægri en lægstu gjöld voru í Hvalfjarðargöngum.
Alþingi Árborg Samgöngur Vegtollar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira