Árholt – leikskóli að nýju Ingibjörg Isaksen skrifar 2. september 2019 08:00 Eitt af aðaláherslumálum í meirihlutasamningi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar er að bæta kjör og hag barnafólks á Akureyri. Ein af meginleiðunum til að ná þessu markmiði er að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölbreyttum hætti. Ein af þeim leiðum er opnun leikskólans Árholts sem tekur að nýju til starfa í dag mánudaginn 2. september 2019. Saga skólahalds í húsnæðinu sem nú hýsir leikskólann Árholt hófst árið 1937, en þá fluttist þangað starfsemi barnaskólans að Ósi við Óseyri, sem þá hafði starfað þar frá árinu 1908. Glerárskóli var starfræktur í húsnæðinu til ársins 1972 er hann flutti í núverandi húsnæði. Í skólanum voru þrjár skólastofur og yfirleitt um 100 nemendur. Í júní árið 1974 hefst saga leikskólahalds í Árholti en þá var skólinn tvískiptur og rúmaði 40-45 börn í einu eða 80-90 börn á dag. Leikskóli var rekinn í húsnæði Árholts til ársins 2003 er honum var lokað og rekstur hans færður í nýjan leikskóla í Naustahverfi. Eftir að skólahaldi lauk í húsnæðinu var það nýtt meðal annars sem skólavistun og frístund fyrir börn með fötlun úr grunnskólunum og síðar skammtímavistun. Síðasti leigjandi húsnæðisins var Akureyrarakademían, sem flutti út nú á vordögum 2019 er Lautin, 5 ára deild frá Tröllaborgum sem staðsett hafði verið í Glerárskóla, flutti inn í Árholt vegna endurbóta á húsnæði Glerárskóla. Viljum við nýta tækifærið og þakka Akureyrarakademíunni fyrir góð viðbrögð við beiðni bæjarins um flutning með starfsemi sína. Í sumar voru gerðar endurbætur á húsnæðinu með það að markmiði að búa það undir að taka við yngsta aldursári leikskólabarna. Fyrsta árið verða 12 – 14 börn í leikskólanum en stefnt er að því að þar verði tvær deildir fyrir 24 börn, sem þjóni eingöngu yngsta aldursári leikskólabarna. Ljóst er að margir gleðjast yfir því að leikskóli sé aftur tekinn til starfa í Árholti, nú sem ein deild Tröllaborga enda margir sem eiga góðar minningar þaðan hvort heldur sem nemendur, kennarar eða foreldrar. Markmið Akureyrarbæjar er að skapa möguleika fyrir foreldra að innrita börn sín í leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Með þessu skrefi má segja að hafin sé sú vegferð að bjóða upp á innritun yngri barna í leikskóla Akureyrarbæjar en í ár eru mánuði yngri börn inn í leikskólum bæjarins en áður hefur verið.Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Sjá meira
Eitt af aðaláherslumálum í meirihlutasamningi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar er að bæta kjör og hag barnafólks á Akureyri. Ein af meginleiðunum til að ná þessu markmiði er að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölbreyttum hætti. Ein af þeim leiðum er opnun leikskólans Árholts sem tekur að nýju til starfa í dag mánudaginn 2. september 2019. Saga skólahalds í húsnæðinu sem nú hýsir leikskólann Árholt hófst árið 1937, en þá fluttist þangað starfsemi barnaskólans að Ósi við Óseyri, sem þá hafði starfað þar frá árinu 1908. Glerárskóli var starfræktur í húsnæðinu til ársins 1972 er hann flutti í núverandi húsnæði. Í skólanum voru þrjár skólastofur og yfirleitt um 100 nemendur. Í júní árið 1974 hefst saga leikskólahalds í Árholti en þá var skólinn tvískiptur og rúmaði 40-45 börn í einu eða 80-90 börn á dag. Leikskóli var rekinn í húsnæði Árholts til ársins 2003 er honum var lokað og rekstur hans færður í nýjan leikskóla í Naustahverfi. Eftir að skólahaldi lauk í húsnæðinu var það nýtt meðal annars sem skólavistun og frístund fyrir börn með fötlun úr grunnskólunum og síðar skammtímavistun. Síðasti leigjandi húsnæðisins var Akureyrarakademían, sem flutti út nú á vordögum 2019 er Lautin, 5 ára deild frá Tröllaborgum sem staðsett hafði verið í Glerárskóla, flutti inn í Árholt vegna endurbóta á húsnæði Glerárskóla. Viljum við nýta tækifærið og þakka Akureyrarakademíunni fyrir góð viðbrögð við beiðni bæjarins um flutning með starfsemi sína. Í sumar voru gerðar endurbætur á húsnæðinu með það að markmiði að búa það undir að taka við yngsta aldursári leikskólabarna. Fyrsta árið verða 12 – 14 börn í leikskólanum en stefnt er að því að þar verði tvær deildir fyrir 24 börn, sem þjóni eingöngu yngsta aldursári leikskólabarna. Ljóst er að margir gleðjast yfir því að leikskóli sé aftur tekinn til starfa í Árholti, nú sem ein deild Tröllaborga enda margir sem eiga góðar minningar þaðan hvort heldur sem nemendur, kennarar eða foreldrar. Markmið Akureyrarbæjar er að skapa möguleika fyrir foreldra að innrita börn sín í leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Með þessu skrefi má segja að hafin sé sú vegferð að bjóða upp á innritun yngri barna í leikskóla Akureyrarbæjar en í ár eru mánuði yngri börn inn í leikskólum bæjarins en áður hefur verið.Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs Akureyrarbæjar.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun