Ætla að standa vörð um kínversk fyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2019 10:55 Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru sakaðir um er að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran, fjársvik, fjárþvætti, að hafa stolið tækni frá bandaríska fyrirtækinu T-Mobile og að standa í vegi réttvísinnar. AP/Andy Wong Ríkisstjórn Kína segir að Bandaríkin eigi að láta af „óskynsamlegum“ aðgerðum þeirra gegn kínverska samskiptafyrirtækinu Huawei. Forsvarsmenn fyrirtækisins þvertaka fyrir að lög hafi verið brotin eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum opinberuðu fjölda ákæra gegn fyrirtækinu og starfsmönnum þess í gær. Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru sakaðir um er að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran, fjársvik, fjárþvætti, að hafa stolið tækni frá bandaríska fyrirtækinu T-Mobile og að standa í vegi réttvísinnar. Huawei neitar öllum ákærunum 23 en fyrirtækið hefur lengi barist gegn ásökunum um samstarf með leyniþjónustum Kína og njósnir. Í ákærunum, sem eru lagðar fram í tveimur skjölum, eru engar ásakanir um samstarf með yfirvöldum í Kína settar fram.Christopher Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sagið við opinberun ákæranna í gær að þær vörpuðu ljósi á „blygðunarlausa lítilsvirðingu“ Huawei gagnvart bandarískum lögum og gagnvart alþjóðlegum viðskiptaaðferðum. Hann sagði fyrirtæki eins og Huawei ógna bæði efnahagi og öryggi Bandaríkjanna.Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneyti Kína segir, samkvæmt AP fréttaveitunni, að ríkið muni standa vörð um kínversk fyrirtæki. Bandaríkin séu að beita hinu opinbera til að koma niður á sanngjarni og réttlátri starfsemi Huawei.Þá segir Huawei að T-Mobile málið hafi verið leyst með skaðabótagreiðslu árið 2014.Staða Huawei íhuguð víða Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda fyrirtækisins, er sökuð um að hafa logið að bönkum um leppfyrirtækið Skycom og sérstaklega um viðskipti fyrirtækisins við Íran. Hún var handtekin í Kanada í byrjun desember og Bandaríkin vilja fá hana framselda. Huawei er eitt stærsta samskiptafyrirtæki heims. Forsvarsmenn þess segja það eiga í viðskiptum við 45 af 50 stærstu símafyrirtækjum heims og Huawei varð nýlega stærsti símaframleiðandi heimsins, á eftir Samsung og undan Apple. Árið 2012 gaf þing Bandaríkjanna út skýrslu þar sem fyrirtækjum var ráðlagt að eiga ekki í viðskiptum við Huawei og kínverska fyrirtækið ZTE og að ógn stafaði af fyrirtækjunum. Síðan þá hafa umsvif Huawei Í Bandaríkjunum minnkað verulega en forsvarsmenn þess segja skýrsluna ekki hafa haft áhrif á viðskipti fyrirtækisins annars staðar í heiminum. Vandræði Huawei hafa þau aukist að undanförnu. Starfsmaður fyrirtækisins í Póllandi var nýverið handtekinn fyrir njósnir og rík hafa ákveðið að meina símafyrirtækjum að eiga í viðskiptum við Huawei í tengslum við uppbyggingu 5G símakerfa. Önnur ríki eru að íhuga slíkar aðgerðir. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24 Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44 Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, neitar ásökununum. 28. janúar 2019 22:18 Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. 26. janúar 2019 23:33 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ríkisstjórn Kína segir að Bandaríkin eigi að láta af „óskynsamlegum“ aðgerðum þeirra gegn kínverska samskiptafyrirtækinu Huawei. Forsvarsmenn fyrirtækisins þvertaka fyrir að lög hafi verið brotin eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum opinberuðu fjölda ákæra gegn fyrirtækinu og starfsmönnum þess í gær. Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru sakaðir um er að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran, fjársvik, fjárþvætti, að hafa stolið tækni frá bandaríska fyrirtækinu T-Mobile og að standa í vegi réttvísinnar. Huawei neitar öllum ákærunum 23 en fyrirtækið hefur lengi barist gegn ásökunum um samstarf með leyniþjónustum Kína og njósnir. Í ákærunum, sem eru lagðar fram í tveimur skjölum, eru engar ásakanir um samstarf með yfirvöldum í Kína settar fram.Christopher Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sagið við opinberun ákæranna í gær að þær vörpuðu ljósi á „blygðunarlausa lítilsvirðingu“ Huawei gagnvart bandarískum lögum og gagnvart alþjóðlegum viðskiptaaðferðum. Hann sagði fyrirtæki eins og Huawei ógna bæði efnahagi og öryggi Bandaríkjanna.Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneyti Kína segir, samkvæmt AP fréttaveitunni, að ríkið muni standa vörð um kínversk fyrirtæki. Bandaríkin séu að beita hinu opinbera til að koma niður á sanngjarni og réttlátri starfsemi Huawei.Þá segir Huawei að T-Mobile málið hafi verið leyst með skaðabótagreiðslu árið 2014.Staða Huawei íhuguð víða Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda fyrirtækisins, er sökuð um að hafa logið að bönkum um leppfyrirtækið Skycom og sérstaklega um viðskipti fyrirtækisins við Íran. Hún var handtekin í Kanada í byrjun desember og Bandaríkin vilja fá hana framselda. Huawei er eitt stærsta samskiptafyrirtæki heims. Forsvarsmenn þess segja það eiga í viðskiptum við 45 af 50 stærstu símafyrirtækjum heims og Huawei varð nýlega stærsti símaframleiðandi heimsins, á eftir Samsung og undan Apple. Árið 2012 gaf þing Bandaríkjanna út skýrslu þar sem fyrirtækjum var ráðlagt að eiga ekki í viðskiptum við Huawei og kínverska fyrirtækið ZTE og að ógn stafaði af fyrirtækjunum. Síðan þá hafa umsvif Huawei Í Bandaríkjunum minnkað verulega en forsvarsmenn þess segja skýrsluna ekki hafa haft áhrif á viðskipti fyrirtækisins annars staðar í heiminum. Vandræði Huawei hafa þau aukist að undanförnu. Starfsmaður fyrirtækisins í Póllandi var nýverið handtekinn fyrir njósnir og rík hafa ákveðið að meina símafyrirtækjum að eiga í viðskiptum við Huawei í tengslum við uppbyggingu 5G símakerfa. Önnur ríki eru að íhuga slíkar aðgerðir.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24 Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44 Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, neitar ásökununum. 28. janúar 2019 22:18 Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. 26. janúar 2019 23:33 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24
Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44
Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32
Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, neitar ásökununum. 28. janúar 2019 22:18
Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. 26. janúar 2019 23:33