Innlent

Ísilagt Rauðavatnið gaf sig undan gröfu

Birgir Olgeirsson skrifar
Vélin fór í gegnum ísinn á Rauðvatni á þriðja tímanum í dag.
Vélin fór í gegnum ísinn á Rauðvatni á þriðja tímanum í dag. Vísir/Telma
Ísilagt Rauðavatnið gaf sig undan gröfu sem hafði farið út á svellið í trausti þess að það héldi. Höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar farið út á ísinn með það að markmiði að búa þar til skautasvell fyrir borgarbúa.

Starfsmennirnir höfðu mælt ísinn og benti þykktin til þess að það væri óhætt að fara með gröfu út á hann. Svo reyndist ekki og sökk grafan með afturendann í gegnum ísinn.

Unnið verður að því að ná gröfunni upp úr vatninu í dag.Vísir/Telma
Sá sem stýrði gröfunni náði að drepa á henni áður en hún fór í vatnið og er talið að hún eigi að verða gangfær þegar búið er að þurrka hana og fara yfir vélina. Verður unnið að því að ná henni upp úr vatninu í dag.

Starfsmenn Reykjavíkurborgar vonast til að skautasvellið verði tilbúið sem allra fyrst en spáð frábæru skautaveðri næstu daga.

Vísir/Telma



Fleiri fréttir

Sjá meira


×