Á vef breska ríkisútvarpsins segir að lögreglan hafi handtekið einn mann vegna málsins, sem talinn er vera ættingi þriggja barnanna. Alls hafa tíu börn horfið í héraðinu Njombe frá því í byrjun desembermánaðar, fjögur þeirra hafa fundist aftur á lífi.
Þarlendir miðlar halda því fram á þessum slóðum megi finna töfralækna sem reyni að sannfæra fólk um að líkamshlutar geti fært þeim gæfu, ekki síst fjárhagslega.
Í samtali við BBC segir héraðstjóri Njombe að foreldrar í héraðinu séu hvattir til að gæta barnanna sinna og kenna þeim að vera á varðbergi.