Skuldirnar greiddar í tæka tíð Hjörvar Ólafsson skrifar 17. maí 2019 18:15 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. vísir/eyþór Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, ákvað að beita þrjú félög þeim agaviðurlögum á síðasta ársþingi sambandsins að félögin fengu ekki atkvæðisrétt á ársþingi sambandsins sem haldið var í mars síðastliðnum. Eftir það spruttu upp umræður um fjárhagsstöðu körfuboltadeilda í landinu og það hvort rekstur deildanna væri öfugu megin við núllið. Þá hafa stuðningsmenn félaga lifað í ótta um það að félög muni ekki getað teflt fram liðum í meistaraflokki eða yngri flokkum næsta vetur. KKÍ er heimilt að beita félög þeim viðurlögum að neita þeim um keppnisleyfi standi þau ekki skil á greiðslum til sambandsins. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þessi staða sé ekki ný af nálinni, skuldastaða félaganna sé ekki verri en áður og sambandið hafi áður þurft að beita félög sams konar viðurlögum og gert var í mars. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að þau félög sem voru beitt þessum agaviðurlögum muni ekki geta greitt skuld sína í tæka tíð. „Það er ekkert nýtt í sögu sambandsins að félög skuldi viðlíka upphæðir og eru útistandandi þessa stundina. Þau þrjú félög sem fengu ekki atkvæðisrétt á ársþinginu í mars eru ekki þau einu sem skulda sambandinu. Við höfum verið í góðu sambandi við þau félög sem skulda okkur og ég hef engar áhyggjur af því að nokkurt félag verði útilokað frá keppni á næsta keppnistímabili vegna skulda sinna,“ segir formaðurinn. „Þessar skuldir eru til komnar vegna dómarakostnaðar og félagaskiptagjalda. Sambandið er ekki í þeirri stöðu að geta lækkað þessi gjöld miðað við fjárhagsstöðuna eins og hún er í dag en vonandi breytist það í framtíðinni. Við höfum hins vegar komið til móts við félögin með því að fjölga gjalddögum og nú er til að mynda heimilt að skipta greiðslum vegna félagaskiptagjalds erlendra leikmanna, sem er 150.000 krónur, í þrennt,“ segir Hannes enn fremur. „Það kostar félag 250.000 krónur að senda lið til leiks í meistaraflokki og mér finnst það ekki ósanngjörn upphæð og það stendur ekki til að lækka hana. KKÍ þarf að standa straum af ýmsum kostnaði við mótahald og rekstur sambandsins er ekki svo burðugur að mögulegt sé að lækka það gjald,“ segir formaðurinn um rekstrarstöðu sambandsins. „Ég hef meiri áhyggjur af rekstrarstöðu körfuboltadeilda almennt en þeim skuldum sem eru útistandandi núna. Það er mikil krafa hjá félögum að lið nái árangri og það kostar sitt að vera með lið í meistaraflokki sem er samkeppnishæft. Á sama tíma verður erfiðara og erfiðara að ná í samstarfsaðila til þess að styrkja starfið, ég hef fundið það sjálfur á eigin skinni sem formaður sambandsins,“ segir hann um fjárhagsstöðu félaganna. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, ákvað að beita þrjú félög þeim agaviðurlögum á síðasta ársþingi sambandsins að félögin fengu ekki atkvæðisrétt á ársþingi sambandsins sem haldið var í mars síðastliðnum. Eftir það spruttu upp umræður um fjárhagsstöðu körfuboltadeilda í landinu og það hvort rekstur deildanna væri öfugu megin við núllið. Þá hafa stuðningsmenn félaga lifað í ótta um það að félög muni ekki getað teflt fram liðum í meistaraflokki eða yngri flokkum næsta vetur. KKÍ er heimilt að beita félög þeim viðurlögum að neita þeim um keppnisleyfi standi þau ekki skil á greiðslum til sambandsins. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þessi staða sé ekki ný af nálinni, skuldastaða félaganna sé ekki verri en áður og sambandið hafi áður þurft að beita félög sams konar viðurlögum og gert var í mars. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að þau félög sem voru beitt þessum agaviðurlögum muni ekki geta greitt skuld sína í tæka tíð. „Það er ekkert nýtt í sögu sambandsins að félög skuldi viðlíka upphæðir og eru útistandandi þessa stundina. Þau þrjú félög sem fengu ekki atkvæðisrétt á ársþinginu í mars eru ekki þau einu sem skulda sambandinu. Við höfum verið í góðu sambandi við þau félög sem skulda okkur og ég hef engar áhyggjur af því að nokkurt félag verði útilokað frá keppni á næsta keppnistímabili vegna skulda sinna,“ segir formaðurinn. „Þessar skuldir eru til komnar vegna dómarakostnaðar og félagaskiptagjalda. Sambandið er ekki í þeirri stöðu að geta lækkað þessi gjöld miðað við fjárhagsstöðuna eins og hún er í dag en vonandi breytist það í framtíðinni. Við höfum hins vegar komið til móts við félögin með því að fjölga gjalddögum og nú er til að mynda heimilt að skipta greiðslum vegna félagaskiptagjalds erlendra leikmanna, sem er 150.000 krónur, í þrennt,“ segir Hannes enn fremur. „Það kostar félag 250.000 krónur að senda lið til leiks í meistaraflokki og mér finnst það ekki ósanngjörn upphæð og það stendur ekki til að lækka hana. KKÍ þarf að standa straum af ýmsum kostnaði við mótahald og rekstur sambandsins er ekki svo burðugur að mögulegt sé að lækka það gjald,“ segir formaðurinn um rekstrarstöðu sambandsins. „Ég hef meiri áhyggjur af rekstrarstöðu körfuboltadeilda almennt en þeim skuldum sem eru útistandandi núna. Það er mikil krafa hjá félögum að lið nái árangri og það kostar sitt að vera með lið í meistaraflokki sem er samkeppnishæft. Á sama tíma verður erfiðara og erfiðara að ná í samstarfsaðila til þess að styrkja starfið, ég hef fundið það sjálfur á eigin skinni sem formaður sambandsins,“ segir hann um fjárhagsstöðu félaganna.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik