Hüttenberg valtaði yfir botnlið Rhein Vikings í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld.
Ragnar Jóhannsson skoraði tvö mörk í 36-24 stórsigri Hüttenberg. Gestirnir leiddu 11-20 í hálfleik.
Hüttenberg siglir mildan sjó um miðja deild en Rhein Vikings er aðeins komið með tvo sigra úr 35 leikjum í vetur og situr sem fastast á botninum.
Selfyssingurinn Ragnar er að spila sína síðustu leiki fyrir Hüttenberg en hann gengur til liðs við Bergischer í sumar.
